Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG MÁNUDAGUR 15. mars 2010 — 62. tölublað — 10. árgangur Sögulegur áfangi Fyrsta víetnamsk-ís- lenska og íslensk- víetnamska orða- bókin komin út. TÍMAMÓT 14 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að mánudags- fisknum er á gottimatinn.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 12 4 5 Leyni st þvo ttavé l eða þ urrka ri frá í þínu m pa kka VIÐSKIPTI Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Lands- banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónus- kerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráð- gjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsam- legra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið,“ segir Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra. Reglur um árangurs- tengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkis- stjórnarinnar á lögum um fjár- málafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvæg- is eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjár- málageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðal- laun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskipta- fræðimenntun. Miðgildi mánaðar- launa viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfs- manna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- bankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefáns- son bankastjóri er með 1,5 millj- ón króna í laun á mánuði. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mán- uði. - jab Bankarnir vilja blása lífi í bónuskerfi starfsmanna Skilanefndir bankanna bjóða bankastarfsmönnum þreföld laun fyrir vistaskipti. Í skoðun er að taka upp bónuskerfi í bönkum. Mikilvægt er að þeir einir fái bónus sem eiga hann skilið, segir viðskiptaráðherra. ÞORSTEINN JÓNÍNUSON Á stórkostlega borvél sem hrærir steypu • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Það er gott að eiga góðan hamar, góða sög og bítara til að klippa sund-ur rafmagnsvíra. Svo er frábært að eiga gott skrúfjárnasett og juðari er nauðsynlegur ef maður er í máln-ingarframkvæmdum,“ byrjar Þor-steinn. Segir þetta allt hluti í eigin eigu. „Eitt það besta er þó að eiga góða batterísborvél. Hún þarf að vera til á öllum heimilum, að ég tel. Ég gæti að minnsta kosti ekki lián h geturðu notað borvél til að hræra. Ég hef gert það. Bara rosalega lítið í einu,“ upplýsir hann og kveðst marga fjöruna hafa sopið í þessum efnum. En hvaða sögu á þessi borvél hans og af hvaða tegund er hún?„Ég fékk þessa vél fyrir svona þremur árum. Keypti hana sjálfur. Þetta er Hitachi vél með höggi oger bara stórk ir henni. Þannig að notagildið er heilmikið.“ Inntur eftir endingu rafhlöðunnar kemur Kristján með dæmi úr dag-lega lífinu. „Segjum að ég sé að búa til sólpall, þá get ég skrúfað stans-laust frá átta til hálf ellefu. Auðvitaðverð ég þá með ann ð bþ Tólf volta borvél hentar ekki mínu vaxtarlagiAllir þurfa að einhverntíma að grípa til smíðaáhalda vegna viðhaldsverka á heimilunum. Sumir eiga meira af þeim en aðrir. Þeirra á meðal Þorsteinn Jónínuson sem titlar sig sérfræðing í símaskránni. „Það er hægt að skrúfa allt saman og svo sundur aftur,“ segir Þorsteinn sem hér er á verkstæðinu sínu heima sem er um það bil tveir fermetrar að stærð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PÁSKARNIR NÁLGAST. Benda má á að eggjaskurn er bráðskemmtilegt föndurefni. Ýmis-legt má búa til úr henni, til dæmis kertastjaka. Þá er brotið ofan af egginu, skurnin tæmd, máluð og sett í hana vax og þráður. Egginu er tyllt í eggjabik-ar og kveikt í. Fyrirtaks skraut á páskaborðið. Hringdu í síma HÍBÝLI OG VIÐHALD Harpan er farin að taka á sig mynd Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FASTEIGNIR.IS15. MARS 201011. TBL. Fasteignasalan Eignamiðlun hefur til sölu vel skipulagt þriggja hæða einbýlishús í Langagerði í Reykjavík. H úsinu, sem er samtals 302,7 fm, hefur verið vel við-haldið og er sérstaklega vel staðsett, innst í botnlangagötu og hentar því barnafjölskyldum vel en stutt er í alla almenna þjónustu