Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 40
32 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1871 Ávarp birt til Íslendinga, frá 25 konum og 2 körl- um, þar sem hvatt er til stofnunar kvennaskóla í Reykjavík. 1902 Enrico Caruso verður fyrstur heimsfrægra lista- manna til að gefa út plötu. 1926 Útvarpsstöð tekur form- lega til starfa í Reykjavík. 1940 Mussolini slæst í lið Hitl- ers í stríði Þjóðverja við Frakka og Breta. 1971 Hæstiréttur Danmerkur kveður upp úrskurð sem ryður úr vegi síðustu hindrun fyrir afhendingu handritanna til Íslend- inga. QUEEN LATIFAH, LEIK- OG SÖNGKONA, ER FERTUG Í DAG „Ég óska þess að hver einasta kona gæti elskað sjálfa sig mest og fagnað því af innileik hvernig Guð skapaði hana. Draumar verða að veruleika þegar við fylgjum þeim heilshugar.“ Queen Latifah er stundum köll- uð drottning hip-hopsins en hefur í seinni tíð ekki síður notið vinsælda sem leikkona í sjónvarpi og kvik- myndum. Björn Jónsson (1738-1798) var skipaður lyfsali, sá fyrsti hér á landi, þennan dag fyrir 238 árum. Áður hafði landlæknir gegnt lyfjastörfum. Björn var fyrsti lyfjafræðingur Íslendinga sem fékk full réttindi til lyfsölu, en þau veittu ráðamenn í Kaupmannahöfn þann 18. mars árið 1772. Með tilkomu Björns í embættið var opnuð lyfja- búð í Nesstofu við Seltjörn, þar sem hans embætti deildi húsnæði með landlæknisembættinu. Í Nes- stofu starfaði einnig ljósmóðir og þar voru lyfja- fræðinemar í kennslustundum, þótt þeir tækju lokapróf í Kaupmannahöfn að loknu námi sem lyfjasveinar. Í garðinum umhverfis Nesstofu plantaði Björn lyfsali ýmsum lækningajurtum og annaðist þær meðan hann gegndi embætti, ásamt því að gera þar kornræktartilraunir og stunda matjurtarækt. Nesapótek, sem stundum var kallað landlæknis- apótekið, var flutt til Reykjavíkur 1834 og gert að Reykjavíkurapóteki, sem endanlega var lagt niður 1999. Þá hafði elsta apótek landsins verið á tveim- ur stöðum í 236 ár þegar því var lokað. Akureyrar- apótek starfaði í fjögur ár frá 1819 og svo aftur eftir 1836. Þá var lyfjabúð opnuð í Stykkishólmi 1835. Fjölgun apóteka gekk því hægt fyrir sig á Íslandi framan af sem og uppbygging lyfjafræðináms. ÞETTA GERÐIST: 18. MARS 1772 Fyrsti lyfsali Íslands skipaður NESSTOFA VIÐ SELTJÖRN AFMÆLI LEIFUR B. DAG- FINNSSON kvikmynda- gerðar- maður er 42 ára. ÁLFRÚN GUNN- LAUGS- DÓTTIR prófessor og rithöf- undur, er 72 ára. Björn Ófeigsson fékk hjartaáfall í febrúar árið 2003, aðeins 37 ára gam- all. Vegna læknamistaka fékk hann í kjölfarið hjartabilun og líf hans hefur ekki verið samt síðan. „Eftir að ég fékk hjartaáfallið fór ég að leita á Netinu eftir upplýsingum. Ég var ráðvilltur og vildi sökkva mér í upplýsingar en saknaði þess að finna ekki heildstæð- an vef með öllum upplýsingum á einum stað,“ segir Björn sem stofnaði í kjöl- farið vefinn www.hjartalif.is með góðri hjálp konu sinnar, Mjallar Jónsdóttur. Vefurinn er nú fimm ára og hefur feng- ið viðurkenningar, meðal annars hlot- ið Íslensku vefverðlaunin sem besti einstaklingsvefurinn árið 2007. „Hugmyndin var að fólk gæti farið inn á síðuna og dvalið þar í langan tíma. Við erum ekki með marga en vel valda tengla á síður sem við vitum að eru með áreiðanlegar og góðar upp- lýsingar,“ segir Björn. Hann skannar fjölmiðla frá degi til dags og setur inn á vefinn það sem tengist hjartanu. „Síðan skrifa ég mína sögu og hugleið- ingar og Mjöll skrifar út frá sjónar- hóli aðstandanda, svo fólk fái innsýn inn í heim þeirra líka,“ útskýrir Björn. Hann segir ekki aðeins sjúklinga leita á vefnum heldur noti heilbrigðisstarfs- fólk hann töluvert. Birni er umhugað um öryggi sjúkl- inga þar sem hann lenti sjálfur í læknamistökum. „Ég hef gert svolít- ið af því að beina