Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 25
fjármál heimilanna ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2010 5 ● Aktu með jöfnum hraða, spar- aðu inngjöfina og forðastu að snögghemla. ● Láttu bílinn renna í brekkum. ● Vertu í viðeigandi gír og láttu vélina ekki snúast yfir 2.000 snúninga. ● Ekki nota loftkælingu eða sætishitara í bílnum, það eykur eyðsluna um tíu prósent. ● Loftþrýstingur í dekkjum á að vera sem næst því hámarki sem framleiðandinn gefur upp. Lin dekk skapa aukna núningsmót- stöðu og auka á eyðsluna. ● Veldu greiðfærar umferðargötur til að draga úr stoppum. ● Dreptu á bílnum ef stoppað er lengur en í mínútu. Hægagang- ur í eina mínútu er bensínfrek- ari en gangsetning. ● Ekki vera með óþarfa dót í bíln- um sem eykur á þyngd hans. ● Ekki aka með opna glugga eða tóma farangursgrind á toppn- um, það eykur loftmótstöðuna. Heimild: fib.is Opnir gluggar auka á loftmótstöðu bílsins og auka þar með bensíneyðsl- una. „Aðalmarkmið bankans með þess- ari ráðgjöf er að auka fjármála- læsi almennings,“ segir Berghild- ur Bernharðsdóttir, upplýsinga- fulltrúi hjá Arion banka. Bankinn hefur síðan í desember síðastliðn- um boðið almenningi upp á nám- skeiðaröðina Fjármál þar sem farið er yfir ýmis málefni sem varða fjármál heimilanna, svo sem mikil- vægi markmiðssetningar í fjármál- um, fjármálalausnir bankanna og fleira því tengt. Að sögn Berghild- ar hafa um þrjú hundruð manns sótt þessa fræðslufundi. Næsta námskeið verður haldið í kvöld í höfuðstöðvum Arion banka í Borg- artúni og er umræðuefnið greiðsl- ur úr lífeyrissjóðum og hvað ber að hafa í huga í sambandi við þær. Á morgun verður svo námskeiðið Lífeyrismál á mannamáli haldið á Hótel KEA á Akureyri. Nýlega var undirritaður sam- starfssamningur milli Arion banka og Stofnunar um fjármála- læsi við Háskólann í Reykjavík og mun stofnunin, með Breka Karls- son forstöðumann í broddi fylking- ar, í kjölfarið leiða fjármálanám- skeið bankans. Ætlunin er að halda námskeiðin víða um land og segist Berghildur vonast til að þau verði til þess að stuðla að því að almenn- ingur nái betri tökum á fjármál- um. „Við búumst fastlega við því að þessi námskeið komi til með að vekja mikinn áhuga hjá almenn- ingi,“ segir Berghildur. Íslandsbanki hefur boðið upp á fjármálanámskeið fyrir almenn- ing frá árinu 2005 og segir Ragn- ar Már Vilhjálmsson, sem starfar hjá markaðsdeild bankans, þátt- takendur skipta þúsundum á þeim tíma. Þór Clausen, viðskiptafræð- ingur sem hefur meistaragráðu í fjármálum, hefur leiðbeint á nám- skeiðum Íslandsbanka og skipu- lagt þau undanfarin ár. Ragnar Már segir farið vítt og breitt um fjármálasviðið á nám- skeiðunum. „Þarna er verið að kenna fólki grundvallaratriði varð- andi skuldir, lán, rekstrarreikning heimilisins, verðbólgu, tryggingar, skattamál og fleira. Síðustu vikur höfum við líka kennt fólki á Men- iga, sem er sjálfvirkt heimilisbók- hald sem við bjóðum upp á í heima- bankanum okkar. Meniga hefur vakið mikla athygli og forvitni og þeir eru margir sem vilja kynna sér það betur,“ segir Ragnar. Íslandsbanki býður einnig upp á fjármálanámskeið fyrir unglinga. „Með þessum námskeiðum erum við að mæta óskum viðskiptavina okkar,“ segir Ragnar Már. Landsbankinn og Byr bjóða einnig upp á fjármálanámskeið á sínum vegum. Nánari upplýsingar um þau er að finna á heimasíðum bankanna á netinu. - kg Fjármálanámskeið á vegum bankanna Berghildur Bernharðsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ragnar Már Vilhjálmsson, hjá markaðs- deild Íslandsbanka. ● NOKKUR ATRIÐI SEM GETA LÆKKAÐ BENSÍNREIKN- INGINN Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.