Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 43
SAMFÉLAGSVERÐLAUN Samfélagsverðlaunin - Slysavarnafélagið Landsbjörg Meirihluti starfs björgunarsveitanna fer fram innanlands en Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er þó til taks þegar neyðarástand skapast í öðrum löndum. Sú sveit uppskar aðdáun ekki bara hér á landi heldur víða um lönd þegar hún brást skjótt við eftir jarðskjálftana á Haítí í janúar síðastliðnum. Tilnefnd: Kvenfélagasamband Íslands, Bergmál, Vímulaus æska, Hjálparstarf kirkjunnar Til atlögu gegn fordómum - Hugarafl Í Hugarafli starfa saman á jafnréttisgrundvelli notendur geðheilbrigðisþjónustunnar sem eru í bata og fagfólk. Tilnefnd: Adrenalín gegn rasisma, Kristín Vilhjálmsdóttir / Borgarbókasafn, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Heiðursverðlaun - Jón Böðvarsson Jón Böðvarsson sagnfræðingur, kennari og sögumaður hlaut heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag sitt við að kynna Íslendingasögur fyrir samborgurum sínum. Frá kynslóð til kynslóðar - Gauraflokkurinn í Vatnaskógi Drengjum með ADHD býðst sumarbúðadvöl í sérstökum flokki fyrir kraftmikla stráka. Tilnefnd: Hallfríður Ólafsdóttir, Laila Margrét Arnþórsdóttir, Rauði kross Íslands og Öldrunarráð, Tónstofa Valgerðar Hvunndagshetjan - André Bachmann André Backmann hefur glatt samferðafólk sitt í áratugi. Einkum var hann heiðraður fyrir framgöngu sína við að halda á hverju ári jólaskemmtun fyrir fatlaða þar sem vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Tilnefnd: Lovísa Christiansen, Jakob Einar Jakobsson, Jóna Berta Jónsdóttir, Embla Ágústsdóttir Fréttablaðið vill óska landsmönnum til hamingju með alla þá sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í ár. Þau standa fyrir dýrmætt og öflugt starf þúsunda landsmanna sem getur skipt sköpum í lífi fólks. Um leið og Fréttablaðið óskar sigurvegurum og tilnefndum til hamingju, vill það þakka lesendum fyrir þann metfjölda tilnefninga sem þeir sendu og gera þessi verðlaun að veruleika. SIGUR SAMFÉLAGSINS! VINNINGSHAFAR SAMFÉLAGSVERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2010

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.