Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 14
14 15. mars 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík er formlega opnaður. Leikið er á fiðlu í símann af til- efninu. 1953 Þjóðvarnarflokkur Íslands er stofnaður. Flokkurinn starfar í áratug. 1956 Söngleikurinn My Fair Lady er frumsýndur á Broad- way. 1961 Suður-Afríka segir sig úr Breska samveldinu. 1964 Leikkonan Elísabeth Taylor og leikarinn Richard Burt- on ganga í hjónaband. 1983 Litlu munar að farþegaþota frá Arnarflugi og herflug- vél lendi saman rétt við Vestmannaeyjar. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI ER 72 ÁRA Í DAG. „Fyrst maður tók það fyrir, kornungur maður, að fara að yrkja ljóð þá kemur eiginlega af sjálfu sér að þau verða að tungumálinu manns.“ Þorsteinn frá Hamri er ljóðskáld og rithöfundur. Á þessum degi árið 1962 mældist frost í Möðrudal á Fjöllum 33 gráður. Var það mesta frost sem mælst hafði síðan frostaveturinn mikla árið 1918 þegar frostið fór niður í 38 gráður á Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Skafheiðríkt var á Möðrudal þessa nótt, logn og jörð snævi þakin að sögn Þjóðviljans þann 17. mars sama ár. Sömu nótt var mikið frost víða um land, 30 gráður á Grímsstöðum, 27 á Egilsstöðum og á Akureyri mældist frostið 23 gráður. Tíminn talaði við Vilhjálm Gunnlaug Jónsson, bónda í Möðrudal, vegna frostfréttarinnar. Hann sagði að menn finndu lítið fyrir kuldanum vegna þess blæjalogns sem væri og allt væri fært. Á Akureyri var Pollurinn ísilagður og voru minni bátnar frosnir inni og komust ekki úr höfn. Einnig voru skrifaðar fréttir um að Mývatn væri ísilagt og ísinn svo þykkur að bílum hefði verið ekið út á hann. Hiti hefur aldrei farið niður fyrir 35 gráður eftir 1918 en árið 1998 fór frostið þó ansi nálægt því þegar það mældist 34,7 gráður nærri Neslandatanga við Mývatn. Lægsti hiti sem mælst hefur á ómannaðri veðurstöð á þessari öld er 30,7 stiga frost og á mannaðri veðurstöð mældust mínus 30,5 gráður í Möðrudal 25. janúar 2002. ÞETTA GERÐIST: 15. MARS 1962 Mesta frost í 44 ár mælist Víetnömsk-íslensk og íslensk-víetnömsk orðabók kom fyrir stuttu út í fyrsta skipti á Íslandi. Anh Dao Tran ritstýr- ir bókinni ásamt Valdísi Stefánsdóttur. Anh Dao segir bókina vera mörgum kærkomna. „Hugmyndin að orðabókinni er upp- haflega komin frá Guðrúnu Halldórs- dóttur, fyrrverandi forstöðukonu Náms- flokka Reykjavíkur, sem vildi gefa út orðabók til að auðvelda Víetnömum á Íslandi að læra íslensku. Fyrstu orðin sem unnin voru í bókina voru úr víet- nömskum-norskum orðalista sem við þýddum svo yfir á íslensku en heil- margt og margra ára vinna, hefur bæst við síðan þá,“ segir Anh Dao. Valdís og Anh Tran unnu saman að orðunum úr íslensku yfir í víetnömsku en Anh Tran vann ein listann sem tilheyrir kaflan- um úr víetnömsku yfir í íslensku. „Upphaflega hugmyndin var að gefa bókina út árið 1999, í tilefni þess að tuttugu ár voru liðin frá því að fyrstu Víetnamarnir settust að á Íslandi. Það tókst hins vegar ekki og um tíma flutt- ist ég til Bandaríkjanna en kom aftur til landsins árið 2001. Þá beið bókin enn hjá Námsflokkunum og svo fór að ég fékk bókina til mín og fór að vinna í henni á ný. Úr varð svo að Björg Árnadóttir, forstöðukona Námsflokka Reykjavíkur á árunum 2005-2008, gerði samning við Iðnú um að þeir tækju bók- ina í sínar hendur og þannig hélt sam- starfið við bókina áfram og Iðnú gefur hana því út núna – í tilefni þess að rúm- lega þrjátíu ár eru liðin frá komu Víet- nama hingað til lands.