Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2010 21
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 17. mars 2010
➜ Tónleikar
12.15 Fríkirkjan í Reykjavík býður
upp á hádegistónleika alla miðviku-
daga. Umsjón með tónleikunum hefur
Gerrit Schuil. Enginn aðgangseyrir og
allir velkomnir.
12.30 Una Sveinbjarnardóttir
fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir
píanóleikari frumflytja verk eftir Unu
á tónleikum í Norræna Húsinu við
Sturlugötu. Einnig flytja þær verk eftir
rússneska tónskáldið Alfred Schnittke.
20.00 Tónleikar til styrktar hjálpar-
starfi á Haítí fara fram á Batteríinu
við Hafnarstræti 1-3. Meðal þeirra sem
koma fram eru Bárujárn, Caterpillar-
men, DLX ATX, og Nothing Burns By
Itself Tríó. Húsið verður opnað kl. 19.
➜ Sýningar
Hjá Gallerí Myndmáli að Laugavegi 86
hefur verið opnuð ljósmyndasýning á
verkum eftir Enrique Pacheco. Opið
virka daga kl. 11-18 og lau. kl. 12-16.
➜ Uppboð
Öðlingarnir efna til uppboðs á Grand
Hótel við Sigtún kl. 17-19, til
styrktar Neyðarmóttöku
vegna nauðgana. Meðal
þeirra sem koma fram og
leggja til muni til uppboðs
eru Rúnar Kristinsson,
Björn Hlynur Haraldsson,
Snorri Ásmundsson,
Sverrir Þór Sverris-
son og Dofri
Hermannsson.
➜ Opið hús
Þjóðdansafélag Reykjavíkur við
Álfabakka 14a, verður með opið hús
kl. 20.30-23. Stiginn dans við lifandi
tónlist. Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
17.15 Konfúsíusarstofnunin Norður-
ljós sýnir kvikmyndina „Óþekktar
Nautnir” (2002) eftir kínverska leik-
stjórann Jia Zhangke. Sýningin fer
fram í Öskju við Sturlugötu, stofu 132.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
➜ Leikrit
20.00 Verðandi, leikfélag Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ, sýnir verkið Déjà
Vu eftir Bjarna Snæbjörnsson. Sýningar
fara fram í Urðabrunni, hátíðarsal FG
við Skólabraut í Garðabæ.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Fimmta úthlutun úr Leikrit-
unarsjóðnum Prologos, sem
starfar við Þjóðleikhúsið, fór
fram í síðustu viku. Að þessu
sinni bárust alls 49 umsókn-
ir. Fjórir höfundar hlutu
styrk til handritsgerðar og
fimm leikhópar fengu styrk
vegna leiksmiðjuverkefna.
Er þetta stærsta úthlutun
úr sjóðnum frá upphafi.
- pbb
Fjöldi styrkja veittur
úr Prologos
LEIKLIST Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir leikkona er
ein þeirra sem fengu styrk
til leikverkaskrifa úr Sjóði
Bjarna Ármannssonar og
Þjóðleikhússins.
Handritsstyrki hlutu eftirtaldir
aðilar:
■ Hrafnhildur Hagalín með leikritið
Sek. Hrafnhildur er eitt af þekktari
leikskáldum samtímans.
■ Hlín Agnarsdóttir með leikritið
Flóttamenn. Hlín hefur margþætta
reynslu af störfum í leikhúsi, sem
leikstjóri, leikskáld, kennari og
dramatúrg.
■ Guðmundur Kr. Oddsson með
leikritið Blindhríð. Hann útskrifað-
ist á liðnu vori með próf í fræðum
og framkvæmd frá Listaháskól-
anum.
■ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
með leikritið Ást. Steinunn Ólína
er ein af þekktustu leikkonum
sinnar kynslóðar, en kveður sér nú
hljóðs sem leikskáld.
Styrki vegna leiksmiðjuverkefna
hlutu eftirtaldir aðilar:
■ Shalala með Inn að beini, dans-
leikhússpjallþátt með tónleikaívafi,
þar sem fólk úr ólíkum listgrein-
um; dansi, tónlist, leiklist og bók-
menntum, vinnur saman. Listrænir
stjórnendur eru Erna Ómarsdóttir
og Valdimar Jóhannsson.
■ Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan,
sem skipuð er dönsurunum
Ásgerði Guðrúnu Gunnarsdóttur,
Katrínu Gunnarsdóttur, Melkorku
Sigríði Magnúsdóttur, Ragnheiði
Sigurðardóttur Bjarnason og
Vigdísi Evu Guðmundsdóttur, með
dansleikhússýninguna Kandíland.
Sýningin er unnin upp úr kon-
ungaverkum Shakespeares, og
að henni koma einnig leikararnir
Víkingur Kristjánsson og Hannes
Óli Ágústsson.
