Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 2
2 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR Guðlaugur, má þá ekki einu gilda hvað Vilhjálmur segir? „Jú, á meðan gildi hans eru öllum óljós.“ Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Gildis og framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu að lífeyrissjóðurinn hefði ekki tekið þátt í skuldabréfaútboði Orku- veitu Reykjavíkur vegna fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Guðlaugur G. Sverrisson er formaður stjórnar OR. VIÐSKIPTI Sænska félagið Securit- as AB hafnar því að vörumerkið Securitas fylgi með í kaupunum á þrotabúi öryggisfyrirtækisins Sec- uritas hér á landi. Vörumerkið er skráð í eigu sænska fyrirtækisins hjá Einkaleyfisstofunni. Securitas er hluti þrotabús Fons, sem var í eigu Pálma Haraldsson- ar. Fyrirtækið er nú í söluútboði. Fyrst var ætlunin að hafa það opið, en fyrir skemmstu var ákveðið að halda því lokuðu. Heildarkröfur í búið nema rúmum 34 milljörðum. Fyrri umferð útboðsins hefur farið fram og bárust 18 tilboð í fyr- irtækið. Þau eru óskuldbindandi, en í framhaldi valdi skiptastjóri átta fjárfesta sem fá að kynna sér frek- ari gögn sem ekki má fjarlægja úr sérstöku gagnaherbergi. Líkt og Fréttablaðið greindi frá deildu Landsbankinn og skipta- stjóri um kröfu bankans um full- gilt veð í fyrirtækinu. Sú deila er fyrir héraðsdómi, en samkomulag hefur náðst um að söluverðið verði lagt til hliðar þangað til botn er kominn í deiluna. Landsbankinn hefur áskilið sér rétt til að ganga inn í kaupin, nái ekkert tilboðanna lágmarksupphæð. Gerð var krafa til þeirra sem byðu í fyrirtækið um að þeir gætu sýnt fram á að þeir ættu að lágmarki þrjú hundruð milljón- ir króna eða gætu uppfyllt skil- yrði með lánsfjármagni úr banka. Heimildir blaðsins herma að bank- inn krefjist 500 milljóna króna að lágmarki fyrir Securitas. Meðhöndlun þrotabús Fons, þar með talið Securitas, hefur verið nokkuð gagnrýnd. Meðal gagnrýn- enda er Sigurður G. Guðjónsson, sem er lögmaður Pálma. Í pistli á Pressunni setti hann meðal ann- ars spurningarmerki við það hvers vegna skiptastjóri væri nú með aðstoðarmönnum sínum að selja hlutabréf Fons í Securitas. Aðrir í fjármálalífinu, sem Fréttablaðið hefur rætt við, hafa einnig gagn- rýnt að skiptastjóri sjái sjálfur, eða aðstoðarmenn hans, um sölu hlutabréfa. Óskar Sigurðsson skiptastjóri svarar því til að á fyrsta skipta- fundi hafi verið bókað hverjir væru aðstoðarmenn skiptastjóra. Samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum ráðstafi skiptastjóri eignum þrota- bús. Ferli laganna hafi verið fylgt. Þar að auki séu óháður endurskoð- andi og sjálfstæður fyrirtækja- ráðgjafi til aðstoðar og unnið sé í samvinnu við fyrirtækjasvið Nýja Landsbankans. Þá áréttar hann að engum veð- settum eignum sé ráðstafað án samkomulags við veðhafa. kolbeinn@frettabladid.is Securitas fylgir ekki með í sölu Securitas Vörumerkið Securitas er skráð í eigu sænsks félags sem hafnar því að það fylgi með í útboði á hlutabréfum fyrirtækisins. Deila um veð Landsbankans er fyrir héraðsdómi. Gagnrýnt hefur verið að skiptastjóri sjái um sölu hlutabréfa. SECURITAS Deilur eru uppi um vörumerkið Securitas og myndmerkið sem því fylgir. Það er í eigu sænsks fyrirtækis sem hafnar því að það verði selt með félaginu úr þrotabúi Fons. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GRIKKLAND, AP Angela Merkel Þýskalandskanslari segir nauðsyn- legt að hægt verði að reka ríki úr Myntbandalagi Evrópu (EMU), hafi þau ítrekað gerst sek um að brjóta reglur þess. George Petalotis, talsmaður grísku stjórnarinnar, segir aftur á móti að Grikkir muni hugsanlega leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef Evrópusambandið lýsir ekki yfir ótvíræðum stuðningi við Grikkland á leiðtogafundi sínum í næstu viku. „Ég tel að á leiðtogafundinum verði ljóst hvort samherjar okkar í Evrópusambandinu vilja styðja landið, eða hvort við þurfum að leita annarra lausna,“ sagði hann í gær. Grikkir glíma við risavaxinn fjár- lagahalla, sem gæti dregið úr trú- verðugleika evrunnar. Evrópusam- bandið, með Þjóðverja í fararbroddi, hefur ekki viljað gefa út yfirlýs- ingar um beinan fjárhagsstuðning við Grikki, en í síðustu viku fengu Grikkir þó óljós loforð frá Evrópu- sambandinu um aðstoð síðar meir er í ljós kemur að þeir muni ekki ráða við vandann. Merkel ítrekaði hins vegar í gær að Þjóðverjar hafi engin áform um fjárhagsstuðning við Grikki á næst- unni. Eina lausnin sé sú að Grikkir haldi áfram að draga harkalega úr ríkisútgjöldum. - gb Grikkir hóta Evrópusambandinu enn með að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Merkel