Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 94
58 13. mars 2010 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
NÝYRÐIÐ
LÁRÉTT
2. fangi, 6. utan, 8. fyrirboði, 9.
hlemmur, 11. ólæti, 12. bolur, 14.
fáni, 16. sjó, 17. sunna, 18. geisla-
hjúpur, 20. kusk, 21. glufa.
LÓÐRÉTT
1. elds, 3. klaki, 4. ámáttlegt ýlfur,
5. rénun, 7. nýta, 10. eldsneyti, 13.
viðmót, 15. eldur, 16. áverki, 19.
tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gísl, 6. án, 8. spá, 9. lok,
11. at, 12. stofn, 14. flagg, 16. sæ, 17.
sól, 18. ára, 20. ló, 21. rauf.
LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. ís, 4. spangól,
5. lát, 7. notfæra, 10. kol, 13. fas, 15.
glóð, 16. sár, 19. au.
Félagarnir Erpur Eyvindar-
son og Atli skemmtanalögga
höfðu fengið Haffa Haff til
að skemmta með sér á
Akureyri á laugardags-
kvöld. Haffi varð hins
vegar að hætta við það þegar hann
komst að því að íslensku tónlistar-
verðlaunin verða afhent í kvöld. Haffi
lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta
á hátíðina og hefur lýst því yfir að
hann ætli að mæta í „flottasta dressi
ever“ … Við spyrjum að leikslokum.
Átakið Öðlingurinn 2010 hófst á
bóndadag og lýkur með uppboði á
miðvikudaginn í næstu viku. Allur
ágóði átaksins og uppboðsins rennur
til Neyðarmóttöku vegna nauðgana.
Á meðal þess sem boðið verður
upp er tónlistarflutningur Baggalúts
og treyja fótboltamannsins Rúnars
Kristinssonar. Þá ætlar leikarinn
Víðir Guðmundsson að
bjóða sjálfan sig upp í
„hefðbundið kvennastarf“
- hann ætlar sem sagt að
skúra heima hjá viðkom-
andi, eða í því fyrirtæki,
sem býður best.
Fréttir Fréttablaðsins af framtíð tón-
leikastaðarins Græna hattsins vöktu
mikla athygli. Haukur Tryggvason,
sem rekur staðinn, taldi framtíðina
vera í óvissu, en eigandinn Sigmund-
ur Rafn Einarsson vísaði því á bug
og sagði staðinn vera að stækka og
að hann yrði rekinn með eða án
Hauks. Tónleikaþyrstir Akureyringar
og landsmenn höfðu miklar áhyggjur
af ástandinu, en að ástæðulausu, þar
sem allt er nú fallið í ljúfa löð fyrir
norðan. Ennþá er áformað að stækka
staðinn, en Haukur fer ekki neitt og
heldur áfram að bóka hljómsveitir á
einn vinsælasta tónleikastað lands-
ins. - afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Slysavarnafélagið Landsbjörg.
2 Katrín Anna Guðmundsdóttir.
3 Fóstbræður.
„Ég hef nýtt menntun mína á
vinnumarkaðinum, en ég hef allt-
af haft áhuga á því,“ segir hin 29
ára gamla Dyah Anggraini, sem er
ein af 37 umsækjendum um starf
dagskrárstjóra Sjónvarpsins.
Dyah er frá Indónesíu, en flutti
til Íslands árið 2008 og er gift
íslenskum manni. Hún er vel
menntuð í fjölmiðlafræðum og
keppir við margar kanónur um
starfið, en Egill Helgason, Marí-
anna Friðjónsdóttir, Felix Bergs-
son og Sigurjón Kjartansson eru á
meðal umsækjenda.
„Ég hef alltaf haft áhuga á fjöl-
miðlum og er með masterspróf í
blaðamennsku frá háskólanum í
Westminster á Englandi,“ segir
Dyah. Hún var að stíga út úr tíma
í Háskóla Íslands þegar Frétta-
blaðið náði í hana, en þar er hún í
MBA-námi í viðskiptafræði. Sér-
svið hennar á Englandi var fjöl-
miðlun með áherslu á sjónvarp og
útvarp. „Ég lærði allt í sambandi
við dagskrárgerð, frá því að þátt-
ur er skrifaður þangað til hann er
sendur út.“
Dyah sækir íslenskunámskeið
í HÍ og hefur náð fínum tökum á
tungunni, þó hún geri lítið úr því
sjálf. „Mér finnst tungumálið erf-
itt, þannig að ég læri hægt,“ segir
hún og hlær.
Dyah er búin að vera í atvinnu-
leit síðastliðið ár og segir leitina
ganga hægt. Hún segist vissulega
hafa getið valið betri tímasetningu
en árið 2008 til að koma til Íslands
í atvinnuleit. „Ég vann í banka og
það er ekki hjálplegt að vera með
það á ferilskránni,“ segir hún og
hlær. „En ég elska Ísland, það er
svo fallegt land. Ég gefst ekki upp
á því strax.“ - afb
Dyah vill vera dagskrárstjóri
SÆKIR UM HJÁ RÚV Dyah sækir um starf dagskrárstjóra Sjónvarpsins ásamt 36
öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ný íslensk gamanþáttasería verður tekin til sýninga á
Skjá einum í haust. Um er að ræða sex þætti sem teknir
verða upp á Akureyri. Framleiðandi þáttanna er Bald-
vin Z og leikstjóri þeirra verður Arnór Pálmi en hann
skrifaði handritið ásamt þeim Heiðari Mar og Katrínu
Björgvinsdóttur. „Þetta er þáttaröð sem skartar bæði
ungu fólki og þaulreyndu og okkur líst alveg ótrúlega
vel á þetta,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dag-
skrárstjóri Skjás eins. „Ég er búin að lesa handritið og
sjá prufuþátt og þetta lítur alveg ótrúlega vel út,“ bætir
hún við.