■ Krummafótur kompaní með
dansleikhússýninguna Nú skal ég
muna þér kinnhestinn, sem byggð
verður á persónulýsingum kven-
skörunga í Íslendingasögunum. Í
hópnum eru fjórir dansarar: Katrín
Gunnarsdóttir, Saga Sigurðardóttir,
Sigríður Soffía Níelsdóttir og
Snædís Lilja Ingadóttir.
■ Sigríður Soffía Níelsdóttir með
Reykjavík – Bruxelles, þar sem
dansarar og sirkuslistafólk frá
Íslandi og Belgíu leiða saman
hesta sína.
■ Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri,
leikararnir Ólafía Hrönn Jónsdótt-
ir og Ólafur Darri Ólafsson og
Þórarinn Eldjárn rithöfundur með
spunaverkið Er ekki allt í lagi?
Leikritunarsjóðurinn Prologos
hefur starfað við Þjóðleikhúsið frá
því í júní árið 2008, og vinnur að því
að efla íslenska leikritun og nýsköp-
un í sviðslistum með styrkveitingum
til listamanna og öðrum verkefnum.
MENNING Hvernig áttu að haga þér
á opnun? MYND FRETTABLADID
Lífið finnst
Sviðslistahópurinn Kviss
búmm bang er skipaður
þremur konum sem eru allar
með menntun í gjörninga/
leiklistarfræðum, myndlist
og kynjafræði. Í verkum
þeirra mætast því ólík sjón-
armið, aðferðir og efnistök.
Kvisskonur skapa heima
sem eru bein framlenging
á vestrænum menningar-
heimi samtímans og láta
þátttakendur takast á við
viðfangsefni sem viðkoma
neyslumenningu, kynjafræði
og lífsháttum í samtíma
samfélagi.
Um þessar mundir sýna
þær verkið GET A LIFE!
sem var styrkt af Prologus
og Reykjavíkurborg. Það er
í formi sex vikna átaksnám-
skeiðs þar sem fólk tekur
þátt og fær um leið nokkurs
konar instant „allt inni-
falið“-pakka að nýju lífi. Í
kvöld verður farið í félags-
legu hliðina og fólki verður
kennt að vinna með „small
talk“ og mynda sér tengsla-
net, „network-a“ og spjalla
við mikilvægt fólk. Nám-
skeiðið það kvöld endar á
því að umbreytast í opnun
myndlistarsýningar. Sam-
fundir þessir verða kl. 18.30
í sal á annarri hæð í Rest-
aurant Reykjavík (gamla
Kaffi Reykjavík). Allir eru
velkomnir.
- pbb
Fermingargjöf sem gefur
Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf
sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið
í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins
sem býr við fátækt.
Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr.
Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr.
Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is
eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400.
Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig.
Einfalt og gleðilegt.
Óskalistinn minn:
Rúm
Myndavél
Svefnpoki
iPod
Vefmyndavél
Handklæði
Teppi
Orðabók
Hálsmen
Svo væri gaman að fá
pening og „Gjöf sem
gefur“. Mig langar til
að einhver sem er ekki
eins heppinn og ég fái
að njóta með mér.
www.gjofsemgefur.is
Við systkinin erum munaðarlaus.
1.990 kr. fermingarskeyti á
Íslandi dugar fyrir 4 hænum.
Þær gefa okkur fullt af eggjum.
Eða við gætum fengið sparhlóðir.
Þá færi ekki allur dagurinn í að
leita að eldsneyti og við
hefðum meiri tíma til að læra.
5.000 kr. gjafabréf á Íslandi
myndi gefa okkur 2 geitur.
Namm! Mjólk og kjöt, ekki
lengur bara maísgrautur!
Eða kannski reiðhjól. Þá
kæmist ég á markað með
uppskeruna okkar og við
fengjum pening fyrir ýmsu
sem okkur vantar.
Óskalistinn minn:
HEIMILI OG SKÓLI - LANDSSAMTÖK FORELDRA,
Í SAMSTARFI VIÐ VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS
OG MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ
BOÐA TIL MÁLÞINGS.
NÝJAR INNRITUNARREGLUR
Í FRAMHALDSSKÓLA
ERINDI FLYTJA:
· Þórir Ólafsson, mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu.
· Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimila og skóla.
· Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans.
· Magnús Þorkelsson, skólameistari
Flensborgarskólans í Hafnarfirði.
· Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk.
· Pawel Bartoszek, stærðfræðikennari við
Háskólann í Reykjavík.
Að erindum loknum verða
pallborðsumræður.
Fundarstjóri:
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Heimila og skóla.
ALLIR VELKOMNIR.
Málþingið verður haldið í Verzlunarskóla Íslands
nk. fimmtudagskvöld, 18. mars kl. 20.
Gengið inn um inngang gengt Borgarleikhúsinu.