Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 6
6 15. mars 2010 MÁNUDAGUR TÓNLIST Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í sextánda sinn við hátíðlega athöfn í Íslensku óper- unni á laugardagskvöld. Hljómsveitin Hjaltalín var verðlaunuð fyrir poppplötu ársins, Terminal, sem er önnur plata þessarar eftirtektarverðu sveitar. Dúettinn Feldberg, sem er skipaður Einari Töns- berg og Rósu Ísfeld, átti besta lagið, Dreamin .́ Sig- ríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, var valin rödd ársins og Davíð Þór Jónsson tónlistarflytjandi árs- ins. Daníel Bjarnason hlaut tvenn verðlaun, eða fyrir tónverk ársins, Bow to string, og sem höfundur árs- ins fyrir tónverkin á plötunni Processions. Jón Nordal, tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, fékk heiðursverðlaun fyrir sjötíu ára framlag sitt til íslenskrar tónlistar og uppskar hann mikið lófaklapp í salnum. Sveitin ADHD hlaut verðlaun fyrir bestu djass- plötuna og píanókonsertar Haydns í flutningi Eddu Erlendsdóttur og Sinfóníuhljómsveitar Íslands var valin besta platan í flokki sígildrar- og samtímatón- listar. Þá var hljómsveitin Dikta valin vinsælasti flytjandinn, auk þess sem Emilíana Torrini fékk útflutningsverðlaunin. Bjartasta vonin var kjörin hljómsveitin Sudden Weather Change. - fb Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Þvottavél WM 14E261DN á hreint frábærum kjörum. Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Með 15 mínútna þvottakerfi og íslensku stjórnborði. Tækifærisdagar í verslun okkar! 129.900 Tækifærisverð: kr. stgr. (Verð áður: 169.900 kr.) HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS Skráning er hafi n á síðasta hjóna og sambúðarnámskeið vetrarins í Hafnarfjarðarkirkju. Námskeiðið verður haldið dagana 13. og 20. apríl en þessi námskeið hafa nú verð haldin samfellt frá árinu 1996. Alls hafa á þrettánda þúsund manns tekið þátt í námskeiðunum frá upphafi . Leiðbeinandi er sr.Þóhallur Heimisson. Á námskeiðunum er nú lögð sérstök áhersla á hvernig hægt er að styrkja innviði fjölskyldunnar og samband hjóna á þeim erfi ðu tímum sem ganga yfi r land og þjóð. Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að fi nna á hafnarfjardarkirkja.is Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að í hvert skipti. sumarferdir.is ... eru betri en aðrar. Eldur í búkollu Ökumann sakaði ekki þegar eldur kviknaði í stórri vörubifreið, svokall- aðri búkollu, við Suðurstrandaveg við Hlíðarvatn um hálf ellefu leytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi byrjaði að rjúka úr vélar- rými bifreiðarinnar og var vélin mikið brunnin. Er hún líklega ónýt. Slökkvilið Þorlákshafnar réð niðurlögum eldsins. LÖGREGLUFRÉTTIR Hafa hin ýmsu hagsmuna- samtök verið sanngjörn í gagn- rýni sinni á ríkisstjórnina? Já 59,9 Nei 40,1 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti félagsmálaráðherra einnig að knýja fram afskriftir á hús- næðislánum? Segðu skoðun þína á Vísi.is STJÓRNMÁL Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) fagnar því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé í eðlilegum farvegi, eftir að framkvæmda- stjórn ESB ákvað að mæla með því að hefja aðildarviðræður. Svo segir í tilkynningu frá SUF. Mikilvægt sé að Ísland mæti til viðræðna með reisn, þrátt fyrir Icesave-deiluna. Ekki eigi að gefa eftir í henni vegna umsóknarinn- ar. Vanda beri til verka, enda um að ræða þróun Evrópusamstarfs- ins til framtíðar. - kóþ Ungir framsóknarmenn: Fagna gangi ESB-viðræðna MENNTAMÁL Þórður S. Gunnars- son, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gagnrýnir harðlega tilhögun námskeiða og prófa sem lögfræðingar taka til að fá réttindi sem héraðsdómslögmenn. „Forseta lagadeildar Háskóla Íslands er það skiljanlega mikið kappsmál að nemendum deild- arinnar gangi vel á hdl.