Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 6
6 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Steinunn Valdís Óskars- dóttir vinnur nú að því að fá Hans Blix til lands- ins til skrafs og ráðagerða vegna rannsóknar á stuðningi Íslend- inga við innrás- ina í Írak. Stein- unn er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- tillögu um rann- sóknina. Tillag- an er enn í nefnd, en er væntanlega þaðan á næstunni. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins styðja hana. Steinunn segir að það myndi bæta mjög við umræðuna fengist Blix hingað til landsins, en tekur fram að ekkert sé fast í hendi í þessum efnum. „Hann var fyrir sveitinni sem fór þangað niður eftir til að skoða málin og ég held að það sé fróðlegt að fá hans sjón- armið á því hvað var í gangi þarna. - kóp sumarferdir.is ... eru betri en aðrar. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Þvottavél WM 14E261DN á hreint frábærum kjörum. Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Með 15 mínútna þvottakerfi og íslensku stjórnborði. Tækifærisdagar í verslun okkar! 129.900 Tækifærisverð: kr. stgr. (Verð áður: 169.900 kr.) SKIPULAGSMÁL „Fyrstu athuganir á mögulegum breytingum á húsnæðinu og kostnaði benda til að þær eru innan þeirra marka að áhugi er fyrir hendi að láta reyna á þessar hugmyndir um hótelrekstur í húsnæðinu,“ segir Sigurður Hallgrímsson arkitekt í bréfi sem hann send- ir fyrir hönd Icelandair Hotels til borgaryfir- valda um Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg. Sigurður segir ætlunina að reka einfalt ferðamannahótel með áherslu á sölu á gistingu og morgunverði. „Reiknað er með að hægt verði að ná um 90 herbergjum til útleigu, bæði með og án snyrtinga,“ segir í bréfi Sigurðar sem kveður þetta mundu verða „spenn- andi kostur fyrir nútíma ferðamanninn, þar sem um er að ræða einstaka staðsetningu í miðborginni í nálægð við Laugaveginn, Skóla- vörðuholtið og Sundhöll Reykjavíkur“. Þá segir Sigurður að mikið sameiginlegt rými í húsinu eigi að nota til afþreyingar fyrir hótelgesti. Nokkrar breytingar þurfi að gera á húsnæðinu. „Fyrst og fremst er þar um að ræða, að koma fyrir salernum tengdum hótel- herbergjunum,“ segir Sigurður sem minnir á að húsið sé að hluta til verndað. Hugmyndin sé að ekki verði hróflað við útliti hússins og að útlit ganga og sameiginlegra rýma haldist óbreytt. Einungis verði breytt veggjum eða veggjaskipan milli útveggja hússins og ber- andi gangaveggja. „Þessar breytingar munu því ekki sjást er komið er inn í húsið eftir framkvæmdir.“ - gar Eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar vilja níutíu herbergja hótel í byggingunni: Útlit á göngum stöðvarinnar verði óbreytt Vilja fá fyrrverandi yfirmann vopnaeftirlitsnefndar í Írak til landsins: Blix aðstoði við rannsóknina STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR HERBERGJASKIPAN NÝJA HÓTELSINS Arkþing hefur gert frumtillögu að því hvernig koma megi fyrir 90 hótelher- bergjum í Heilsuverndarstöðinni. MYND/ARKÞING Hans Blix á að baki langan feril í alþjóðlegum stofnun- um. Hann var fulltrúi Svíþjóðar í ýmsum afvopnunar- nefndum og utanríkisráðherra 1978 til 1979. Árið 1981 varð hann yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar og gegndi því embætti til ársins 1997. Árið 2002 var hann skipaður yfir vopnaeftirliti í Írak. Hann talaði gegn innrás og sakaði bandarísk og bresk stjórnvöld um að ýkja hættuna á gereyðingarvopnum Íraka til að styrkja málstað sinn. Engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. HANS BLIX HANS BLIX Vegir afhentir Vegagerðinni Landsvirkjun og Vegagerðin hafa undirritað samning sín á milli um að forræði og umsjón með Kárahnjúka- vegi, og að hluta á Hraunavegi, færist yfir til Vegagerðarinnar, án greiðslna eða endurgjalds. Vegirnir voru lagðir af Landsvirkjun í tengsl- um við rannsóknir og framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. SAMGÖNGUMÁL