Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 20
 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR4 Dr. Michael Grocott heldur fyrir- lestur um ferð sína og félaga sinna á Mt. Everest vorið 2007. Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL) í samvinnu við 66°N og Íslenska fjallaleiðsögumenn stendur fyrir fyrirlestri á Hótel Hilton Nordi- ca á morgun klukkan 20. Þar mun Michael P. Grocott, halda fyr- irlestur um ferð sína og félaga sinna á Mt. Everest vorið 2007, The Xtreme Everest Expedition. Dr. Grocott er heimsfrægur fjallagarpur en jafnframt virtur gjörgæslulæknir og vísindamað- ur frá London sem klifið hefur mörg af hæstu fjöllum veraldar, meðal annars Everestfjall (8.850 m) og Cho Oyu (8.201 m). Í maí 2007 leiddi hann stærsta leið- angur sinnar tegundar, Xtreme Everest, á samnefnt fjall, þar sem rannsökuð voru áhrif súr- efnisskorts á mannslíkamann. Rúmlega 200 manns tóku þátt í leiðangrinum og átta læknar sem náðu toppnum tóku sýni hver úr öðrum á leiðinni. Leiðangurinn vakti heimsathygli og hefur verið gert skil í frægum sjónvarps- þáttum á BBC; Everest: Doctors in the Death Zone og í hinu virta vísindariti New England Journal of Medicine. Grocott mun lýsa göngunni á toppinn og þeim vandamálum sem leiðangursmenn urðu að kljást við. Fyrirlesturinn verður hald- inn á ensku og er sniðinn að öllu áhugafólki um útiveru og fjall- göngur. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Fyrirlestur um ferð lækna á Everest Everest: Doctors In The Death Zone er heimildarmynd um ferð læknanna á Everest. Ásgeir Eiríksson þvælist með ferða- menn upp á hálendi Íslands hverja helgi en hann er framkvæmdastjóri Jeppaleigunnar Ísak ehf. Í ferðum á vegum fyrirtækisins fá ferðamenn- irnir sjálfir að setjast undir stýri á breyttum Land Rover-jeppum. „Áður en við leggjum af stað höfum við yfirferð varðandi örygg- isatriði og meðferð á bílnum. Þar er útskýrt hvernig bílunum hefur verið breytt og að þeir hafi aðra aksturseiginleika en aðrir óbreytt- ir bílar,“ útskýrir Ásgeir og ítrekar að fyllsta öryggis sé gætt. Ísak var stofnað árið 2007. Þá voru níu Land Rover-jeppar flutt- ir inn sem fyrirtækið SS.Gíslason sá um að breyta en nú eru jepparn- ir fjórtán. Þeir eru allir upphækk- aðir á 38 tommu dekkjum með inn- byggðri loftdælu og búnir öflugum gps-tækjum og talstöðvum. „Við erum með okkar eigin rás milli bíla og getum veitt leið- sögn gegnum hana milli bílanna en algengast er að farnar séu svo- kallaðar halarófuferðir. Þá er fag- menntaður leiðsögumaður í fremsta bíl og ef bílarnir eru fleiri en fimm er eftirfararbíll eða sópari aftast sem sér um að allir fylgi með. Leið- sögumaðurinn fer á undan yfir ár og leiðbeinir fólki.“ Ferðamennirnir sem sótt hafa jeppaferðirnar eru langflestir erlendir ferðamenn og stórborg- arbúar sem ekki eru vanir nein- um svaðilförum. Ásgeir segir þó engin óhöpp hafa orðið og flestir upplifi ferðirnar sem mikið ævin- týri og lífsreynslu. „Við höfum ekið um 600-700 þúsund kílómetra síðan við fórum af stað og það má telja óhöpp á fingrum annarrar handar. Venjulega eru þetta dagsferðir og við sníðum þær eftir óskum fólks. Oft förum við Gullfoss-Geysis- hringinn með útúrdúrum, að Lang- jökli eða línuveg milli Kaldadals og Geysis. Einnig förum við í Þórs- mörk allan ársins hring og keyr- um þá gjarnan niður á ströndina en fólki finnst yfirleitt mikil upplifun að keyra jeppana í svörtum sandin- um og horfa á brimið. Nú í febrúar vorum við með fimm daga ferð um hálendið sem er einstakt að geta boðið upp á hér á Íslandi.“ En vex óvönu fólki ekki í augum að keyra óbrúaðar ár á hálendinu? „Leiðsögumennirnir okkar fara ekki út í neina tvísýnu með ferða- fólkið. Ef aðstæður eru slæmar þá snúum við við. Um síðustu helgi var ég með tólf bíla á ferð og tók ekki sénsinn á því að láta ferðamennina fara sjálfa. Þá fór ég bara tólf sinn- um yfir ána. En eftir að við höfum útskýrt hvernig á að bera sig að og fólk sér að þetta er hægt þá gengur yfirleitt vel. Á bakaleiðinni er fólk- ið orðið svo sjóað að því finnst ekk- ert mál að demba sér yfir árnar.“ heida@frettabladid.is Ferðamenn undir stýri á ofurjeppum Ferðamenn geta nú ekið um hálendi Íslands á upphækkuðum breyttum jeppum einir eða undir leiðsögn vanra manna. Erlendir stórborgarbúar standa sig vel í akstri yfir óbrúaðar ár og torfærur. Ferðirnar eru mikið ævintýri fyrir erlenda stórborgarbúa. MYND/ÍSAK Leiðsögumaður fer alltaf fyrstur yfir árnar en ferðamenn aka sjálfir bílunum í hálend- isferðum Ísak. MYND/ÍSAK Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri jeppaleigunnar Ísak, hefur ekið hátt í sjö hundr- uð þúsund kílómetra á hálendinu með ferðamenn í halarófu á eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sp ör e hf . Nánari upplýsingar og bókanir á www.fjallaleidsögumenn.is eða í síma 587 9999 | fjallaleidsogumenn@fjallaleidsogumenn.is Mont Blanc. 8 daga ferð á ókrýndan konung Alpanna. Brottför 26. júní. Verð kr. 489.000 (innifalið: flug, akstur, gisting, tæknilegur búnaður, fæði og íslensk fararstjórn). Gengið umhverfis Mont Blanc. 8 daga gönguferð um óviðjafnalegt landslag Alpanna. Brottför 17. júlí. Verð kr. 360.000 (innifalið: flug, akstur, gisting, fæði og íslensk fararstjórn). Suðurhluti Grænlands. 8 daga lúxusferð um slóðir Eiríks Rauða í Eystribyggð. Brottfarir 10. og 24. júlí og 7. ágúst. Verð kr. 299.000 (innifalið: flug, gisting, fæði, trúss og íslensk fararstjórn). Ammassalikeyja, Grænland. 7 daga ævintýraferð um heillandi landslag með bakpoka og tjald. Brottfarir 19. júlí og 2. ágúst. Verð kr. 192.000 (innifalið: flug, bátsferðir, gisting, fæði, íslensk fararstjórn). Marokkó, Toubkal. 9 daga ganga um uppsveitir Atlasfjalla þar sem Toubkal er takmarkið. Brottför 1. ágúst. Verð kr. 249.000 (innifalið: flug, gisting, fæði, trúss, íslensk fararstjórn). GÖNGUFERÐIR UM ERLENDAR GRUNDIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.