Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 85
LAUGARDAGUR 13. mars 2010
Fyrsta Gaypride-hátíðin á
Grænlandi verður haldin í
Nuuk 15. maí. Nuka Bisga-
ard, sem skipuleggur hátíð-
ina ásamt Lu Berthelsen,
segir að það hafi fyrir löngu
verið kominn tími á þetta.
„Samkynhneigð er búin að vera
tabú á Grænlandi en við von-
umst til að Gaypride breyti því.
Fyrir svona fimmtán árum var
ekki hægt að koma út úr skápn-
um hérna, en núna er almenning-
ur opnari,“ segir Nuka Bisgaard
sem skipuleggur fyrstu Gaypride-
hátíðina á Grænlandi í maí.
Aðstandendur Nuuk Gaypride
2010 horfa til íslensku gaypride-
hátíðarinnar og vilja höfða til sem
flestra í þjóðfélaginu. Dagskráin
hefst á málfundi í menningarmið-
stöðinni Katuaq, þar sem munur-
inn á að vera samkynhneigður í
Danmörku og á Grænlandi verður
ræddur. Á milli kl. 5 og 6 verður
sjálf gleðigangan farin, en þá verð-
ur gengið fylktu liði frá Katuaq um
Nuuk. Um kvöldið verður svo partí
með dragsýningum og alls konar
skemmtiatriðum.
Heimir Már Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Hinsegin daga,
segir mjög gleðilegt að vakning sé
að verða meðal samkynhneigðra
Grænlendinga. „Já, þetta er alveg
frábært. Samkynhneigðir á Græn-
landi hafa löngum leitað til Kaup-
mannahafnar, eins og íslenskir
hommar gerðu á árum áður. Nú er
bara vonandi að Grænlendingum
GAYPRIDE-HÁTÍÐ HALDIN Á
GRÆNLANDI Í FYRSTA SINN
TÍMAMÓT
Nuka Bisgaard einn skipuleggj-
enda Nuuk Gaypride 2010 segir að
samkynhneigð sé búin að vera tabú
á Grænlandi. Hann vonast til að
hátíðin breyti því. Heimir Már Pét-
ursson segir þetta frábært framtak.
Samkynhneigðir á Grænlandi hafi
löngum leitað til Kaupmannahafnar
eins og Íslendingar forðum.
haldist betur á sínu fólki í fram-
tíðinni. Þeir þurfa á öllum sínum
að halda eins og við.“
Heimir segist hafa heyrt mun
minna af vandamálum samkyn-
hneigðra á Grænlandi en í Fær-
eyjum.
„Kúlturinn hjá Grænlendingum
er öðruvísi en sá vestræni. Þeir
eru til dæmis ekki eins snerti-
fælnir og við. Það þykir til dæmis
ekkert tiltökumál að karlmenn á
sjó sofi í sama bæli til að halda á
sér hita.“
Heimir býst fastlega við því
að einhverjir Íslendingar leggi
leið sína á Gaypride í Nuuk til að
sýna nágrönnum okkar stuðning í
verki. Nuka bendir á að hægt sé að
fá „ódýrt“ flug á milli Reykjavík-
ur og Nuuk hjá Air Greenland. „Ég
vona innilega að það komi fólk frá
Íslandi. Það yrði alveg æðislegt!“
drgunni@frettabladid.is
*Gildir ekki með öðrum tilboðum.
Afslátturinn er alfarið á kostnað MerkjaOutlet.
KORPUTORGI
TAX-FREE
DAGAR
ALLAR VÖRUR VERSLUNARINNAR ÁN VSK!*
Frá fimmtudeg
i til sunnudags
Outlet verð kr. 1.995
TAX-FREE
VERÐ kr. 1.590
Outlet verð kr. 1.995
TAX-FREE
VERÐ kr. 1.590
Outlet verð kr. 4.995
TAX-FREE
VERÐ kr. 3.980
Outlet verð kr. 2.895
TAX-FREE
VERÐ kr. 2.307
Ch
am
pi
on
íþ
ró
tt
ab
ux
ur
H
er
ra
sk
yr
tu
r
T-
bo
lir
Ba
rn
as
tí
gv
él
, r
au
ð
(2
1-
27
)
Opið: Mán.-lau. 11 til 18
Sun. 12 til 18 • Sími 578 9400
Fó
tb
ol
ta
bú
ni
ng
ar
f/
bö
rn
A
rs
en
al
, C
he
ls
ea
, L
iv
er
po
ol
, M
an
.U
td
.
Outlet verð kr. 4.995
TAX-FREE
VERÐ kr. 3.980
Ch
am
pi
on
h
et
tu
pe
ys
a
Outlet verð kr. 3.495
TAX-FREE
VERÐ kr. 2.785
NÝJAR OG FLOTTAR VÖRUR FRÁ