Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 15. mars 2010 19 Þriðja útgáfa tónlistarleiksins Rock Band er væntanleg í vetur. Í Rock Band leika spilarar á hljóðfæri og „spila“ þekkta smelli eftir vinsæla tónlistar-menn. Samkvæmt sömu tilkynningu verður Rock Band 3 algjör bylt- ing í tónlistarbransanum. Rock Band kom út í kjölfarið á hinum vinsæla Guitar Hero, en báðir leikirnir bjóða nú upp á trommur, gítar, bassa og söng. Það geta því fjórir spilað í einu, sem er mikil skemmtun. Spenn- andi verður að sjá í hverju bylt- ingin felst, en þessir leikir hafa flestir verið keimlíkir. Í maí taka 39 lög þátt í Eurovision. Þetta er þremur löndum færra en síðast, Andorra, Tékkland, Ung- verjaland og Svartfjallaland draga sig í hlé en Georgía snýr aftur til keppni. Oftast hefur verið hægt að ganga að nokkrum flipplögum vísum í keppninni, en nú, þegar 31 lag er komið fram, er aðeins eitt flipp-lag komið. Það er frá Litháen, heitir „East European funk“ og er flutt af hljómsveitinni Inculto. Hljóm- sveitin hefur verið starfandi síðan 2003 og gefið út tvær plötur. Lagið er hratt með fönkuðum ska-takti og hefst á því að meðlimirnir fimm syngja það án undirleiks. Að öðru leyti eru framlögin sem komin eru í keppnina frekar hefð- bundin, þarna eru silkimjúkar ballöður, þjóðleg stuðlög og ekki svo þjóðleg stuðlög. Annað athyglisvert og gleðilegt við keppnina í ár er að mun fleiri þjóðir syngja nú á eigin tungumáli. Í fyrra voru bara níu lög sungin á öðru tungumáli en ensku, en nú verða þau að minnsta kosti 14. - drg Flipp í Eurovision INCULTO FRÁ LITHÁEN Verða þeir með eina flippið í ár? Fyrsta lagið á væntanlegri plötu Michaels Jackson með óútgefnu efni sem hann tók upp áður en hann lést verður eftir Lenny Kra- vitz. Lagið var tekið upp fyrir tíundu og síðustu hljóðversplötu Jackson, Invincible, sem kom út árið 2001. Það komst þó ekki á plötuna því það þótti of rokkað. Núna er það aftur á móti talið besta óútgefna lagið sem til er með Jackson. Kravitz segir að það hafi verið frábært að vinna með átrún- aðargoði sínu. „Við hlógum allan daginn. Hann var fyndinn náungi og við bárum mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Minningin um þetta samstarf er falleg.“ Með lag á plötu Jacko Rock Band 3 væntanlegur Leikarinn Robert Pattin- son úr Twilight- myndunum var lagður í einelti í skóla í London vegna ástríðu sinnar fyrir leiklistinni. „Ég var laminn af mörgum þegar ég var yngri. Ég var hálfgerður asni en mér fannst árásirnar aldrei vera mér að kenna,“ segir hinn 23 ára Pattinson. Var lagður í einelti í skóla LENNY KRAVITZ Lenny á lag á væntanlegri plötu Michaels Jackson með óútgefnu efni sem hann tók upp áður en hann lést. Hér er hann með dótturinn Zoe. „Þetta geta verið rosalega miklar tekjur fyrir íslenskar fjölskyldur, að leigja út sumarbústaði,“ segir frumkvöðullinn Haukur Guðjóns- son. Haukur og hönnuðurinn Steinar Ingi Farestveit hafa opnað vefinn Búngaló á slóðinni bungalo.is. Vef- urinn er leigumiðlun fyrir sumar- bústaði, en allir geta skráð bústað- inn sinn á síðuna. Notendur vefsins geta svo fundið sumarbústaði til leigu í þeim landshluta sem þeir óska eftir. „Við erum búnir að vera að vinna í vefnum undanfarna mánuði,“ segir Haukur. „Við fórum af stað með þessa hugmynd fyrst í kjölfar- ið á því að við sjálfir höfðum verið að vesenast í því að finna bústaði. Okkur fannst vöntun á miðlægum grunni – einum stað sem maður getur farið á til að finna bústað- ina.