Fréttablaðið - 18.03.2010, Page 62

Fréttablaðið - 18.03.2010, Page 62
54 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. fangi, 6. ógrynni, 8. slagbrandur, 9. skarð, 11. kraðak, 12. tíðindi, 14. endurtekning, 16. skammstöfun, 17. því næst, 18. sóða, 20. til, 21. vaða. LÓÐRÉTT 1. grasþökur, 3. klaki, 4. kasta, 5. læsing, 7. formann, 10. skref, 13. loft, 15. tolla, 16. ris, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. gísl, 6. of, 8. slá, 9. rof, 11. ös, 12. fregn, 14. stagl, 16. þe, 17. svo, 18. ata, 20. að, 21. kafa. LÓÐRÉTT: 1. torf, 3. ís, 4. slöngva, 5. lás, 7. forseta, 10. fet, 13. gas, 15. loða, 16. þak, 19. af. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Fimm sinnum. 2 Hrafn Gunnlaugsson. 3 Ólafur Darri Ólafsson. „Rúnstykki með osti og kaffibolli. Maður kippir með heitu rúnstykki úr bakaríinu, eftir að maður fer með krakkana á leikskólann, fyrir sig og frúna. Á tyllidögum er það svo hafragrautur með sojamjólk og rúsínum.“ Haukur Heiðar Hauksson í Diktu. Halldóri Magnússyni, eiganda tískuversl- unarinnar Imperial á Akureyri, hefur verið hótað alvarlegum aðgerðum ef hann hættir ekki að nota nafn ítölsku verslanakeðjunnar Imperial innan tveggja daga. Halldór telur að íslenska tískufyrirtækið NTC standi á bak við þessar aðgerðir. „Ég tel þetta vera hreint og klárt samkeppnis- brot,“ segir hann. NTC hefur selt vörur frá Imperial undanfarin ár og ítalska fyrirtæk- ið hefur nú fengið einkaleyfi á nafninu hér á landi. Halldór íhugar að höfða skaðabótamál gegn NTC vegna málsins. „Ég er að leita réttar míns í því. Ég tel að þau séu að ná því að valda mér fjárhagslegum skaða og séu að ógna rekstri mínum verulega,“ segir hann. Svava Johansen, forstjóri NTC, segir fyrirtækið síður en svo hafa verið í herferð gegn Halldóri og fyrirtæki hans. Hann hafi einfaldlega farið yfir strik sem sé ekki eðlilegt með því að nota nafn sem ítalskur framleiðandi eigi og hafi nú einkarétt á hér á landi. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og þeir urðu mjög reiðir,“ segir Svava um við- brögð Imperial. „Þeir eru alls ekki sáttir við að hann sé að opna verslun því þeir hafa hug á að opna verslun með okkur sem heitir Imperial,“ segir hún. - fb Ítalir hóta tískuvöruverslun á Akureyri HALLDÓR MAGNÚSSON Eiganda Imperial á Akureyri hefur verið hótað alvarlegum aðgerðum frá samnefnd- um ítölskum tískurisa. „Ég skil það sem svo að hún var ein af þeim fyrstu sem kynntu Tchenguiz-bræð- urna fyrir íslenska fjármálakerfinu,“ segir Jonathan Russell, blaðamaður breska dag- blaðsins the Daily Telegraph. Russell fullyrðir í sunnudagsútgáfu Telegraph 7. mars að forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, og Vincent Tchenguiz hafi átt í ástarsambandi á níunda áratug síðustu aldar. Vincent er bróðir Roberts Tchenguiz, en á tímum íslensku útrásarinnar fengu þeir hátt í 300 milljarða að láni frá Kaup- þingi og hafa gert yfir 400 milljarða skaða- bótakröfur í þrotabú bankans. Fréttablaðið hafði samband við Örnólf Thorsson forsetaritara. Hann sagði að for- setafrúin væri stödd erlendis og gæti því ekki tjáð sig um málið. Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz eru íranskir viðskiptamenn, en sá fyrr- nefndi sat í stjórn Exista sem átti stóran hlut í Kaupþingi fyrir bankahrun- ið. Bræðurnir fóru hæst í 78. sæti yfir ríkustu menn Bretlands og voru þeir metnir á 850 milljónir breskra punda. Þeir hafa tapað háum fjárhæðum í kreppunni og í breska blaðinu Observer er Robert Tchenguiz sagður sá kaup- sýslumaður í Bretlandi sem hefur tapað mestu á fjármálakeppunni. Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson forseti kynntust í kvöldverðarboði í London hjá vinkonu Dorritar. Dorrit trúlofaðist Ólafi árið 2000 og þau giftu sig á afmælisdegi for- setans 14. maí 2003. - afb Dorrit hitti Tchenguiz-bróður FRÉTT Í SUNDAY TELE- GRAPH Jonathan Russell segir að Dorrit Moussaieff hafi átt í ástarsambandi við kaupsýslumanninn Vincent Tchenguiz, en hann og bróðir hans fengu gríðarlegar upphæðir að láni frá Kaupþingi. Einn þáttur úr bandarísku raun- veruleikaþáttaseríunni Bachelor- ette verður tekinn upp hér á landi innan tíðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun framleiðslufyr- irtækið Pegasus þjónusta banda- ríska tökuliðið meðan á dvöl þess hér á landi stendur, en um er að ræða gríðarlega stórt verkefni sem tugir manna munu koma að. