Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 8
8 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki BLÓÐI DRIFIN MÓTMÆLI Mótmælendur krefjast þess að forsætisráðherra leysi upp þing og boði til kosninga. NORDICPHOTOS/AFP TAÍLAND, AP Rauðklæddir stjórn- arandstæðingar í Taílandi helltu tugum lítra af blóði á götuna fyrir utan aðsetur ríkisstjórnar lands- ins í Bangkok, og einnig fyrir utan höfuðstöðvar stjórnarflokksins. Áður höfðu þúsundir stjórnar- andstæðinga beðið í löngum röðum eftir að hjúkrunarkonur tækju úr sér blóð, sem síðan var notað í táknrænni fórnarathöfn. Mannfjöldinn krefst þess að Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra og ríkisstjórn hans segi af sér svo Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, geti snúið aftur heim úr útlegð og myndað nýja stjórn. „Almenningur blandar nú blóði sínu í baráttunni fyrir lýðræði,“ sagði Nattawat Saikua, einn leið- toga mótmælendanna sem fögn- uðu ákaft þessum orðum. „Þegar Abhasit er að störfum á skrif- stofunni sinni þá verður hann minntur á að hann situr á blóði almennings.“ Allt að hundrað þúsund manns komu saman í Bangkok á sunnudag til þess að krefjast þess að Abhasit fallist á að leysa upp þing og boða til kosninga fyrir miðjan dag á mánudag. Hann neitaði að verða við þeirri ósk, en sagðist reiðubú- inn að hlusta á það sem mótmæl- endur hefðu að segja. Abhasit komst til valda í kjölfar fjöldamótmæla gegn Thaksin árið 2006, sem enduðu með því að her- inn tók sér völd tímabundið. Hann hafði þá verið ásakaður um marg- víslega fjármálaspillingu og valda- misnotkun. - gb Stjórnarandstæðingar í Taílandi mótmæla: Helltu blóði á götur höfuðborgarinnar ALÞINGI Seðlabankinn hefur ekki orðið við óskum Gylfa Magnús- sonar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, um að veita umsögn eða upplýsingar vegna fyrir- spurnar sem ráðherranum barst á Alþingi. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðis- flokki, spurði Gylfa um aðgerðir ráðuneyta, Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins vegna meintra brota á gjaldeyrisreglum. Lagði hann fyrirspurnina fram um miðjan desember. Í svari ráðherra, sem lagt var fram í gær, segir að Seðlabankinn hafi enn ekki svarað þrátt fyrir töluverða eftirleitan. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er sjaldgæft að ríkisstofnanir hundsi fyrirspurn- ir ráðherra. - bþs Viðskiptaráðherra bíður enn svara: Seðlabankinn hefur ekki svarað fyrirspurn MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKA- STJÓRI Seðlabankinn hefur ekki enn svarað fyrirspurn viðskiptaráðherra þrátt fyrir töluverða eftirleitan. STJÓRNMÁL Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjáls- lynda flokksins, styður Sigurjón Þórðarson, sem einnig er fyrrum þingmaður, í embætti formanns Frjálslynda flokksins. Enn sem komið er hefur Sigur- jón einn gefið kost á sér í embætt- ið en sem kunnugt er lætur Guð- jón A. Kristjánsson af formennsku á landsfundi um helgina. „Ég vona að Sigurjón fái rúss- neska kosningu,“ sagði Grétar í gær. „Samstaða er mikilvæg.“ Sjálfur veltir hann fyrir sér að sækjast eftir embætti vara- formanns en Ásta Hafberg, sem leiddi lista flokksins í Norðaust- urkjördæmi í síðustu kosning- um, hefur þegar gefið kost á sér til þess. - bþs Grétar Mar fyrrverandi þingmaður Frjálslyndra: Styður Sigurjón til formennsku VIÐSKIPTI Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, eru bæði með rúmar 1,7 milljónir króna í laun á mánuði en Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Lands- bankans, með rúma 1,1 milljón krónur, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Finnur var með rúmar 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrrahaust en átti frum- kvæðið að því að lækka laun sín til jafns við Birnu. Um heildarlaun er að ræða og er ökutæki ekki hluti af ráðningarsamningum hans. Umráð yfir bíl er hluti af kjörum Birnu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Ásmundur Stefánsson hæstlaunaði starfsmaður Landsbankans í fyrra með 1,5 milljónir króna á mánuði að viðbættum tvö hundruð þúsundum í hlunnindi. Ólíkt hinum bankastjórunum heyrir Ásmundur undir Kjararáð, sem lækkaði laun yfirmanna hjá ríkinu og dótturfyrirtækja í samræmi við þá stefnu að enginn yrði með hærri laun en forsætisráðherra. Hann er því nú með 753 þúsund krónur í mánaðarlaun að viðbætt- um fjögur hundruð þúsund krónum í fasta yfirvinnu, álag og bifreiðastyrk. Þetta gera 1.150 þúsund krónur á mánuði. Ekki liggur fyrir hvort hann er með hæstu launin í bankanum í dag. - jab Birna Einarsdóttir og Finnur Sveinbjörnsson með hærri laun en Ásmundur: Bankastjóri Landsbankans fær minnst ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Laun bankastjóra Landsbank- ans voru lækkuð um þrjátíu prósent um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BIRGÐU SIG UPP Þúsundir stjórnarand- stæðinga gáfu blóð til að láta hella á göturnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.