Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 88
52 13. mars 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Árið 1996 var Carlo A ncelott i ráðinn þjá lfari Parma á Ítalíu. Hann sagði að hæfileikamaðurinn Gianfranco Zola passaði ekki í áætlanir sínar með liðið og setti hann á sölulista. Þá fór af stað ferli sem gerði það að verkum að Zola er nú lifandi goðsögn í augum stuðningsmanna Chelsea. Zola lék með Chelsea í sjö ár og mætir á kunnuglegar slóðir í dag sem knattspyrnustjóri West Ham. Hann getur heldur betur dempað titilmöguleika síns gamla félags ef hann nær í öll stigin þrjú á Stamford Bridge. Um leið myndi West Ham vinna mikilvægan sigur í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni en liðið er nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Ancelotti þjálfar Chelsea í dag eins og allir vita en hans menn geta með sigri endurheimt toppsæti dei ldarinnar af Manchester United. „Skipulag er það sem við þurfum til að eiga möguleika,“ segir Zola í viðtali á heimasíðu West Ham. Liðið hefur ekki náð að vinna útileik í deildinni síðan í fyrstu umferð. „Við eigum tvo erfiða Lundaleiki fram undan, fyrst gegn Chelsea og svo mætum við Arsenal. Tvö lið sem eru að berjast um toppsætið. Við þurfum að spila meira eins og lið ef við ætlum að fá eitthvað úr þessum leikjum. Við vorum ekki eins og ein heild gegn Bolton,“ segir Zola. „Við höfum sýnt mikinn óstöðugleika og ég hef í raun engar afsakanir. En það tilheyrir fortíðinni, það eru tíu leikir eftir og við þurfum nauðsynlega að ná í fleiri stig. Það yrði algjör draumur að ná að vinna Chelsea.“ Tveir tapleikir af síðustu þremur deildarleikjum hafa ekki kætt stuðningsmenn Chelsea sem vonast eftir því að endurtaka leikinn frá 2006 og hirða meistaratitilinn. Liðið hefur ekki tapað fyrir West Ham í síðustu tíu viðureignum liðanna. Meiðsli markvarðarins Petrs Cech hafa sett strik í reikninginn hjá Chelsea og svo varð varamark- vörðurinn Hilario fyrir meiðslum fyrir viku. Ross Turnbull mun því standa í markinu í dag í sínum fyrsta deildarleik fyrir félag- ið síðan hann kom frá Middles- brough. Keppinautar Chelsea um enska meistaratitilinn, Manchester United og Arsenal, fóru á kostum í Meistaradeildinni í vikunni. Arsenal leikur gegn Hull í dag en United leikur á morgun gegn Fulham. Einn leikur verður síðan í deildinni á mánudaginn, Liverpool tekur á móti botnliði Portsmouth. Liverpool hefur aldrei unnið mánudagsleik síðan Rafael Benítez tók við liðinu. elvargeir@frettabladid.is Leggur Zola stein í götu Chelsea? West Ham á ansi erfitt verkefni fyrir höndum á Stamford Bridge í dag. Knattspyrnustjóri Hamranna, Gian- franco Zola, er lifandi goðsögn hjá Chelsea en getur heldur betur gert sínum gömlu félögum grikk. Í BÚNINGI CHELSEA Gianfranco Zola átti sjö frábær ár í búningi Chelsea. Hér leiðir hann fyrrverandi félaga sína og fagnar um leið sæti í Meistaradeildinni með félaginu árið 2003. NORDICPHOTOS/GETTY LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Birmingham - Everton Bolton - Wigan Burnley - Wolves Chelsea - West Ham Hull - Arsenal Stoke - Aston Villa Tottenham - Blackburn Sunnudagur: Man. Utd - Fulham Sunderland - Man. City FÓTBOLTI „Ég bað aldrei um að vera hvíldur, mér finnst ekk- ert skemmtilegra en að spila fótbolta,“ segir Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, sem er tilbúinn til að fórna sér fyrir liðið þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Hann missti af 5-0 sigrinum gegn Porto í Meistaradeildinni og leikur væntanlega ekki í dag gegn Hull City. Hann segir meiðsli sín smávægileg og orsak- ast af miklu álagi. Fabregas fann fyrir meiðslunum í leik gegn Burnley. „Ég fann fyrir einhverju tíu mínútum áður en við komumst yfir. Ég vildi bara ekki yfirgefa völlinn fyrr en við næðum að skora. Ég reyndi svo að halda eitthvað áfram en taldi best að ég færi af velli,“ segir Fabregas. Nú þegar líklegt er að dagar Manuels Pellegrini hjá Real Madrid séu brátt taldir er knatt- spyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, orðaður við starfið. „Ekki hringja í mig og látið mig bara í friði,” sagði Arsene Weng- er glottandi á blaðamannafundi í vikunni og bætti síðan við: „Ég klára alltaf mína samninga og ég er með samning til ársins 2011,“ - egm Cesc Fabregas hjá Arsenal: Vill spila þrátt fyrir meiðslin FABREGAS Á við meiðsli að stríða en vill samt spila. NORDICPHOTOS/GETTY Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfs- aðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk Landsvirkjun hefur um áratugi starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og snyrtingu í starfsstöðvum Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og fjölmörgum dæmum um bætta aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnuflokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt stígagerð og stikun gönguleiða. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.lv.is. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, í síma 515 9000 – ragnheidur@lv.is. Margar hendur vinna létt verk Umsóknarfrestur rennur út 16. apríl Umsóknareyðublöð er að finna á www.lv.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 07 0 8 Landsvirkjun | Háaleitisbraut 68 | sími 515 9000 | www.lv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.