og skóla. Tvær aukaíbúðir eru í húsinu ásamt bílskúr, með heitu og köldu vatni, rafmagni og hurðaopn-ara. Hitalagnir eru í stétt. Fallegur garður í rækt er í kringum húsið sem býður upp á mikla mögu-leika. Aðalhæðin skiptist í forstofu, tvær stórar stofur með útgengi út á verönd, eldhús, baðherbergi, hjóna-herbergi og tvö auka svefnherbergi og hol. Gólf og veggir baðherbergis eru klæddir með marmara og í hjónaherbergi eru góðir skápar og innfellt snyrtiborð. Í risi eru tvö herbergi og snyrting ásamt tveggja herbergja ósamþykktri íbúð sem hentar vel til útleigu. Í kjallaranum er einnig ósamþykkt tveggja her-bergja íbúð með sérinngangi. Þar er einnig þvottaherbergi, snyrting og nokkrar geymslur. Parket er á nær allri aðalíbúð og plastparket á aukaíbúðum. Frábært fjölskylduhús Húsið við Langagerði er með tveimur aukaíbúðum sem hægt er að leigja út. S. 562 1200 862 3311 TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI Kári Fanndal Guðbrandsson,Sigrún Sigurpálsdóttir,lögg. fasteignasali. Til sölu gullfalleg, vönduð 3ja herbergja 125,9 fm íbúð á efri hæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Íbúðin er rúmgóð stofa, tvö stór herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og gangur. Í bílageymslu (innangengt) fylgja tvö stæði. Stór geymsla. Aðeins fjórar íbúðir í stigagangi. Mjög góður staður. STAKKAHLÍÐ 17 OPIÐ HÚS frá kl. 17 – 18, íbúð 203 Opið hú s heimili@heimili.is Sími 530 6500 Úrkomulítið á landinu í dag. Það léttir til austanlands en vest- antil verður skýjað og að mestu leiti úrkomulaust. Hiti verður víða á bilinu 1 til 7 stig. VEÐUR 4 5 2 2 3 5 Í hlutverki karls Ilmur Kristjánsdótt- ir leikur Jón Grindvíking í Ís- landsklukkunni í Þjóðleikhús- inu. FÓLK 26 FÓLK Húsfyllir var í Þjóðminjasafninu í gær þegar gestum gafst kostur á að skoða búninga safnsins. Þeir sem mættu í þjóðbúningi fengu frítt inn. „Dagurinn er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga þjóðbúning að klæðast honum en þeim konum hefur fjölgað mjög sem sauma sér búning,” segir Helga Vollertsen, kynningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands. „Þarna mátti sjá marga fallega faldbún- inga og skautbúninga, upphluti og peysuföt, bæði erfðagripi og sérsaumaða búninga. Sérstaklega var gaman að sjá alla barnabúningana en þeir voru fleiri í ár en í fyrra.“ Í tengslum við daginn hefur verið sett upp sýn- ing á þjóðbúningabrúðum Sigríðar Kjaran sem hún gaf Þjóðminjasafninu árið 2001. Helga segir þjóðbúningadaginn hafa tekist afar vel og mikla lukku hafi vakið þegar félagar í Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur hafi boðið upp í dans. Hún vonast til að hefð skapist fyrir þjóðbúninga- deginum og hann verði að árlegum viðburði. - rat Þjóðbúningadagur haldinn í annað sinn á Þjóðminjasafni Íslands: Vinsælt að sauma búninga Hæfileikamaðurinn Einar Már Jónsson skrifar um embættismann, sem fékk að kynnast því að laun heimsins eru oft vanþakklæti. Í DAG 12 GRÆNLAND Jarðrannsóknir bresks námufyrirtækis í Isukasia á vesturströnd Grænlands gefa til kynna að þar sé umtalsvert magn af járngrýti í jörðu. Námufyrirtækið London Min- ing telur að um 951 milljón tonna af járni sé að finna í jörðinni við Isukasia, um 150 kílómetrum fyrir norðan höfuðstaðinn, Nuuk. Þetta er um 65 prósentum meira en félagið hafði áætlað þegar það hóf rannsóknir þar. Grænlenska útvarpið segir að námuvinnsla gæti hafist 2014 og að hún geti skapað allt að fimm- hundruð störf. Nú mun breska fyrirtækið sannreyna að gæði járnins séu jafn mikil og sýnist, en að óbreyttu mætti vinna járn úr slíkri námu í allt að áttatíu ár. - kóþ Telja 500 störf geta skapast: Mikið járngrýti finnst í jörðu á Grænlandi Rooney skor- ar og skorar Manchester United, Chelsea og Arsenal unnu öll leiki sína um helgina. ÍÞRÓTTIR 20 FÓSTURLANDSINS FREYJUR Olga Kristjánsdóttir, í faldbúningi, og Oddný Kristjánsdóttir, í upphlut, setja faldblæju á Dóru G. Jónsdóttur gullsmið. Dóra er klædd skautbúningi, skartið smíðaði hún sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.