Fundað um makríl Fundur um heildarstjórnun makríl- veiða hófst í norska bænum Ála- sundi í gærmorgun og stendur í þrjá daga. Fulltrúar Íslands sitja fundinn með starfsbræðrum frá Evrópusam- bandinu, Noregi og Færeyjum. Rætt verður um aflahámark, skiptingu afla, aðgang að lögsögu og eftirlit með veiðum. SJÁVARÚTVEGUR VIÐSKIPTI Bankarnir trössuðu að veita skattayfirvöldum upplýsing- ar um hundraða milljarða hagnað þúsunda einstaklinga upp til skatts á árunum fyrir hrun. Forsætisráð- herra talar um að þar hafi verið rekið svart hagkerfi. Stjórnvöld hafa ákveðið að leggja skattayfir- völdum til aukið fé til að koma á fót tuttugu manna teymi sérfræð- inga sem rannsaka eiga málið og reyna að endurheimta féð. Stefán Skjaldarson skattrann- sóknarstjóri segir rannsókn- ina, sem nú er á frumstigi, ná til áranna 2006, 2007 og 2008. Hún snúi að almennum viðskiptavin- um bankanna, bönkunum sjálfum, starfsmönnum þeirra, stjórnend- um og eigendum, þeirra á meðal félögum sem áttu stóra hluti í bönkunum. Stærstur hluti er afleiðuvið- skipti, en einnig eru til rann- sóknar viðskipti með hluta- bréf, gjaldeyri og aðkeypta erlenda þjónustu. Afleiðuvið- skipti einstaklinga voru veru- leg og greindi Stöð 2 meðal annars frá því fyrir skömmu að einn einstaklingur hefði á einu ári hagnast um nærri 60 milljarða á slíkum viðskiptum. Sá hluti viðskiptanna sem eru næst yfirborðinu og er að mestu búið að kortleggja eru afleiðuvið- skipti einstaklinga, að sögn Stef- áns. Þeir einstaklingar eru á annað þúsund. Stefán segir ekki ljóst hversu mikið kemur til með að fást upp í hinar vangreiddu skattskuldir. „En það er ekkert sem bendir til þess að þessir einstaklingar ættu ekki að geta staðið skil á tíu pró- senta skatti af hagnaðinum,“ segir hann. Stefán segir að rannsóknin komi til með að taka langan tíma, en til- greinir það ekki nánar. Hann segir skattayfirvöld hins vegar hafa mjög miklar áhyggjur af því að reynt verði að skjóta hagnaðinum undan og því sé brýnt að frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um heim- ildir skattayfirvalda til að kyrr- setja eignir við upphaf rannsókn- ar verði að lögum sem fyrst. „Það bráðliggur á því,“ segir hann. Ýmis önnur mál eru til skoðunar hjá skattayfirvöldum, meðal ann- ars mál sem tengjast kauprétt- arsamningum og niðurfellingum ábyrgða, viðskiptavild og skuld- settum yfirtökum. Þá segir Stefán ýmislegt benda til þess að leggj- ast þurfi af þunga í rannsóknir á aflandsfélögum banka og eigna- manna. Stefán lýsti í samtali við Ríkis- útvarpið í gær óánægju með vinnu- brögð skilanefnda föllnu bank- anna, sem hefðu engin mál sent skattayfirvöldum til rannsóknar frá hruni þrátt fyrir að fullt til- efni hafi verið til og að sú skylda hafi raunar hvílt á nefndun- um. Þá hafi einnig verið erf- itt að nálgast upplýsingar frá nefndunum. stigur@frettabladid.is Rannsaka hundraða milljarða skattsvik Bankarnir ráku svart hagkerfi þar sem hagnaður upp á hundruð milljarða var ekki talinn fram til skatts. Tuttugu manna teymi mun rannsaka málið. Mjög brýnt er að fá heimild til kyrrsetningar sem fyrst, segir skattrannsóknarstjóri. Enn skelfur undir jökli Enn skelfur undir Eyjafjallajökli en skjálftarnir eru ekki stórir. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,4 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. NÁTTÚRA SJÁVARÚTVEGUR Matís ohf. mun vinna greiningu á nýtingar- og gæðamálum smáútgerðarinnar í landinu í samvinnu við Landssam- band smábátaeigenda. Markmiðið er skýrt og það er að komið sé með allan afla að landi og jafnframt að ná fram hámarksnýtingu og gæðum hráefnisins að öðru leyti. - shá Nýting afla á oddinn: Matís greinir smábátaútgerð Eiga bankastarfsmenn skilið að fá bónusgreiðslur? Já 8% Nei 92% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Frjálslyndi flokkurinn enn erindi í íslensk stjórnmál? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.