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa Bandaríkjamennirnir hug á því að taka upp rómantísk- ar senur með þátttakendum víðs vegar um landið og því ljóst að um verður að ræða mikla landkynn- ingu, sennilega á pari við þá sem Amazing Race hafði árið 2004 þegar þátturinn var tekinn upp hér á landi. Um það bil þrettán milljón- ir Bandaríkjamanna horfa á hvern þátt Bachelorette. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Pegasus var engin svör að fá varðandi þetta verkefni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hvílir mikil leynd yfir tökun- um og verður öllum sem að þeim koma gert að skrifa undir sérstakt trúnaðarskjal enda má ekkert kvis- ast út hvaða heppnu piparsveinar fá að koma til Íslands og hverjir verða dottnir úr leik á þessum tímapunkti. Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri segir að mikil landkynning fyrir Ísland felist í því að vinsæll þáttur sem þessi sé tekinn upp hér. „Áhorfendahópurinn að þætti á borð við þennan er einmitt sá hópur frá Norður-Ameríku sem lítur hýru auga til Íslands,“ segir Ólöf en það eru vel menntaðar konur á aldrin- um 18-35 með góðar tekjur. „Það að svona þáttur skuli horfa til Íslands getur því bara verið jákvætt. Við höfum séð þessi dæmi að bæði Bachelor og Bachelorette hafa haft áhrif á ferðaþjónustu víða um heim,“ segir Ólöf og bendir meðal annars á tölur frá Nýja-Sjálandi. Þar fjölgaði heimsóknum á heima- síðu Ferðamálastofu Nýja-Sjálands um 110 prósent eftir að þáttur sem tekinn var þar upp var sýndur. Fyrir aðdáendur þessara vin- sælu stefnumótaþátta er rétt að kynna til leiks stúlkuna sem leitar að ástinni á Íslandi. Hún heitir Ali Fedotowsky og var ein aðalstjarn- an í síðustu Bachelor-þáttaröðinni. Fram kemur á heimasíðu ABC-sjón- varpsstöðvarinnar að hún sé mikil framakona en hafi jafnframt áhuga á knattspyrnu og útivist, eitthvað sem ætti að nýtast henni vel þegar hún kemur til Íslands og kynnir sér náttúru Íslands. Á heimasíðunni kemur jafnframt fram að fyrsti þátturinn verði frumsýndur mánu- daginn 24. maí. freyrgigja@frettabladid.is ÓLÖF ÝRR: GRÍÐARLEG LANDKYNNING AÐ FÁ SVONA STÓRAN ÞÁTT HINGAÐ BACHELORETTE TIL ÍSLANDS Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri LHÍ, mætir með nemendur sína á tískusýningu á vegum Hönnunar- Mars á NASA á laugardagskvöld. Eins og flestir muna voru það ummæli Lindu um kjóla fatahönn- uðarins Birtu Björnsdóttur sem komu stóra kjólamálinu af stað á dögunum, en hún hafði miður fallega hluti að segja um kjóla Birtu. Nú fær Linda tækifæri til að sýna hvað hún meinar með faglegri hönn- un en merkið heitir Black og samanstendur af hönnun nemenda LHÍ. Emilíana Torrini hyggur á útgáfu DVD-mynddisks á næstunni þar sem sýnt verður frá tónleikum hennar. Aðdáendur hennar hafa beðið lengi eftir slíkum diski og verður þeim því loksins að ósk sinni. Kvik- myndagerðarmaður- inn Gaukur Úlfarsson hefur fylgt Emilí- önu eftir að undanförnu og fest ferðir hennar á filmu og verður áhugavert að sjá hver útkom- an verður. Vinsældir Skúla Gestssonar og strákanna í hljómsveitinni Diktu eru í hæstu hæðum þessa dagana. Lagið Thank you af nýjustu plöt- unni, Get it together, er á toppnum á fjórum útvarpsstöðvum: Rás 2, Bylgjunni, Xinu og FM. Þetta eru „cross-over“ vinsældir sem hafa líklega ekki sést á Íslandi síðan Smells like Teen spirit fór eins og eldur um sinu vinsældalistanna árið 1991. - afb, fb, drg FRÉTTIR AF FÓLKI VÆNTANLEG TIL ÍSLANDS Ali Fedotowsky er væntanleg til Íslands ásamt nokkrum draumaprinsum úr raunveru- leikaþáttaröðinni Bachelorette. Einn þáttur verður tekinn upp hér á Íslandi og segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri þetta geta verið mikla landkynningu fyrir Ísland. Mikil leynd hvílir yfir því hvar og hvenær þættirnir verða teknir upp hér á landi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.