Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 40
24 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 12 12 10 16 16 14 L 10 THE GREEN ZONE kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE GREEN ZONE LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.40 LEGION kl. 8 - 10.15 SHUTTER ISLAND kl. 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.45 íslenskt tal AVATAR 3D kl. 4.40 Síðustu sýningar SÍMI 462 3500 12 10 12 14 L THE GREEN ZONE kl. 8 - 10.30 THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 PRECIOUS kl. 5.30 - 10.30 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 MAMMA GÓGÓ kl. 6 Síðustu sýningar SÍMI 530 1919 10 16 16 10 L THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5.50 - 8 - 10.10 LEGION kl. 8 - 10.15 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 - 8 - 10.30 NIKULÁS LITLI kl. 6 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 12 16 14 16 THE GREEN ZONE kl. 8 - 10.10 FROM PARIS WITH LOVE kl. 8 - 10 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5.20 SHUTTER ISLAND kl. 5.20 Þ.Þ. - Fbl T.V. - kvikmyndir.isÓ.H.T. - Rás2 T.Þ.Þ. - DV Ó.H.T. - Rás2 H.G. - Mbl. ★★★ S.V. - MBL ★★★ Ó.H.T. - Rás-2 ★★★ -Dr. Gunni, FBL FRÁ LEIKSTJÓRANUM PAUL GREENGRASS KEMUR EIN BESTA SPENNUMYND ÁRSINS HEIMSFRUMSÝNING EMPIRE ROGER EBERT -S.V., MBL 116.000 GESTIR! FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskyldunaÁLFABAKKA KRINGLUNNI 12 12 12 L L L L L L L L L L L L 10 AKUREYRI THE BLIND SIDE kl. 8 - 10:30 AVATAR 3-D kl. 10:20 ALICE IN WONDERLAND kl. 8 THE BLIND SIDE kl. 5:20 - 8 - 10:40 ALICE IN WONDERLAND 3D kl. 5:40(3D) - 8(3D) - 10:20(3D) ALICE IN WONDERLAND kl. 5:40 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 BROTHERS kl. 8 BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 VALENTINE ‘S DAY kl. 8 - 10:40 SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 PLANET 51 M/ ísl. Tali kl. 5:50 BJARNFREÐARSON kl. 5:50 THE BLIND SIDE kl. 5:50D - 8:10D - 10:50D ALICE IN WONDERLAND 3D kl. 5:50(3D) - 8:10(3D) - 10:30(3D) SHUTTER ISLAND kl. 8 - 10:50 INVICTUS kl. 5:30 Síðasta sýn. helgi VANN ÓSKARINN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI S A N D R A B U L L O C K TEKJUHÆSTA MYND SÖNDRU BULLOCK FYRR OG SÍÐAR - bara lúxus Sími: 553 2075 GREEN ZONE kl. 5.45, 8 og 10.15-P 12 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5, 8 og 10 16 SHUTTER ISLAND kl. 7 og 10 16 IT’S COMPLICATED kl. 5.35 12 T.V. -KVIKMYNDIR.ISÁ.J. -DV S.V. -MBL Ó.H.T. -RÁS2 T.V. -KVIKMYNDIR.IS FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN POWERSÝNING KL. 10.15 Hljómsveitin Mínus hefur kveikt á hreyflunum aftur. „Við komum okkur fyrir í hlöðu á Húsafelli og erum búnir að vera að vinna þar í þrjár vikur. Við stefnum að því að taka upp grunna að nýrri plötu í apríl,“ segir Bjössi trommari, sem er kominn frá Danmörku til að vinna með félögum sínum. Nýja platan verður fimmta plata Mínuss. Sú síðasta, The Great Northern Whalekill, kom út 2007. Bjössi segir sveitasæluna leggjast vel í rokkar- ana. „Við hittum Pál á Húsafelli og fengum að spila á steinhörpuna. Hann gaf okkur stein. Að fara svona út á land og spila í stórhríð og finna fyrir snjónum og náttúrunni hefur vissulega áhrif á sköpunar- gáfuna. Nýja efnið er mjög frábrugðið því sem við höfum gert, það er mikil þróun í gangi og við erum spenntir yfir þessu. Við stoppum oft þegar við erum að spila og spyrjum hvort við megum gera þetta sem við erum að gera. Þetta eru lengri lög og þetta „grúfar“ meira. Við erum búnir að setja okkur þá vinnureglu að það verður ekki eitt „tjugga tjugga“ metal-riff á plötunni. Við viljum fara frá þeirri klisju.“ Í Danmörku hefur Bjössi verið að vinna og njóta þess að vera fjölskyldufaðir. „Ég er að leita mér að námi fyrir næsta vetur. Ég tek þetta bara á rólegheita hraða,“ segir hann. Fyrstu tónleikar Mínuss í langan tíma verða á Batteríinu, áður Organ, á föstudagskvöldið. „Biogen spilar með okkur. Við vildum fá raftónlistarmann því við vildum hafa okkar sett óhreyft. Þetta verða langir tónleikar, við spilum bæði nýtt efni og gamalt. Þetta verður flott gigg. Daginn eftir fljúg- um við til Danmerkur og spilum á Íslandsbryggju á stað sem er kallaður Færeyingahúsið.