“ Bókin er mikið verk og mun meira en orðabók að sögn Anh Dao. „Í bókinni má finna leiðbeiningar um íslenskan framburð með hliðsjón af víetnömsk- um framburði. Víetmönsk málfræði er líka mjög ólík þeirri íslensku þar sem Víetnamar fallbeygja til að mynda ekki orð, nota bara nútíð og orð þeirra eru bara eins atkvæðis yfirleitt og það lengsta einungis sex stafir. Endanlegur frágangur orðabókarinnar hefur verið tímafrekur og má þar til dæmis nefna að handraða varð orðunum inn í rétta röð stafrófsins þar sem forrit gat ekki unnið slíka vinnu. Einnig varð að finna hugbúnað til að færa víetnömskuna á milli kerfa og þar hjálpaði Geoffrey Pettypiece til og eyddi miklum tíma í að hafa uppi á slíkum búnaði sem og við uppsetningu bókarinnar.“ Anh-Dao Tran segir að á Íslandi búi á milli fimm og sex hundruð manns sem eigi rætur sínar að rekja til Víetnam. „Margir hafa spurt um bókina í gegn- um tíðina og beðið spenntir þannig að víst er að hún er mörgum fagnaðarefni og útgáfan auðvitað söguleg.“ juliam@frettabladid.is VÍETNÖMSK-ÍSLENSK OG ÍSLENSK-VÍETNÖMSK ORÐABÓK: KEMUR ÚT Í FYRSTA SKIPTI Margir beðið eftir bókinni TÍMAFREKT EN GEFANDI VERK Anh-Dao Tran er annar af höfundum orðabókarinnar og segir verkið hafa verið tímafrekt enda tungumálin afar ólík. 55 ára afmæli GaGa Skorrdal er 55 ára í dag 15. mars. Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengda- föðurs, afa og langafa, Marinós Ásvaldar Sigurðssonar fyrrum bónda á Álfgeirsvöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Sigurður Marinósson Gróa Bjarnadóttir Svandís Marinósdóttir Indriði Stefánsson Jórunn Marinósdóttir Eysteinn Reynisson Árný Marinósdóttir Úlfar Malmquist Álfheiður Marinósdóttir Þórarinn Sigurðsson Álfgeir Marinósson Karín Bæringsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, Óskar Þórarinsson Múlavegi 4, Seyðisfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar miðvikudaginn 10. mars, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 20. mars kl. 14.00. Gunna Sigríður Kristjánsdóttir Sigurbjörg Þórunn Óskarsdóttir Gísli Ögmundsson Inga Jóna Óskarsdóttir Pálmi S. Steinþórsson Sveinn Engilbert Óskarsson Gestur Þór Óskarsson Sigríður Ásgeirsdóttir barnabörn, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, Ingimar K. Sveinbjörnsson fyrrverandi flugstjóri, Þinghólsbraut 70, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 12. mars síðastliðinn. Helga Zoëga Ólafur Þór Ingimarsson Agnes Eyþórsdóttir Halldóra Ingimarsdóttir Haukur Margeirsson Guðmundur S. Ingimarsson Inga Rannveig Guðrúnardóttir Einar G. Sveinbjörnsson og barnabörn. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjú kr- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Finnbogi K. Eyjólfsson Sóltúni 13, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 18. mars kl. 13.00. Guðrún Jónsdóttir Katrín Finnbogadóttir Oddur Eiríksson Guðrún Oddsdóttir Ragnar Finnbogason Lingdi Shao Ósk Ragnarsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.