Fréttablaðið - 17.03.2010, Page 2

Fréttablaðið - 17.03.2010, Page 2
2 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Lilja Mósesdóttir, for- maður viðskiptanefndar Alþing- is, hyggst kalla fulltrúa bankanna og bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar til að spyrja þá út í hugmyndir sem uppi eru innan bankanna um að taka á ný upp bón- uskerfi. Þá mun hún einnig lýsa skoðun nefndarinnar á málinu. Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að innan bankanna stæði til að taka aftur upp árang- urstengdar greiðslur til starfs- manna. Spunnust um þetta umræð- ur á Alþingi í gær og létu tveir þingmenn Sam- fylkingarinnar hörð orð falla í garð bankanna. Þeir sögðu að ef af yrði þyrfti að skattleggja greiðslurnar mjög hátt og annar þeirra vildi að rætt yrði hvort ekki mætti banna slíka bónusa. Landsbankinn sendi frá sér yfir- lýsingu í gærkvöldi þar sem sagði að umræða um innleiðingu kaup- aukakerfis væri algjörlega ótíma- bær. Ekkert slíkt kerfi hafi verið tekið upp, bankaráðið hafi ekki rætt það og engin útfærsla verið samþykkt. Hugsanlegt sé að slíkt kerfi verði að veruleika í árslok 2012 þegar sá hluti eignasafn bankans sem hug- myndir eru um að muni mynda kaupaukastofnun hefur verið end- urmetinn. Ekkert sé hins vegar hæft í því að starfsmenn myndu fá kaupauka fyrir að ganga hart fram gagnvart skuldurum. - sh SKIPULAGSMÁL Framkvæmdir við ný mannvirki á og við lóð Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndaleik- stjóra í Laugarnesi, hafa verið stöðvaðar. Starfsmaður byggingarfulltrú- ans í Reykjavík fór í vettvangs- könnun í Laugarnesið um miðjan febrúar eftir að athugasemd barst embættinu um að hús hefði verið steypt upp í fjöruborðinu neðan við hús Hrafns í Laugarnestanga 65. „Kom í ljós að framkvæmdir eru í gangi á staðnum sem ekki eru leyfi fyrir, en búið er að byggja skúr eða skýli niðri við flæðar- mál. Einnig eru framkvæmdir í gangi við annað hús út við lóða- mörk, en búið er að slá upp fyrir veggjum og steypa að hluta veggi og verið er að undirbúa steypu á gólfi,“ segir í bréfi sem bygging- arfulltrúi skrifaði Hrafni fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu til Hrafns kemur fram að ekkert byggingarleyfi hafi verið gefið út fyrir fyrrnefndum fram- kvæmdum og að engir uppdrætt- ir hefðu borist byggingarfulltrúa. Honum var því tilkynnt um að „allar framkvæmdirnar, hverju nafni sem þær nefnast, hafi verið stöðvaðar“. Bréfið til Hrafns var lagt fyrir síðasta fund skipulagsráðs Reykja- víkur sem staðfesti ákvörðun byggingarfulltrúans um stöðv- un framkvæmda. Hrafn hefur nú frest til 18. mars til að gefa skýr- ingar á nýsmíðinni í Laugarnesi. Það er síðan í höndum skipulags- ráðs að ákveða framhald máls- ins, til dæmis hvort mannvirkin verði fjarlægð á kostnað Hrafns. Reyndar hefur Hrafn áður lagt út í ýmsar ósamþykktar framkvæmd- ir, bæði innan sinnar eigin lóðar og utan, án þess að hafa þurft að sæta því að þær væru rifnar. „Lóðafrágangurinn hjá honum er ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti. En það er búið að vera mikið annríki hjá öllum sem eiga að vera að fylgjast með þessu, embætti byggingarfulltrúa og fleirum,“ útskýrir Magnús Sædal byggingarfulltrúi. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugs- son í gær. gar@frettabladid.is Stöðva enn nýsmíði Hrafns í Laugarnesi Byggingarfulltrúi hefur aftur gert athugasemdir við framkvæmdir við lóðina á Laugarnestanga 65 þar sem kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson býr. Skúr er risinn í flæðarmálinu. Steypuvinna við lóðamörk hefur verið stöðvuð. VIÐBÓT Í FLÓRUNA Stöðugt bætist við skúlptúrana í grennd við hús Hrafns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓRÆÐ BYGGING Framkvæmdir við þetta sérstaka mannvirki voru stöðvaðar í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÝTT SKÝLI Í FLÆÐARMÁLINU Hrafn Gunnlaugsson heldur uppteknum hætti og framkvæmir bæði innan lóðar sinnar og utan án þess að sækja um leyfi hjá borgar- yfirvöldum. Eitt nýjasta mannvirkið stendur utan lóðar kvikmyndaleikstjórans í fjörunni í Laugarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Enn hafa engir fundir verið haldnir á milli íslensku samninganefndarinnar um Icesave og Breta og Hollendinga. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að erfiðlega hafi gengið að afmarka grundvöllinn fyrir áframhaldandi viðræðum. Ekki standi á Íslendingum. Lee Buchheit, formaður samninganefndarinnar, kom við hér á landi í gær. Hann fundaði með fulltrú- um stjórnar og stjórnarandstöðu. Steingrímur segir Buchheit hafa gefið skýrslu um stöðuna og hver yrðu næstu skref af hálfu Íslendinga. Steingrímur segir sátt hafa ríkt á fundinum og það sé í höndum samn- inganefndarinnar hver næstu skref verði. Erfiðar hafi gengið að koma á fundi en vonast hafi verið til. Ekki liggur enn fyrir á hvaða samningsgrundvelli viðræðum verður haldið áfram. Steingrímur segir Íslendinga helst hafa viljað halda áfram með málið þar sem frá var horfið. „Við hefðum helst viljað að menn kæmu að borðinu og það væri allt og ekkert undir, í þeim skilningi. Það væri mætt til viðræðna án fyrirfram afmark- ana í þeim efnum, en þetta hefur svolítið þvælst fyrir mönnum.