Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 38
22 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
Öðlingarnir efna til uppboðs til
styrktar Neyðarmóttöku vegna
nauðgana í dag kl. 17 á Grand
Hóteli í Reykjavík.
Allir munu þeir leggja sitthvað
persónulegt til uppboðsins. Þar
verður í boði knattspyrnutreyja
frá ferli fótboltamannsins Rúnars
Kristinssonar, uppákoma á vegum
hljómsveitarinnar Baggalúts, hefð-
bundin „kvennastörf“, ódauðleg
listaverk og frumsaminn skáld-
skapur. Uppboðið er öllum opið
og „munirnir“ eru afar fjölbreytt-
ir. Allur ágóði uppboðsins rennur
óskiptur til Neyðarmóttökunnar.
Uppboðið er um leið lokaathöfn
þeirra öðlinga sem hleyptu átak-
inu af stokkunum en eru nú
búnir að skila því í hendur nýrra
kyndilbera. Við þetta tækifæri
hlýtur einn þeirra nafnbótina
Öðlingurinn 2010 fyrir að hafa
vakið mesta athygli á málstaðn-
um, þar sem markmiðið er barátta
gegn kynbundnu ofbeldi. Aukin
fræðsla er vopn í þeirri baráttu og
þess vegna selja öðlingarnir bók-
ina Ofbeldi á Íslandi: Á manna-
máli eftir Þórdísi Elvu Þorvalds-
dóttur, sem hún var í tvö ár að
skrifa. Allur ágóði þeirrar sölu
fer til Neyðarmóttökunnar og
í söfnunarsjóð vegna samstöðu-
fundar gegn kynbundnu ofbeldi
sem verður haldinn á
kvennafrídaginn 25.
október.
Tónlistarhátíðin South by south
west (SXSW) fer fram um næstu
helgi í Austin, Texas. Síðustu árin
hafa íslenskar hljómsveitir verið
duglegar að sækja þessa miklu
hátíð.
Í ár eru þrjú íslensk atriði
meðal þeirra 1.400 sem troða
upp á yfir áttatíu stöðum í borg-
inni, Ólöf Arnalds, Seabear og
Steed Lord. Ólöf spilar á þrenn-
um tónleikum, meðal annars á
tónleikum sem tímaritið Mojo og
plötufyrirtækið One Little Indi-
an halda. Ólöf er tilbúin með nýja
plötu, Innundir skinni, sem er
sett á útgáfuáætlun í vor. Seabear
spilar fjórum sinnum á SXSW og
er að kynna plötuna We Built a
Fire, sem kemur út um þessar
mundir.
Svala Björgvins og félagar í
Steed Lord hafa dvalið í Los Ang-
eles og gefa út plötuna Heart II
Heart EP bráðlega. Steed Lord
spilar á þrennum tónleikum á
SXSW, meðal annars á kynningu
fyrir bókunarfyrirtækið AM
Only, sem þau gerðu nýlega samn-
ing við, og fyrir útgáfufyrirtækið
Dim Mak. - drg
Íslendingar á SXSW
STEED LORD Eru á SXSW eins og Sea-
bear og Ólöf Arnalds.
Öðlingarnir efna til uppboðs
HLUTI ÖÐLINGANNA
Þórdís Elva Þorvalds-
dóttir, forsprakki
verkefnisins, og
tveir Öðling-
ar: Björn
Hlynur
Haralds-
son og
Sveppi.
> FRAMHALD AF ZOOLANDER
Leikarinn Ben Stiller hefur staðfest
að hann sé að undirbúa framhald
gamanmyndarinnar Zoolander. „Við
höfum unnið að myndinni síðustu
sex eða sjö ár. Stærsta hindrunin fyrir
mig var að Drake Sather, sem bjó til
persónuna, lést. Hann var góður
vinur minn og það var erfitt
að ímynda sér verkefnið án
hans,“ sagði Stiller.
Hljómsveitin Í svörtum fötum er snúin
aftur eftir þriggja ára hlé. „Við erum
búnir að vera að spila síðan í fyrrasum-
ar en þorum formlega að viðurkenna það
núna,“ segir Jónsi söngvari. „Við erum
farnir að semja tónlist eins og trylltir
villimenn og gefum út safnplötuna Tíma-
bil á næstu dögum með helstu verkum
okkar frá liðnum árum. Þarna verða líka
tvö ný lög, Ást í meinum og Leiðin heim.
Sveitin er bókuð í allt sumar – „sem
er frábært því við erum svo helvíti
spilaglaðir,“ segir Jónsi. Hvað með sam-
keppnina frá ungu strákunum, eins og
Ingó og Veðurguðunum. Eruð þið ekki
orðnir alltof gamlir í þetta?
„Nei, nei, við erum að toppa. Erum
fyrst að fá bringuhár núna. En varð-
andi Veðurguðina þá erum við nú ekki
búnir að lána þeim beislið, bara búnir að
sýna þeim hvar hesturinn er. Við þurf-
um náttúrlega að sýna þeim hvernig á að
gera þetta. Við stukkum inn á markað-
inn þegar Land og synir, Sóldögg og Skíta-
mórall voru aðal, en erum komnir á þann
stað sem við erum á í dag, sem ég veit
svo sem ekkert hver er. En að sjálfsögðu
fögnum við nýliðun í bransanum, eins og
til dæmis Hvanndalsbræðrum. Það eru
sko almennilegir nýliðar, ekki búnir að
spila nema tíu árum lengur en við. Tón-
listarlífið væri náttúrlega eitthvað óeðli-
legt ef við værum alltaf yngstir.“
Verður hart barist á sveitaballamark-
aðinum í sumar?
„Ekkert harðar eða linar en áður.
Þetta er alltaf spurning um hver gerir
skemmtilegustu lögin og hver er í mesta
stuðinu. Ég tek þeirri áskorun. Ég skal
snúa mig á höndum og fótum bara við að
sjá fólkið á gólfinu glotta.“ - drg
Fyrst að fá bringuhár núna
Í SVÖRTUM FÖTUM Lána ekki beislið, sýna bara
hvar hesturinn er.
1.950.0
1950 TÍMALAUSAR
MILLJÓNIR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A