Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 26

Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 26
 17. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna Sáralitlar breytingar urðu á á gjaldskrám íþróttafélaga í Reykjavík frá árinu 2008 til 2009. Gjaldskrárnar hafa lítið hækkað með tilkomu frí- stundakortsins eins og margir óttuðust og virðast íþrótta- félögin halda að sér höndum. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur gert yfirlit yfir gjaldskrár- breytingar hjá íþróttafélögum í borginni. Þar kemur fram að frá árinu 2005 til 2006 var með- altalshækkun- in tæp tíu pró- sent. Það sama á við frá árinu 2006 til 2007. Hækkunin var um ellefu prósent frá árinu 2007 til 2008 en einung- is 2,3 prósent frá 2008 til 2009 og var eitthvað um að íþróttafélög lækkuðu verð. „Hækkunin getur í sumum tilfellum skýrst af því að æfingatímabilin séu að lengjast en þrátt fyrir það varð augljós breyt- ing í fyrra og var afar lítið um að íþróttafélögin hækkuðu verð,“ segir Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri íþrótta- og tómstunda- sviðs Reykjavíkurborgar. Frístundakortið var fyrst tekið í notkun haustið 2007 og fylgd- ust menn grannt með því hvort einhverjar hreyfingar yrðu á verð- skrám. „Það voru haldnir fund- ir með forsvarsmönnum íþrótta- hreyfinganna og voru skýr tilmæli frá Reykjavíkurborg um að kortið myndi ekki valda verðbólgu enda færi kjarabótin þannig fyrir lítið. Yfir 160 félög af ýmsum toga eru aðilar að frístundakortinu og hafa gjaldskrár sem snúa að börnum og unglingum lítið breyst þó svo að kostnaður við húsnæðisrekstur, innflutningur á vörum og annað hafi í sumum tilfellum hækkað.“ Markmið og tilgangur frístunda- kortsins er að öll börn og ungling- ar í Reykjavík geti tekið þátt í upp- byggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Styrkurinn nemur 25.000 krónum á barn á ári og hafa forráðamenn rétt til að ráðstafa honum í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátt- töku- og æfingagjöldum. Til stóð að styrkurinn myndi hækka í 40.000 krónur árið 2008 en vegna efna- hagsástandsins hefur ekki orðið af frekari hækkun. Gísli Árni segir að algeng æf- ingagjöld séu frá 25.000 til 50.000 króna á ári og að styrkurinn dugi því í sumum tilfellum nokkuð langt og jafnvel út allt árið. „Það á þó sérstaklega við um yngstu krakk- ana sem eru ekki farnir að æfa mjög oft í viku.“ Heimilt er að nýta frístundastyrkinn til niðurgreiðslu á fleiri en einni íþróttagrein en þó ekki á fleirum en þremur. Annirnar eru vorönn, sumarönn og haustönn og er undirbúningur fyrir sumar- önnina í fullum gangi. Sumarvefur- inn verður opnaður á itr.is 1. apríl og verða engar hækkanir í sumar- frístundir á vegum borgarinnar. - ve Gjaldskrár standa að mestu í stað Gísli Árni Eggertsson Algengt er að æfingagjöld í íþróttastarfi séu frá 25.000 til 50.000 kr. á ári. Hér eru ungir handboltastrákar í Gróttu á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.