“ Vefurinn opnaði síðdegis á mið- vikudag og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Fólk er þegar byrjað að skrá sumarbústaði á síðuna, en það kost- ar ekki neitt. Markmiðið er svo að ekki aðeins Íslendingar nýti síðuna, heldur einnig erlendir ferðamenn. „Það er fullt af fólki sem á bústaði,“ segir hann. „Það eru um 12.000 bústaðir skráðir á Íslandi í dag og flestir eru nýttir innan við 20% á ári. Sem þýðir að við erum með rosalega mikið af sumarbústöðum sem eru illa nýttir.“ - afb Opna markaðinn SUMARBÚSTAÐAMIÐLUN Haukur Guðjónsson og Steinar Ingi, félagi hans, hafa opnað vefinn Búngaló.is. sem er leigumiðlun með sumarbústaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þekkingarnet Íslands? D r a u m u r i n n u m s j á l f b æ r t þ e k k i n g a r s a m f é l a g Ráðstefna 23. mars 2010, Þekkingarnet Austurlands, Búðareyri 1 Reyðarfirði kl. 9:30. Markmið ráðstefnunnar er að kynna niðurstöður úr þekkingaryfirfærsluverkefninu „Net-University“ þar sem fram koma lausnir og leiðir í átt að samræmdu dreifnámsframboði, stoðþjónustu og þróunar- um hverfi fyrir staðbundið nám. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.nethaskolinn.is. Dagskrá 09:30-09:50 Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir 09:50-10:20 Netháskólaverkefnið samantekt, Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands 10:20-11:20 Value of academic partnership and distributed education. Best practices from the University of Highlands network in Scotland. Professor Frank Rennie, Lews Castle College 11:20-11:50 Universities role in lifelong learning and distributed education. Svante Hultman, Jönköping University 11:50-12:30 Knowledge creation and distribution in Labrador – Newfoundland. Sheila Downer, SmartLabrador og Ivan Emke frá Sir Wilfred Grenfell College - Memorial 12:30-13:10 Léttur hádegisverður / lunch 13:10-13:30 Enhancement of regional development in Bornholm Denmark through MOLLY „Master i Oplevelsesledelse i Yderområder“. Karin Topsø Larsen, consultant from CRT 13:30-13:50 Stefnumótun og þróun sveigjanlegs náms við Háskólann á Akureyri. Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA, Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar HA 13:50-14:10 Svæðasamstarf og Sóknaráætlun, verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins. Hellen Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu 14:10-14:30 Erum við komin inn í 21. öld eða ekki? Tillaga að samstarfsmódeli. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu 14:30-15:20 Hópavinna 15:20-15:30 Kaffi 15:30-15:50 Kynningar hópa 15:50-16:00 Samantekt ráðstefnustjóra, Stefán Stefánsson deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu Ráðstefnan er öllum opin en ráðstefnugjald er kr. 2.000, innifalið í því eru léttar veitingar. Skráning fer fram hjá Þekkingarneti Austurlands á sérstöku eyðublaði á vefsíðu www.tna.is Hé ra ðs pr en t Mennta- og menningarmálaráðuneytið ROBERT PATTINSON Eins árs afmæli tónleika- staðarins Sódómu Reykja- víkur var fagnað á föstudagskvöld. Fjöldi hljómsveita skemmti og staðurinn var þéttsetinn af tónlistaráhugafólki. Ljós- myndari Fréttablaðsins tók púlsinn á mannskapnum. Tónlistarveisla á Sódómu Snorri og Roxý voru meðal gesta í eins árs afmæli Sódómu á föstudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Unnur, Lára og Anna tóku því rólega úti í horni. Magnús og Ásta supu bjór og hlýddu á tónlistina. Kjartan og Iðunn voru kát. Albert og Sigurður voru til í slaginn á Sódómu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.