“ Deiluaðilar hafa verið í samskiptum þótt ekki hafi komið til funda. Steingrímur segir ýmislegt hafa truflað viðræður; fundahöld út af fjárhagsástandi ýmissa Evrópuríkja og kosningaundirbúningur í Bret- landi og Hollandi, svo dæmi séu tekin. Utanríkismála- nefnd Alþingis heldur væntanlega utan til fundar við utanríkismálanefnd breska þingsins í næstu viku. - kóp Allt á huldu um hvenær sest verður að samningaborði um Icesave að nýju: Deila um viðræðugrundvöll FUNDAÐ Lee Buchheit var hérlendis í gær og fundaði um næstu skref í Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bilun hjá Landsneti Það var bilun á línu Landsnets frá Búrfelli að Flúðum sem orsakaði að rafmagn fór af hjá viðskiptavinum RARIK í Hrunamannahreppi, Bisk- upstungum og í hluta Skeiða- og Gnúpverjahrepps um kl. 13 á mánu- daginn. Straumlaust var í rúmar tvær klukkustundir. ORKUMÁL KNATTSPYRNA Skotheld vesti kól- umbíska fatahönnuðarins Migu- els Caballero seljast sem aldrei fyrr í aðdraganda heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu sem verður haldin í Suður-Afríku í sumar. Vestin eru nægilega sterk til að standast vélbyssuskothríð en þykja einnig svo vel hönnuð að hægt er að vera í þeim í fín- ustu kokteilboðum. Leiðtogar á borð við Barack Obama og Gor- don Brown eru sagðir á meðal viðskiptavina Caballeros. - fb HM í knattspyrnu í sumar: Skotheld vesti seljast mjög vel ÉG NEFNI ÞIG Kristjana Milla Thorsteins- son afhjúpaði nafn bónda síns á vélinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLUG Flugakademía Keilis heiðr- aði minningu Alfreðs Elíasson- ar, stofnanda Loftleiða, í gær með því að nefna flaggskip flugflota síns eftir honum. Það var Kristj- ana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs, sem afhjúpaði nafnið á vélinni. Þess var jafnframt minnst með athöfninni á Reykja- víkurflugvelli að Alfreð hefði orðið níræður í ár. Meðal viðstaddra voru sam- gönguráðherra, gamlir Loftleiða- menn, fjölskylda Alfreðs og helstu forystumenn íslenskra flugmála. - shá Stofnanda Loftleiða minnst: Minning Alfreðs heiðruð í gær ATVINNUMÁL Hópur sem vinnur að því að uppræta bótasvik sparaði Vinnumálastofnun útgjöld sem nema á fjórða hundrað milljónum króna á um þriggja mánaða tíma- bili. Tugir mála vegna ofgreiddra bóta verða sendir til innheimtu á næstu vikum. Fjögurra manna teymi á vegum Vinnumálastofnunar var sett á laggirnar síðasta haust til að hafa eftirlit með bótasvikum. Eftirlitsdeildin á gott samstarf við Ríkisskattstjóra og fleiri opinberar stofnanir. Um 16.900 manns eru atvinnulausir í dag en bæturnar nema um 150.000 krónum á mánuði. - ghh Bótasvikahópur nær árangri: Stórfé sparast með eftirliti Formaður viðskiptanefndar Alþingis vill svör um árangurstengd laun: Spyr um bónuskerfi bankanna LILJA MÓSESDÓTTIR SPURNING DAGSINS Handklæða- ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu Sturtusettin komin aftur l - f r it t r t rt tt ll24.900.- kr • Sett fyrir sturtu 13.900.- , 24.900.- og 29.900.- • Sett fyrir sturtu og bað 29.900.- og 34.900.- Haukur, ertu svona hundlatur? „Nei, bara hundheppinn.“ Haukur Páll Finnson keypti sérsniðinn bakpoka fyrir tíkina sína, Köru. Í pokan- um ber hún ýmsa muni fyrir húsbónda sinn og léttir honum þannig lífið. LÖGREGLUMÁL Þrír ökumenn voru teknir um helgina á höfuðborgar- svæðinu fyrir að aka undir áhrif- um fíkniefna. Þetta voru allt karl- ar, 19-35 ára, en í bíl eins þeirra fundust fíkniefni. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá voru sjö ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborg- arsvæðinu um helgina. Fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði en sá á síðasttalda staðnum var á stolnum bíl. Fimm voru tekn- ir á laugardag og tveir á sunnudag. Nóg að gera hjá lögreglunni: Þrír undir stýri í eiturlyfjavímu Litlu landað á Akranesi Skessuhorn segir frá því að síðustu 17 árin hafi aldrei verið landað eins litlum uppsjávarafla á Akranesi og á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirliti Fiskistofu. Á síðasta ári komu 13.477 tonn af uppsjávarafla á land á Akranesi en árið áður komu 26.763 tonn en þetta eru tvö döprustu árin á þessu tímabili. SJÁVARÚTVEGUR Skóflustunga tekin Íbúar Hvalfjarðarsveitar glöddust í gær þegar tekin var skóflustunga að nýjum Heiðarskóla sem á að verða tilbúinn til notkunar fyrir upphaf nýs skólaárs. Fjölmenni var við athöfnina en það voru 38 ungir nemendur Heiðarskóla sem sameinuðust um að taka skófl- ustungurnar að nýja skólanum. MENNTAMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.