Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 4
4 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 11° 12° 9° 11° 15° 7° 7° 23° 14° 20° 20° 23° 2° 16° 20° 3°Á MORGUN Víða fremur hægur vindur. SUNNUDAGUR Strekkingur/hvasst S- lands, annars hægari. 2 -1 -1 4 3 3 2 1 35 -1 5 6 6 5 1 1 11 3 5 10 6 6 12 8 12 10 5 4 10 15 0 HELGIN verður frekar blaut um landið sunnanvert en það lítur reynd- ar út fyrir að verði víða úrkoma á landinu á morgun. Á sunnudag má búast við strekkingi eða hvassviðri með rigningu sunnan- lands en hægari vindi og úrkomu- litlu veðri norðan heiða. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fésbókarmanninn svokallaða fyrir ýmis brot, þar á meðal gróf kynferðisbrot gegn tveimur stúlk- um, sem hann komst í kynni við á Facebook. Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun, þar sem ofbeldi og ólög- mætri nauðung var beitt, gagnvart annarri stúlkunni. Hann sætir jafnframt ákæru fyrir frelsisvipt- ingu í þessu tilviki. Þá er maður- inn ákærður fyrir að nauðga hinni stúlkunni með því að notfæra sér yfirburði sína gagnvart henni og neyta aflsmunar. Í ákæru segir einnig að maður- inn sé ákærður fyrir brot gegn því ákvæði hegningarlaga sem bannar kynmök við börn undir fimmtán ára aldri. Þá hefur hann verið ákærð- ur fyrir vörslu barnakláms. Að auki hefur maðurinn verið ákærð- ur fyrir auðgunarbrot, sjö þjófnaði, tvær gripdeildir og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Enn eru til rannsóknar tvö kyn- ferðisbrot mannsins gegn börnum undir fimmtán ára aldri. Ákvörð- un um hvort maðurinn verði einnig ákærður fyrir þau verður væntan- lega tekin fljótlega, en þau mál eru á leið til ríkissaksóknara. Málið verður þingfest fyrir dómi á mánudag næsta og verður þinghald lokað. - jss FACEBOOK Maðurinn kynntist ungum stúlkum á Facebook og fékk þær til að hitta sig. Fésbókarmaður ákærður fyrir brot gegn tveimur stúlkum, önnur mál í rannsókn: Nauðgaði og átti barnaklám PÓLLAND, AP Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður. Tveir aðrir Pólverjar bíða einnig dóms vegna sama máls, auk þess sem sænskur maður situr í fangelsi í Svíþjóð og bíður framsals til Póllands vegna aðildar að ráninu. Mennirnir þrír, sem þegar hafa verið dæmdir, játuðu aðild sína og féllust á dómsuppkvaðn- ingu án réttarhalda. Skiltinu alræmda var stolið aðfaranótt 18. desember. - gb Þjófnaðurinn í Auschwitz: Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld AUSCHWITZ-SKILTIÐ „Vinna veitir frelsi“ stendur á skiltinu alræmda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Samtök evrópskra flugumferðarstjóra hafa lýst yfir vonbrigðum með þau áform ríkis- stjórnarinnar að setja lög gegn hugsanlegu verkfalli flugumferð- arstjóra. Í bréfi sem samtökin sendu forsætisráðherra er fullyrt að þetta brjóti gegn Evrópusátt- mála um mannréttindi og minnt á að verkfallsréttur sé verndaður af alþjóðlegum lögum. Áform stjórnarinnar séu ekki nokkuð sem búast ætti við af framtíðaraðila Evrópu- sambandsins. - kóþ Evrópskir flugumferðarstjórar: Vonbrigði með lagasetninguna Enn hækkar bensínið Bensínlítrinn var sums staðar kominn í 212 krónur í sjálfsafgreiðslu í gær. Ekki eru nema þrjár vikur síðan bensínverð rauf 200 króna múrinn. Frá áramótum hefur bensínlítrinn hækkað um 25 krónur. Lítri af dísilolíu kostar tæpar 205 krónur í sjálfsafgreiðslu og hefur hækkað um tæpar 20 krónur frá áramótum. NEYTENDAMÁL KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostn- að stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn yrði kosið nú. Í síðustu könn- un Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentu- stig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylg- is. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Frétta- blaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðn- ings 23,1 prósents kjósenda sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðast- liðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dreg- ist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosning- um, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig tölu- verðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mæl- ast á stuðningi við Framsóknar- flokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könn- un Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðast- liðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í jan- úar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðn- ing 0,6 prósenta kjósenda, sam- anborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosn- inga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þing- manni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokk- arnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könn- un Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgara- hreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlít- ið breyttri aðferð frá fyrri könnun- um blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum. brjann@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Sam- fylking og Vinstri græn bíða afhroð. Aðeins 39 prósent þeirra sem taka afstöðu styðja sitjandi ríkisstjórn. 40 35 30 25 20 15 10 5 % FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA 29,8 25 . a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 15 . o kt ób er 2 00 9 7. jan úa r 2 01 0 18 . m ar s 2 01 0 Ko sn in ga r Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2009 til 18. mars 2010. 23,7 21,7 14,8 7,2 0,4 24,6 13,7 1,6 0,4 31,1 28,7 40,3 23,1 20,6 13,3 2,1 0,6 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 18.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,0257 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,49 126,09 191,82 192,76 171,53 172,49 23,05 23,184 21,462 21,588 17,650 17,754 1,3906 1,3988 192,48 193,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Allt til rafhitunar Olíufylltir rafmagnsofnar Norskir hitakútar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.