sjónum að öryggi sjúklinga. Ég fylgist vel með umræð- unni í þessum geira, hef mínar skoð- anir og skrifa um þær í pistlum á síð- unni,“ segir Björn og er gagnrýninn á stefnu stjórnvalda í heilbrigðismál- um. „Mér hefur fundist athyglisvert að á sama tíma og Landspítalinn er í blóðugum niðurskurði þá ætli menn að setja það á oddinn að sjúkrahúsið verði eitt af bestu háskólasjúkrahúsum í Norður-Evrópu á næstu árum,“ segir hann kaldhæðinn. Líf Björns gjörbreyttist við hjarta- áfallið fyrir sjö árum. „Allt mitt líf fór á hvolf og allar þær hugmyndir sem ég hafði um lífið og tilveruna sner- ust við. Ég verð aldrei samur,“ segir Björn. Hann býr í Danmörku nú um stundir þar sem Mjöll, kona hans, er í meistaranámi í sálfræði. Þau hjónin héldu utan í fyrrasum- ar og því hefur Björn fengið að kynn- ast dönsku heilbrigðiskerfi og hvernig er hlúð að sjúklingum eins og honum. Hann segir muninn töluverðan því vegna meiri fjölda sé mun meira í boði. „Fyrir mig, sem lent hef í mistök- um heima á Íslandi, er mikill léttir að koma inn á heilbrigðisstofnun þar sem ekki eru menn sem ég hef dregið fyrir dómstóla. Á Íslandi þekkja allir alla og ef maður hefur eitthvað upp á einhvern að klaga ertu kominn með allt kerfið upp á móti þér,“ segir Björn ákveðið. solveig@frettabladid.is BJÖRN ÓFEIGSSON: STOFNAÐI VEFINN HJARTALIF.IS FYRIR FIMM ÁRUM Umhugað um öryggi sjúklinga STANDA SAMAN Hjónin Björn Ófeigsson og Mjöll Jónsdóttir standa saman að vefsíðunni www.hjartalif.is þar sem er að finna upplýsingar um flestallt sem snýr að hjartasjúkdómum. MYND/ÚREINKASAFNI Landlæknisembættið er 250 ára í dag. Af því tilefni verð- ur efnt til hátíðardagskrár í Hátíðarsal Háskóla Íslands frá klukkan 13 til 17.30. Á dagskránni eru fimm erindi sem fjalla um þætti í sögu embættisins frá öndverðu og verður litið yfir þróunina allt til þessa dags. Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur fjallar um þróun landlæknisemb- ættisins í 250 ár, Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur fjall- ar um tvo landlækna á 19. öld og ólíkar áherslur þeirra og Þórólfur Guðnason yfirlæknir fjallar um landlæknis- embættið og sóttvarnir svo dæmi séu tekin. Að erindunum loknum flytur Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, afmæliskveðju og Geir Gunnlaugsson land- læknir ávarpar gesti. Þeir Egill Ólafsson, Björn Thorodd- sen og Jón Rafnsson flytja létta tónlist bæði í upphafi og lok dagskrár. - ve Landlæknis- embættið 250 ára GEIR GUNNLAUGSSON Landlæknir ávarpar gesti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Jóhannes Magnús Guðmundsson bóndi, Ánabrekku, Borgarhreppi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 20. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Ása Ólafsdóttir Kolbrún Jóhannesdóttir Ragnheiður Valdís Jóhannesdóttir Stefán Magnús Ólafsson Hjördís Smith Ólafur Þórður Harðarson afa- og langafabörn. Guðni bakari 60 ára 18. mars verður Guðni í Guðnabakarí 60 ára. Af því tilefni ætla hann og fjölskylda hans að bjóða ætting jum og vinum i morgunkaffi laugardaginn 20. mars í bakaríinu frá kl. 9–12, gengið inn norðanmegin. Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, Páll Ólafsson bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 16. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Pálsdóttir Sveinn G. Segatta Ásta Pálsdóttir Gunnar Páll Pálsson Þórdís Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Bjarni Pálsson Ólöf Hildur Pálsdóttir Sigurður Valgeir Guðjónsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og vinur, Einar Þorsteinsson Gullsmára 5, andaðist sunnudaginn 14. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sæunn Mýrdal Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.