“ - drg Mínus í hlöðu á Húsafelli HLJÓMSVEITIN MÍNUS Ekki eitt metal-riff á nýju plötunni. Kvikmyndir ★★★★ Shutter Island Leikstjóri: Martin Scorsese Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Mark Ruffalo, Ben Kingsley Árið er 1954. Á hinni einangruðu Shutter-eyju er rekið öryggisgeð- sjúkrahús fyrir snældubilaða og óforbetranlega ofbeldisfauta og morðingja. Þegar einn vistmann- anna hverfur sporlaust er alríkis- lögreglan kölluð til og á staðinn mæta tveir vaskir lögreglumenn, Teddy og Chuck, sem Leonardo DiCaprio og Mark Ruffalo leika. Stormur er í aðsigi þannig að allt útlit er fyrir að lögreglumenn- irnir verði veðurtepptir á þess- um undarlega stað þar sem starfs- fólkið er eiginlega skuggalegra en vistmennirnir. Þrúgandi andrúmsloft einangr- unar og annarleika hvílir yfir hælinu og sturlunin sem svífur yfir vötnum er svo þrúgandi að ekki líður á löngu þar til aðalhetjan okkar, hann Teddy, fer að efast um geðheilsu sína og hálfgert ofsóknar- æði rennur á hann þegar hann áttar sig á því að hann er genginn í gildru geðlæknanna, sem stunda hryllilegar tilraunir á sjúklingum sínum, og á vart afturkvæmt. Leonardo DiCaprio er öflugur leikari sem gerir Teddy stórfín skil en þessi glöggi lögreglumað- ur er með allskyns beinagrindur í farteskinu og því veikur fyrir þegar hann er kominn á þennan sjúka stað sem er tíu sinnum verri en Gaukshreiðrið. Hann syrgir enn eiginkonu sína sem brann inni eftir að brennuvargur kveikti í heimili þeirra og minningar úr stríðinu sækja á hann en hann var í hópi bandarískra hermanna sem frels- uðu gyðinga úr útrýmingarbúð- um nasista. Það er ekki nóg með að Teddy sjái samsvörun milli læknanna og hrottanna sem dund- uðu sér við að murka lífið úr gyð- ingum í Dachau heldur er hann fyrst og fremst kominn til þess að finna manninn sem hann telur bera ábyrgð á dauða konu sinnar og mun vera vistaður með leynd á eyjunni. Martin Scorsese er besti kvik- myndaleikstjóri í heimi. Um það þarf ekkert að þræta sérstaklega og í þessari mynd sýnir hann alls konar meistaratakta og eflist með hverjum ramma sem færir Teddy fjær raunveruleikanum og nær botnlausri geðbilun. Áhorfand- inn sogast því óhjákvæmilega inn í furðuheim hælisins, sundlar á köflum yfir gamalreyndum leik- fimiæfingum með tökuvélina sem skekkja sýn hans og Teddys á raun- veruleikann þannig að það er ekki hægt að segja annað en að maður þjáist með Teddy greyinu. Scorsese stýrir hér frábærum hópi leikara með nýja óskabarnið sitt, DiCaprio, í fararbroddi. Ben Kingsley, Max Von Sydow og Ted Levine klikka ekki og hinn sorg- lega sjaldséði Mark Ruffalo er flottur að vanda. Plottið er eiginlega eini veikleiki myndarinnar þar sem framvindan er nokkuð dæmigerð fyrir myndir um fólk sem telur sig vera að missa vitið og endirinn er sorglega fyrir- sjáanlegur þótt leiðin að honum sé heilmikil veisla fyrir augað. Scor- sese er því í miklu stuði á Shutter- eyju þótt hann hafi oft verið miklu betri. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Scorsese er klárasti leikstjóri í heimi og sýnir hér eiginlega allar sínar bestu hliðar en sagan er því miður veikasti hlekkur Shutter Island þannig að í lokin er boðið upp á hálf vandræðalega lausn á annars frábærri mynd. Leo lendir í Gaukshreiðri „Þetta er örugglega alltof mikið til að gefa út en ég ætla samt að gera það,“ segir Dalvíkingurinn Daði Jónsson, eða Dathi, sem ætlar að gefa út fjórar plötur á þessu ári. Sú fyrsta, Self Portrait, er nýkomin út. „Um áramótin fyrir ári síðan setti ég mér áramótaheit um að ég ætlaði að byrja að taka upp þrjá diska á síðasta ári,“ segir Daði. „Ég byrjaði á þeim fyrsta í febrú- ar og kláraði hann í október. Ég byrjaði á öðrum í september og á þriðja 30. desember þannig að ára- mótaheitið stóðst. Ég held að það sé það eina í lífi mínu sem hefur staðist.“ Daði, sem er 36 ára, bjó í Eng- landi í tíu ár og safnaði þar bunka af lögum í sarpinn. Hann flutti heim til Dalvíkur fyrir þremur árum og var í nokkurn tíma að finna rétta mannskapinn til að taka upp með honum tónlist. Eftir að hann fékk að taka upp í nýju hljóðveri Gunnlaugs Helgasonar, bassaleikara í Pöpunum sem býr á Ólafsfirði, var ekki aftur snúið. Nýja platan og sú næsta eru sam- hangandi og fjalla þær um myrku hliðarnar á tilverunni. Þriðja plat- an verður samstarfsverkefni sem nefnist The Two Trees sem fjall- ar um umhverfismál en á þeirri fjórðu verður ástin í fyrirrúmi. „Ég er alveg með tilbúnar átta plötur í viðbót. Ég verð bara að koma þessu frá mér svo ég geti farið að „funkera“ almennilega,“ segir þessi afkastamikli tónlist- armaður. Hægt er að kaupa nýju plötuna í verslun 12 Tóna og á net- síðunni Gogoyoko.com. - fb Fjórar plötur á einu ári DATHI Dalvíkingurinn Daði Jónsson ætlar að gefa út fjórar plötur á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.