Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 80

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 80
44 13. mars 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Tilfinningaþrungið andrúmsloft einkenndi sýn- inguna á síðustu línu breska fatahönnuðarins Alexanders McQueen nú í vikunni. Hönnuðar- ins, sem svipti sig lífi í síðasta mánuði, var minnst með mikilli virðingu á þögulli og fámennri einka- sýningu í fallegri höll í París. Klæðin voru ein þau stórfenglegustu sem McQueen hefur nokk- urn tímann hannað og einkenndust af ríkulegum efnum og einstöku handverki. Línan var innblás- in af listum miðalda og minnti á portrett af kon- ungafólki þess tíma. Háir kragar, bróderingar, korselett, síð pils og há leðurstígvél hefðu sæmt sér vel hjá Hinriki VIII. og hirð hans. Fögur sýning og minning um mikinn meistara. - amb MIÐALDAKJÓLAR SEM SÆMA DROTTNINGUM Síðustu verk McQueens LEÐUR Há stígvél við stuttan kjól minna á klæði karlmanna á sextándu öld. ... Nýjasta ilminn frá DKNY sem heitir Pure. Hann angar af mildri van- illu og auk þess styrkir þú konur frá Úganda ef þú kaupir hann. ... „Mafa“ klút eftir franska hönn- uðinn Philippe Clause en næsta föstudag kynnir hann fatalínuna sína með pompi og prakt í Galleríi Auga. ... Eggaldin- bláan augn- skugga frá Bobbi Brown sem var notað- ur til að farða fyrirsæturnar á nýjustu sýningu Marcs Jacobs.OKKUR LANGAR Í … > FATAMARKAÐIR ERU MÁLIÐ Ekkert lát er á því að konur selji utan af sér spjar- irnar en um helgina verða margir flottir fatamark- aðir í boði. Tískuskvísurnar Krista Hall, Sonja Sól, Heiða Rós og Elín sem allar starfa í tískuverslunum á Laugaveginum selja merkjavöru og vintage föt í Þjóðleikhúskjallaranum í dag milli kl. 12-15 og Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður verður í Kolaportinu á sunnudaginn milli kl. 12-18. Að lokum verða svo Harpa Einarsdóttir fatahönnuður og Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona með föt til sölu í Barber Theatre á Hverfisgötu í dag milli 12-18. Undanfarin misseri hef ég oft staðið mig að því að andvarpa þegar ég sé yndisfríða konu i sykursætum pastellitum, víðum krínólínupilsum, mynstruðum kjólum, litríkum skóm og með flókna hárgreiðslu. Þetta er voðalega sætt og tískulegt allt saman en var bara aldrei … ég. En guð sé lofaður, í stað þess að bjóða okkur upp á froðukennda pastel- liti, blúndur og skraut eins og í fyrra voru margir þeirra hönnuða sem sýndu nú í París með allt aðra tískuheimspeki í huga. Hönnuðurinn Phoebe Philo sló svo sannarlega í gegn með sýningu sinni fyrir Celine en þar gaf að líta afar naum- hyggjulega hönnun sem konur á öllum aldri féllu í stafi yfir. Nýja lúkkið er ein- hvernveginn svona: einföld kápa í kamel- lit, svörtu eða dökkbláu, grár eða svartur hnésíður kjóll eða svart leðurpils við hvíta blússu, einfaldar þröngar buxur við einfalda támjóa skó. Hárgreiðslur voru líka einfaldar: slegið hár eða tekið aftur í einfalt tagl. Phoebe Philo er skriðin yfir á fertugsaldurinn og virðist sammála Stellu McCartney um að blóm, blúndur og tjull séu fyrir stelpur, en ekki konur. Celine- línan sló líka rækilega í gegn hjá vinn- andi konum sem vilja þægileg, næstum karlmannleg föt sem láta aðra taka þær alvarlega. Allt þetta minnir heilmikið líka á Helmut Lang og jafnvel hinn Helmutinn, hann Helmut Newton og boðar nýjan og klæðilegan mínimalisma. Og litapallettan er ekkert einskorðuð við svart. Drapplitað, grátt, hvítt og dökkblátt á sér fullan tilvistarrétt. Auðvitað var samt fullt af öðrum hlutum í gangi á tísku- vikunni í París, meðal annars miðaldaþema hjá McQueen heitnum, nunnuklæði hjá Stefano Pilati og einhverskonar 50‘s Brigitte Bardot- útlit hjá Vuitton. En það er gaman að sjá tískuhönnuði hanna kyn- þokkafull og klæðileg föt fyrir sjálfstæðar nútímakonur. Húrra fyrir einfaldleikanum LOGAGYLLT Ævintýralegur kjóll úr gylltum fjöðrum með hvítu pilsi. KONUNGLEGT Rauður síðkjóll með slá í sama lit. MIÐALDAKJÓLL Bróderað korselett með síðum ermum og pilsi. HÁR KRAGI Bronslitaður stuttur kjóll með bróder- uðum kraga. Ástsæl saga Astridar Lindgren um Lottu, Jónas og Míu Maríu er loksins fáanleg aftur Fjársjóður í bókasafnið sem börnin lesa aftur og aftur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.