vill refsimöguleika ÓEIRÐALÖGREGLAN Í AÞENU Almenningur í Grikklandi hefur harðlega mótmælt aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Veiðiheimildir á hval og hrefnu verða þær sömu á komandi vertíð eins og á síðasta ári, það eru 200 langreyðar og 200 hrefnur. Í viðtali við fréttavefinn Skessuhorn segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, að stuðst sé við veiðiráð- gjöf sem Hafrannsóknastofnun gaf út til fimm ára. Hval- og hrefnuveiðimenn nýttu ekki þessar heimildir til fulls á síðustu vertíð, en þá voru veidd- ar 126 langreyðar og 81 hrefna. Heimilt er í reglugerð um hval- veiðar að færa tuttugu prósent veiðiheimilda milli ára. Ráðherra hefur lagt fram nýtt frumvarp um hvalveiðar, sem væntanlega mun koma fyrir þingið á næst- unni. Gildandi lög um hvalveiðar eru frá árinu 1949. - shá Hvalveiðarnar í sumar: Veiðarnar verða óbreyttar í ár HVALUR 9 HELDUR TIL VEIÐA Leyfi er til að veiða 400 dýr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÁRMÁL Gríðarlegur áhugi er meðal almennings á fjármála- námskeiðum Arion banka og sóttu yfir 200 manns eitt slíkt námskeið í gær. Fjölmargir þurftu frá að hverfa og bankinn ætlar því að halda aukanámskeið til að svara eftirspurninni. Námskeiðin eru fyrir alla og án endurgjalds. Bankinn hefur boðið upp á námskeið í fjármálalæsi frá því í desember og hefur áhugi á nám- skeiðunum vaxið jafnt og þétt. Arion banki skrifaði í vikunni undir samstarfssamning við Stofnun um fjármálalæsi sem er liður í stefnu bankans um að veita fólki upplýsingar til að hafa betri yfirsýn um fjármál sín. - shá Arion kennir fjármálalæsi: Yfir 200 manns á námskeiði MIKILL ÁHUGI Fjölmargir nýttu sér nám- skeið Arion banka um fjármálalæsi. BRUNI Miklar skemmdir urðu á gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði í fyrrinótt þegar eldur kom þar upp. Slökkviliðið í Sand- gerði var kallað út klukkan fjög- ur um nóttina og var þá mikill hiti og reykur innan dyra. Kallað var í liðsauka frá Brunavörnum Suður- nesja og var slökkvistarfi lokið á sjötta tímanum. Á vettvangi komu í ljós greini- leg ummerki þess að brotist hafði verið inn í bygginguna nýlega. Þess vegna vöknuðu grunsemd- ir um að um íkveikju gæti verið að ræða. Slíkt er þó ósannað. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vélsmiðj- an Hamar hefur unnið að því að gera húsið upp og komið þar upp geymsluaðstöðu. Sveinn Einarsson slökkviliðs- stjóri segir að húsið sé töluvert skemmt og telur tjónið hlaupa á milljónum. „Allt sem er yfir tveggja metra hæð í húsinu lítur út fyrir að vera mjög skemmt eða hreinlega ónýtt,“ segir Sveinn. Sveinn segir að um tuttugu manna lið slökkviliðanna tveggja hafi komið að slökkvistarfinu með fimm bíla. - shá Eldur í fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði olli miklum skemmdum: Útiloka ekki að kveikt hafi verið í Á VETTVANGI Í SANDGERÐI Um tuttugu manna lið frá slökkviliði Sandgerðis og Brunavörnum Suðurnesja komu að slökkvistarfinu í fyrrinótt. MYND/VÍKURFRÉTTIR UMHVERFISMÁL Í fyrra eru mörg hundruð milljónir manna um heim allan sagðar hafa slökkt hjá sér ljós í klukkustund til að sýna í verki stuðning við Alþjóðanátt- úruverndarsjóðinn (WWF). Sjóð- urinn blæs nú til viðlíka viðburðar laugardagskvöldið 27. mars í því skyni að hvetja fólk og fyrirtæki til góðra verka í umhverfisvernd. Á vefnum www.earthhour.org má sjá lista yfir þau lönd þar sem fólk og fyrirtæki hafa sagst munu taka þátt. Ísland er þar ekki enn á lista, þótt landið sé vissulega að finna í skráningarformi fyrir þá sem taka vilja þátt. - óká Enn blæs WWF til myrkvunar: Vilja slökkva í klukkustund SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 115 milljörðum króna árið 2009, sam- anborið við 99 milljarða 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa sextán milljarða eða sextán prósent, samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Aflaverðmæti botnfisks var 82 milljarðar króna á árinu 2009 sem er aukning um 16,9 prósent frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávar- afla stóð nánast í stað milli ára og nam 21,4 milljörðum króna á árinu 2009. - shá Aflaverðmæti skipa 2009: Flotinn skilaði 115 milljörðum LÖGREGLUMÁL Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi vegna innbrota í eina átta sumar- bústaði í landi Nesja og í Svína- hlíð við vestanvert Þingvalla- vatn. Rannsóknarlögreglan í Kópa- vogi komst á sporið í tengslum við rannsókn annars máls, segir í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi. - shá Þjófar herja á sumarbústaði: Fimm teknir fyrir innbrot SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.