Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 52
44 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Þeir sem hafa séð þessa mynd segja að hún dálítið lík myndinni Varði fer á vertíð. Ég hef nú bara ekki séð þá gloríu,“ segir Erling Bang, sem leikur og leikstýrir kvikmyndinni Zoom Boom Boom. Myndin verður frumsýnd í kvöld hjá Hemma og Valda, Laugavegi 21. Þetta er leikin mynd í fullri lengd um tónlistarmanninn Vigga Snæ (sem Erling Bang leikur) og gerð sólóplötu hans, Zoom Boom Boom. Myndina gerir Erling með Jóni Atla Guðjónssyni. „Ha, nei, þetta er ekki mynd um Vigni Snæ í Írafári,“ segir Erling. „Okkar Viggi er að spila digi- tal-death-metal og þetta er mikið partí. Þetta er þó langt í frá einhver partímynd. Það er drama líka.“ Kvikmynd í fullri lengd – er ekk- ert mál að skella því í gang nú á síðustu og verstu? „Nei, nei. Ég hætti í hljómsveit- inni I adapt og þá gafst tími til að einbeita sér að þessu. Myndin er skotin á heimiliskameru og svo var þetta bara klippt. Við lærðum mikið á þessu. Nú erum við komnir með hljóðver sem heitir Rec Stúdíó og erum að gera alls konar hluti. Við stefnum á að koma myndinni á hátíðir og jafnvel að pressa diska. Þetta er náttúrlega hugsað sem dvd og cd saman. Svo fer þetta að sjálfsögðu á Netið. Það eru þegar komnir bútar á kvikmynd.is og youtube.“ Frumsýning myndarinnar er upphafsatriði hátíðar sem er haldin í tilefni af árs afmæli tónleikaraðar Grapevine Grassroots. Á hátíðinni, sem öll fer fram hjá Hemma og Valda, kemur brot af þessum bönd- um fram. Í kvöld spila Felonious Monk, Hestbak og ThizOne á eftir kvikmyndinni (sem hefst kl. 20), annað kvöld spila Johnny Strong- hands, Arnljótur, Nolo og Pas- cal Pinon; og á laugardagskvöldið hljómsveitirnar AMFJ, DLX ATX, Kid Twist og Bárujárn. Gjörsam- lega ókeypis er inn á hátíðarhöldin. - drg Frumsýna mynd um Vigga ERLING BANG SEM VIGGI SNÆ Aðal- söguhetja myndarinnar Zoom Boom Boom. Um 6.600 Íslendingar sáu heimildar- myndirnar Guð blessi Ísland eftir Helga Felixson og Maybe I Should Have eftir Gunnar Sigurðsson í kvikmynda- húsum hérlendis. Um þrjú þúsund sáu Maybe I Should Have en aðeins fleiri Guð blessi Ísland. Þessar tvær myndir um bankahrun- ið virðast því ekki hafa fallið jafnvel í kramið hjá landsmönnum og heim- ildarmyndirnar Sólskinsdrengurinn og Draumalandið sem voru sýndar fyrir ekki svo löngu síðan við miklar vinsældir. Má leiða að því líkur að fólk hafi einfaldlega fengið nóg af fréttum af hruninu sem hafa tröllriðið fjölmiðl- um undanfarið. Þetta dregur þó ekki úr gildi myndanna sem er mikið fyrir íslenskt samfélag. Tæplega fjórtán þúsund manns sáu Sólskinsdrenginn eftir Friðrik Þór Friðriks- son og um sextán þús- und Draumalandið, sem er jafnframt aðsókn- armesta íslenska heimildarmynd- in. Ein mynd til viðbótar um bankahrunið og búsáhalda- byltinguna er væntan- leg í bíó. Hún er eftir Ara Alexander. - fb Yfir sex þúsund sáu hruns-myndir HRUNSMYND Gunnar Sigurðsson á Tortola í heimildarmynd sinni Maybe I Should Have sem um þrjú þúsund Íslendingar sáu. > KÆRASTAN ER BEST Leikarinn Shia LaBeouf segir að kærastan sín, Carey Mulligan, sem lék í hinni rómuðu mynd An Education, sé hæfleikaríkasta leikkona sem hann hafi nokkru sinni kynnst. Mulligan leikur einmitt á móti LaBeouf í myndinni Wall Street: Money Never Sleeps sem er væntanleg í bíó. Þau byrjuðu saman á síðasta ári eftir að hafa hist á tökustað. Rokksveitin Metallica ætlar í tónleikaferð um heiminn á næsta ári sem mun jafnast á við risavaxna tónleika- ferð Pink Floyd á árun- um 1980 til 1981 vegna plötunnar The Wall. Þessu heldur umboðs- maður sveitarinnar, Peter Mensch, fram. Hljómsveitin er núna að sanka að sér hugmynd- um vegna ferðarinnar, þar sem spilað verður í tíu borgum víðsvegar um heiminn. „Á næsta ári verðið þið vitni að tónleikaferð sem mun hrista rækilega upp í ykkur,“ sagði Mensch. „Það verður hægt að líkja henni við The Wall.“ Vonandi verða engar óeirðir í kringum tónleikaferðina líkt og gerðist með tónleika sveitarinnar í Kólumbíu á dögunum. Þá voru 160 aðdáendur sveitarinnar sem fengu ekki miða á tónleikana handteknir fyrir utan tónleikastaðinn. Risavaxnir tónleikar METALLICA Á leið í tónleikaferð um heiminn sem mun jafnast á við The Wall-túrinn með Pink Floyd. GEIR H. HAAR- DE Kemur við sögu í báðum heimildar- myndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.