-prófinu svokallaða. Það er því með öllu óásættanlegt og brýtur í bága við vandaða stjórnsýsluhætti og hæfisreglur að eiginmaður deildarforsetans, Markús Sigur- björnsson hæstaréttardómari, með fullri virðingu fyrir honum, skuli vera prófdómari á hdl. námskeið- inu,“ segir Þórður. Þá segir Þórður að hafa verði í huga í þessu sambandi að próf- raunin sem Markús sé prófdóm- ari í sé munnleg. „Það er reynd- ar sjálfsögð og eðileg krafa að öll prófin á námskeiðinu verði eftir- leiðis skrifleg og tekin á prófnúm- erum en ekki undir nafni,“ segir hann. Að sögn Þórðar hefur verið stað- fest að einn af kennurunum á nám- skeiðinu, sem jafnframt sé kennari við lagadeild HÍ, hafi á undanförn- um árum haft fyrir reglu að leggja fyrir nemendur á hdl. námskeiðinu að stórum hluta sömu prófspurn- ingar og hann hefur áður lagt fyrir nemendur í prófum við lagadeild HÍ. „Af þessum sökum hafa nemend- ur lagadeildar HÍ haft mun meiri tíma og tækifæri til undirbún- ings en nemendur frá öðrum laga- deildum, sem aðeins fá tvo daga til undirbúnings. Þetta er óásættan- leg mismunun og reyndar sérstakt athugunarefni hvers vegna þessi framkvæmd hefur verið látin við- gangast,“ segir Þórður. Eins og fram kom í Fréttablað- inu á mánudaginn var, virðast tölur frá prófnefnd Lögmannafé- lags Íslands sýna að lögfræðing- ar úr Háskóla Íslands standi sig betur á áðurnefndu námskeiði en lögfræðingar úr öðrum háskól- um hérlendis. Þórður segir þess- ar tölur vera mjög villandi og að þeim beri að taka með miklum fyrirvara. Hann bendir á að af 45 lögfræðingum útskrifuðum frá Háskólanum í Reykjavík, sem skráðu sig í hdl. prófið á árunum 2007 til 2009, hafi 38 staðist prófið eða 84,4 prósent. Þórður segist ekki vera að varpa rýrð á hdl.-námskeiðið í heild. „Ég hygg hins vegar að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi að löngu sé tímabært að endurskoða inntak námskeiðsins og fram- kvæmd með hliðsjón af því hvaða tilgangi það eigi að þjóna.“ gar@frettabladid.is Prófdómari víki af lögmannanámskeiði Forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir óásættanlegt að eiginmaður forseta lagadeildar Háskóla Íslands sé prófdómari á námskeiði fyrir verðandi héraðsdómslögmenn. Kennari úr HÍ mismuni þátttakendum á námskeiðinu. ÞÓRÐUR S. GUNNARSSON Segir lögfræðinga úr Háskóla Íslands njóta forskots á lögmannanámskeiði því kennari á náskeiðinu noti sömu spurningar og í lagadeild HÍ þar sem hann sé einnig kennari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er óásættanleg mismunun og reyndar sérstakt athugunarefni hvers vegna þessi framkvæmd hefur verið látin viðgangast. ÞÓRÐUR S. GUNNARSSON FORSETI LAGADEILDAR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi. Mennirnir sem báðir sitja inni eru um fertugt. Þeir fluttu fíkni- efnin til Íslands frá Rotterdam í Hollandi með flutningaskipinu Arnarfelli sem kom til landsins þriðjudaginn 12. janúar. Mennirnir hittust í nokkur skipti í Reykjavík á seinni hluta ársins 2009. Skipulögðu þeir þá innflutn- ing efnanna. Garðar Héðinn Sig- urðsson tók við fíkniefnunum 4. jan- úar í Breda í Hollandi og hafði þau í vörslu sinni þar til hann flutti þau til Rotterdam þar sem hann afhenti Jónþóri Þórissyni þau daginn eftir. Garðar Héðinn lét Jónþór síðan fá rúmlega 400 þúsund sem greiðslu vegna innflutningsins. Jónþór sótti fíkniefnin um borð miðvikudaginn 13. janúar. Fund- ust þau skömmu síðar innanklæða á honum þar sem hann var staddur við athafnasvæði Samskipa í Sunda- höfn í Reykjavík. Eftir að lögregla lagði hald á fíkniefnin var gerviefn- um komið fyrir í stað þeirra og að beiðni lögreglu afhenti Jónþór sam- starfsmanninum Garðari Héðni gerviefnin eins og til hafði staðið. - jss Tveir karlmenn ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með flutningaskipi: Með fjögur kíló af amfetamíni Í FANGELSI Annar maðurinn situr á Litla- Hrauni, hinn í Kópavogsfangelsi. Íslensku tónlistarverðlaunin:voru afhent í sextánda sinn í Íslensku óperunni: Hjaltalín með bestu plötuna HELSTU VERÐLAUN: HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín var verðlaunuð fyrir bestu poppplöt- una. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Besta poppplatan - Terminal (Hjaltalín) ■ Rödd ársins - Sigríður Thorlacius ■ Lag ársins - Dreamin´ (Feldberg) ■ Tónlistarflytjandi ársins - Davíð Þór Jónsson ■ Tónverk ársins - Bow To String (Daníel Bjarnason) ■ Höfundur ársins - Dan- íel Bjarnason ■ Djassplata ársins - AHDH (AHDH) ■ Plata ársins í flokki sígildrar- og sam- tímatónlistar - Haydn píanókonsertar (Edda Erlendsdóttir og Sinfóníuhljómsveit Íslands) ■ Heiðursverðlaun - Jón Nordal Vilja leyfa staðgöngumæður Rúmlega fimmtíu manns hafa skráð sig í félagið Staðgöngu sem berst fyrir því að staðgöngumæðrun verði lögleidd á Íslandi. Verði það ekki gert eru tvær konur í félaginu staðráðnar í að fara til útlanda með staðgöngu- mæðrum barna sinna. Stofnendur Staðgöngu þurfa á staðgöngumæðr- un að halda til að eignast börn. SAMFÉLAGSMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.