Fréttablaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 2010Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2010 3 „Velkomin í fordyri hálendisins, þar sem veður og færð breyt- ist dag frá degi yfir vetrartím- ann. Einmitt þess vegna grípum við stundum gæsina þegar hún gefst og bjóðum upp á ferðir með aðeins dags fyrirvara, eins og miðnæturferð á fjallstopp Heklu. Að vera þar uppi undir fullu tungli og dansandi norðurljósum verður seint lýst með orðum,“ segir Unnar Garðarsson, eigandi Óbyggðaferða sem stofnaðar voru haustið 2006 og hafa síðan verið með skoðun- arferðir um hálendi Íslands á fjór- hjólum, þar sem farið er frá Hóla- skógi á Gnúpverja afrétti, ofan við Þjórsárdal, jafnt vetur, sumar, vor og haust. „Við frændi minn höfðum þá farið vetrarferð á fjórhjólum til Landmannalauga, en ekki getað ýtt þeim skemmtilega degi úr huga okkar. Því leið ekki nema hálft ár að við vorum komnir með fjórtán stykki af einum bestu fjór- hjólum heims á fjöll, ásamt nýja skálanum í Hólaskógi á leigu, en hann tekur 85 manns í gistingu og býr yfir fullkominni aðstöðu, sauna og fleiri þægindum,“ segir Unnar og bætir við að Óbyggða- ferðir hafi orðið að veruleika þegar nýjar reglur heimiluðu að fjórhjól væru götuskráð og Ísland opnaðist fyrir þeim farkosti. Um Hólaskóg liggja margar af helstu reiðleiðum landsins og ævintýravegir til allra átta, enda Ísland allt áfangastaður Óbyggða- ferða og farið jafnt um nágrenni Þjórsárdals yfir í Landmanna- laugar, Þórsmörk og eins norður í Öskju, ef því er að skipta. „Óbyggðaferðir eru fyrst og fremst skoðunarferðir um íslenska náttúru sem við njótum á fjórhjól- um. Fjórhjól sameina bestu kosti jeppa, mótorhjóls, fólksbíls og hests, og ég tel að menn fái smá- skammt af því öllu í fjórhjólaferð. Á fjórhjóli sér maður hluti sem annars fara framhjá manni út um bílgluggann, finnur vindinn leika um sig og er í óskaplegu návígi við náttúruna, en allar ferðir förum við í sátt við náttúruna og vinnum henni ekki tjón,“ segir Unnar sem er umkringdur mörgum náttúru- perlum landsins í Hólaskógi. „Á hverjum föstudegi förum við í dagsferðir klukkan 14, en í þær þarf engan hóp. Ferðin er farin hvort sem einn ætlar með eða tíu, og stendur í þrjá til fjóra tíma,“ segir Unnar, en því má bæta við að í öllum ferðum Óbyggðaferða er nesti innifalið, fjórhjól, fatnað- ur og annar útbúnaður í mestum gæðum. „Það segir okkur að við erum að gera eitthvað einstakt og skemmti- legt að sama fólkið kemur aftur og aftur, og oft segja útlendingar að ferðalag með okkur hafi verið hápunktur Íslandsferðarinnar.“ Til að mega aka fjórhjóli þarf venjulegt bílpróf, en öll hjól Óbyggðaferða eru tveggja manna og götuskráð. „Óvanur maður getur leik- andi keyrt á fjallstoppa á fjór- hjóli. Við förum rólega af stað og eftir klukkustund eru allir orðnir flinkir við stýrið. Þetta eru stór- ar ferðir, farnar í hvaða veðri sem er og við ökum eftir fáfarnari leiðum, þar sem stórbrotin nátt- úra kemur flestum á óvart. Þá er algengt að fjórhjólaeigendur vilji slást með í hópinn og það er sjálfsagt í flestum tilfellum.“ Nánar á www.obyggdaferdir.is. thordis@frettabladid.is Farið inn um anddyri hálendisins Hálendi Íslands er óþrjótandi uppspretta ævintýraferða, þar sem ferðalangurinn fyllist andakt yfir ósnortinni náttúru og friðsæld jökla, fjalla, fossa og dala. Engu líkt er að upp- lifa þá dásemd á fjórhjóli. Óbyggðaferðir bjóða upp á fjórhjólaferðir frá Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti, ofan við Þjórsárdal, sumar, vetur, vor og haust. Ægifegurð í blankalogni við Kýlinga í Landmannalaugum. MYND/ÚR EINKASAFNI Allir klárir að leggja upp í ævintýraferð frá nýja skálanum í Hólaskógi. MYND/ÚR EINKASAFNI Unnar Garðarsson með „varðhundana sína“, Golíat og Herkúles, á toppi Heklu í dásamlegu útsýni. MYND/ÚR EINKASAFNI VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 64. tölublað (17.03.2010)
https://timarit.is/issue/323609

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

64. tölublað (17.03.2010)

Iliuutsit: