Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 30
MATUR OG GISTING Kaffi Hafnarfjörður opnaði aftur eftir endurskipulagningu um síðustu mánaðamót. Þar hafði verið rekið hefðbundið kaffihús með vínveitingaleyfi en eigend- urnir vildu aðra áherslur. „Við ákváðum að breyta um stefnu og opna fjölskylduvænt kaffihús,“ útskýrir Jón Hlíðar Run- ólfsson, einn eigenda kaffihússins. „Hér getur fólk komið með krakk- ana og fengið sér að borða og gripið í spil en við erum með safn af borð- spilum fyrir gestina að grípa til.“ Kaffihúsið opnar á hádegi alla daga og er opið til níu á kvöld- in. Boðið er upp á súpu og brauð í hádeginu og kaffibrauð á þjóðleg- um nótum. Einnig geta gestir gætt sér á ísréttum sem samsettir eru úr ís beint frá bónda. „Ísinn kemur frá Árbæ í Höfn í Hornafirði og við bjóðum upp á tólf bragðtegundir. Hann er bor- inn fram sem ísréttur til dæmis með bökuðum ávöxtum eða í mel- ónubátum. Vinsælasti rétturinn hjá krökkunum og hjá fullorðna fólk- inu reyndar líka, er peruréttur með kókosís og lakkrísbitum.“ Jón leggur áherslu á að nota innlent hráefni í veitingarnar og verslar beint við framleiðand- ann. Ísinn verður ekki það eina sem mun koma beint frá bónda heldur verður sultan ofan á vöfflurnar líka alíslensk. „Stefn- an er að kaupa innlent hráefni sem notað verður hér á kaffihúsinu. Til dæmis er lakkrísinn í peruísréttin- um líka framleiddur fyrir austan og við ætlum jafnvel að fá hveitið í baksturinn frá bónda. Við bökum allt sjálf hér og eigum alltaf til pönnukökur og vöfflur og góðar kökur. Bakkelsið hjá okkur er á þjóðlegu nótunum og við komum einnig til með að vera með þjóðleg atriði. Trúbadorar geta komið hing- að og spilað og ég á von á að félagar í Harmónikkufélagi Hafnarfjarðar haldi ársfundinn sinn hér og troði þá upp í framhaldinu.“ Rúmt er um gesti en salurinn á Kaffi Hafnarfirði tekur 50 manns í sæti og er hægt að fá hann leigðan undir veislur. Jón segir Hafnfirð- inga hafa tekið staðnum vel eftir að opnað var með nýjum áherslum og stanslaus straumur sé af gestum sem vilja njóta góðrar stundar með fjölskyldunni. „Þetta fer vel af stað og gestirn- ir koma reyndar allstaðar að, ekki bara héðan úr Hafnarfirði. Við vilj- um að fólk geti komið hingað inn með krakkana sína og fengið sér ís og kökur og haft það notalegt saman.“ heida@frettabladid.is Fjölskylduvænt kaffihús Í hjarta Hafnarfjarðar hefur snoturt kaffihús opnað dyrnar sérstaklega fyrir fjölskyldufólki. Þangað er hægt að tylla sér inn með börnin og gæða sér á þjóðlegum veitingum og ís beint frá bónda. Ísréttirnir úr ísnum frá Árbæ á Höfn í Hornafirði eru vinsælir jafnt meðal yngri og eldri gesta. Jón Hlíðar Runólfsson býður fjölskyldufólk velkomið á Kaffi Hafnarfjörð. Þar er meðal annars hægt að grípa í spil. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ilmandi pönnukökur eru daglega á boðstólum en íslenskt kaffibrauð er aðalsmerki kaffihússins. Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfi r. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í fl okki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti Skíða- og gönguferð til HESTEYRAR um páskana 1. – 5. príl Ferðafélag Íslands býður upp á fi mm daga skíða og gönguferð til Hesteyrar yfi r páskana. Fararstjórar Sigrún Valbergsdóttir og Bragi Hannibalsson. Dvalið í gamla Læknisbústaðnum og farið í daggöngur frá Hesteyri. Sjá nánar á www.fi .is Viltu breyta mataræðinu til batnaðar? ....en veist ekki hvar þú átt að byrja? Í lok fyrirlestrar fáið þið leiðbeiningar um val á heilsufæði. Innifalið í námskeiði er mappa með uppskriftum og fróðleik. Verð aðeins kr. 4.400.- Inga tekur einnig á móti fólki í einkaráðgjöf alla daga. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8995020 eða á eig@heima.is www.heilsuhusid.is 23. mars kl. 19.30 - 22.00 Heilsuhúsinu Lágmúla INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvaða óæskilegum mat við getum skipt út. • Hvaða fita er óholl og hver er lífsnauðsynleg. • Hvernig við getum komið jafnvægi á blóðsykurinn og öðlast meiri orku vellíðan og heilbrigði. Á ENSKU OG DÖNSKU • Byggingafræði • Véltæknifræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði • Byggingatæknifræði Á ENSKU • Tölvutæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Útfl utningstæknifræði • BS í Markaðsfræði Á DÖNSKU • Véltækni • Landmælingar • Aðgangsnámskeið HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE (VITUS BERING DENMARK) Í HORSENS BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN VIA UNIVERSITY COLLEGE Chr. M. Østergaards Vej 4 DK-8700 Horsens WWW.VIAUC.DK Tel. +45 8755 4000 Fax: +45 8755 4001 Mail: tekmerk@viauc.dk Í BOÐI ER: NÁM Í DANMÖRKU 02 02 3 Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi: 19.03-26.03.2010. Áhugasamir geta haft samband í síma 5901400 (Hótel Plaza). Leggið inn skilaboð og við munum hringja til baka eða hringið beint í Johan í síma 8458715. Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Miðvikudaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.