Baldvin Z vildi ekki gefa of mikið upp um innihald
þáttana í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þó að sögu-
sviðið verði á Akureyri og við sögu komi bæði persón-
ur frá höfuðstað norðurlands sem og færeyskar. „En ég
ætla ekkert að fara nánar útí þá sálma,“ segir Baldvin.
Stóru tíðindin eru þó eflaust þau að í aðalhlutverkum
verða bræðurnir Árni Pétur og Kjartan Guðjóns-
synir. Árni Pétur leikur ramm-gagnkynhneigð-
an einkstaling sem er meinilla við homma.
„Þetta er Eddu-verðlaunahlutverkið hans
Kjartans,“ segir Baldvin og hlær en Kjartan
impraði á því á síðustu Eddu-verðlaunum að
hann hefði enn ekki fengið slíka styttu.
Enn á eftir að ganga frá skipan í minni
hlutverk en Baldvin staðfestir þó að Þórhall-
ur Sigurðsson leiki föður þeirra bræðra. -fgg
Bræður í norðlenskum gamanþáttum
„Hvað mig persónulega varðar þá
dreymdi mig aldrei um að fá svona
safn. Þetta er þvílíkur happafengur
fyrir gesti garðsins,“ segir Tómas
Óskar Guðjónsson, forstöðumaður
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Garðinum áskotnaðist nýlega eitt
stærsta safn uppstoppaðra fugla og
spendýra sem um getur á landinu.
Í því er að finna margs konar spen-
dýr, leðurskjaldböku og ótalmarg-
ar fuglategundir. „Það var þekkt-
ur endurskoðandi í bænum sem dó
nýlega og skildi eftir sig þetta safn.
Fjölskyldan áttaði sig á því hvað
það var stórt og umfangsmikið og
ákvað að fela Húsdýragarðinum að
gæta þess,“ útskýrir Tómas.
Garðurinn verður tuttugu ára í
ár en hann var opnaður þann 19.
maí árið 1990. Tómas á von á því að
gestir garðsins eigi eftir að njóta
afmælisins og búast má við nýjum
gestum. „Við eigum von á einhverj-
um afmælisgjöfum,“ segir Tómas.
Fyrir utan uppstoppaða safnið má
þar kannski helst nefna að tvær
slöngur og tvær eðlur verða meðal
íbúa safnsins á afmælisárinu.
Búið er að setja upp sérstök búr
og starfsfólk garðsins hefur verið
þjálfað í meðferð slíkra tegunda en
þær hafa ekki áður verið til sýnis
á Íslandi. „Þetta er annars vegar
bóaslanga sem er kyrkislanga og
svo svokallaður kornsnákur sem
er svartur og rauður og er því
alveg eins á litinn og önnur tegund
TÓMAS ÓSKAR: HÚSDÝRAGARÐURINN FÆR VEGLEGA GJÖF
Eðlur og slöngur í Hús-
dýragarðinum í sumar
LOKSINS SLÖNGUR OG EÐLUR
Gestir húsdýragarðsins ættu ekki að láta sér
bregða í sumar því á afmælisári safnsins verða
til sýnis iguana-eðla og skeggdreki. Auk þeirra
verða bóa-kyrkislanga af smærri gerðinni og
kornsnákur. Tómas Óskar Guðjónsson er
forstöðumaður Húsdýragarðsins.
BRÆÐURNIR SAMAN Þeir Árni Pétur og
Kjartan Guðjónssynir leika aðalhlutverk-
in í nýrri gamanþáttaseríu sem Skjár
einn hyggst taka til sýningar í haust.
Þórhallur Sigurðsson leikur pabba
þeirra en tökur verða á Akureyri.
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
Státum af metn
aðarfullu úrvali e
rlendra bóka
Viku-
tilboð
6.495,-
4.995,-
VELJUM LÍFIÐ
„Negrunarárátta“
Orðið tanorexía tröllreið öllu í íslensk-
um fjölmiðlum í vikunni. Formaður
Tanorexíufélags Íslands segir algjöra
sprengingu hafa orðið í skráðum félögum
í kjölfar frétta af víðtæku vandmáli
brúnku-fíkla og hætturnar sem steðja
að þeim.
eitraðra snáka,“ útskýrir Tómas og
tekur fram að hvorug þessara teg-
unda sé þó hættuleg. Eðlurnar eru
líka tvær; önnur er iguana-eðla
og hin skeggdreki. Rétt er að taka
fram að þær tvær eru heldur ekki
hættulegar.
Tómas segir starfsfólk garðsins
viðbúið miklu fjölmenni í sumar
því búast má við að enn fleiri
ferðist um landið á þessu ári held-
ur en hefur verið undanfarin ár.
„Aðsóknin í garðinn hefur verið í
svona fimm ára sveiflum og okkur
finnst við vera í mikilli uppsveiflu
núna.“ freyrgigja@frettabladid.is
A
FP/N
O
R
D
IC IM
A
G
ES