Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 6
6 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Næstu niður- skurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Álfheið- ur Ingadóttir í erindi á ráð- stefnu um heil- brigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög st í fra r for - gangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.“ Álfheiður sagði jafnframt að nauðsynlegar skipulagsbreyt- ingar þýddu að loka þyrfti tíma- bundið fyrir tiltekna þjónustu á landsbyggðinni jafnt sem á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir ráðstefnu í gær þar sem glímt var við spurninguna um hvernig ná mætti hámarksár- angri í heilbrigðismálum í ljósi niðurskurðar. Loka þarf 50 millj- arða króna gati á fjárlögum næsta árs en heilbrigðismálin eru lang- stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Engar tölur liggja á borðinu um niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu, enda fjárlagagerðin fyrir árið 2011 rétt að byrja. „Hins vegar tel ég að áherslur ríkisstjórnarinnar hvað varðar niðurskurð á milli málaflokka hafi ekki breyst,“ segir Álfheiður. Spurð út í forgangsröðun á fólki segir Álfheiður að slíkt verkefni verði gríðarlega erfitt og „krefj- ist þess jafnvel að kallað verði á siðfræðinga til að meta hvernig að slíku yrði staðið. Um þetta þarf sáttmála í samfélaginu.“ Á fjárlögum þessa árs er niður- skurðarkrafan í heilbrigðisþjónust- unni fimm prósent en sjö prósent ef tekið er tillit til niðurskurðar í stjórnsýslunni. Krafan til mennta- mála er sjö prósent og tíu prósent á allt annað. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir að niðurskurður af sömu stærðargráðu og á fjárlög- um 2010 gæti þýtt fjöldauppsagnir á LSH eða að þjónusta sem nú þyki sjálfsögð verði aflögð. Sólveig Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Læknafélagsins, lýsti á fundinum áhyggjum sínum af þróun mála. „Staðan á öllum heilbrigðisstofnunum landsins er erfið, því miður. Í dag óttast ég að góður árangur síðustu ára haldist ekki þegar það þarf að skera svona mikið niður.“ Tvennt nefndi Sólveig: Flótti heil- brigðisstarfsfólks, sem er nú stað- reynd, og fjársvelti LSH til tækja- kaupa „sem mun leiða til þess að við munum dragast aftur úr í tækni og framleiðni“. svavar@frettabladid.is Niðurskurður krefst aðkomu siðfræðinga Niðurskurður til heilbrigðismála á fjárlögum næsta árs þýðir að leggja verður af þjónustu sem hingað til hefur þótt sjálfsögð. Taka þarf ákvörðun um hverjir eigi að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki, segir heilbrigðisráðherra. ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR OFFITUAÐGERÐ Á LSH Heilbrigðisráðuneytið kallaði fyrir viku saman framkvæmda- stjórnir allra sjúkrastofnana landsins, landlækni, Lýðheilsustöð og heilbrigðisnefnd Alþingis til að undirbúa sársaukafull skref í niðurskurði á fjárlögum næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI EYJAFJÖRÐUR Íbúar Hörgárbyggð- ar og Arnarneshrepps í Eyjafirði kjósa á laugardag um hvort sam- eina skuli sveitarfélögin tvö. Alls búa 606 manns í sveitar- félögunum. Í Hörgárbyggð 429, en 177 í Arnarneshreppi. Guðmundur Sigvaldason, bæjar- stjóri í Hörgárbyggð, býst við því að sameiningin verði samþykkt: „Við teljum að með sameiningu verði hægt að efla samfélagið og auka möguleika þess til að takast á við ýmis stærri verkefni.“ Sveitarfélögin tvö starfa nú þegar saman „um flesta hluti“, að sögn Guðmundar, svo sem við rekstur skóla og íþróttamann- virkja. „Þetta snýst því bara um að þróa það áfram,“ segir Guðmundur. Fjárhagslega standi sveitar- félögin tvö ágætlega, en í yfir- standandi þrengingum efnahags- lífsins sé betra að hafa borð fyrir báru. „Tekjur sveitarfélaga almennt eru að minnka en um leið eru gerðar kröfur um sömu þjónustu. Þetta er fyrirbyggjandi aðgerð frekar en annað, til að geta brugð- ist betur við sveiflum þegar þær koma,“ segir sveitarstjórinn. Beinn fjárhagslegur ávinning- ur af sameiningu sveitarfélag- anna nemur um fjórtán milljónum króna á ári, þar af sex milljón- ir sem fást úr auknum framlög- um Jöfnunarsjóðs sveitarfélag- anna. Þá fást allt að 36 milljónir úr sama sjóði til að standa straum af kostnaði við sameininguna. Samþykki íbúarnir sameiningar- áformin má gera ráð fyrir að þau gangi í gegn í kjölfar sveitarstjórn- arkosninganna 29. maí. Í þeim kosn- ingum yrði enn fremur kosið um nafn á sveitarfélagið nýja. - kóþ Íbúar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar gætu myndað 606 manna sveitarfélag: Kjósa um sameiningu um helgina Fæðing nýs sveitarfélags? Eyjafjörður Ak ure yri Arnarneshreppur Hörgárbyggð Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifærisdagar í verslun okkar! Flottir lampar á Tækifærisverði. Tæki 8.900 4.900 í mars Brick borðlampar Tækifærisverð: kr. stgr. Vendela borðlampar Tækifærisverð: kr. stgr. 1 2 1 2 færi Dalshrauni 13, Hafnarfi rði - sími 578 9700 TILBOÐ HELGARINNAR FJÁRHÆTTUSPIL Hjónin sem unnu 66,4 milljónir króna í Víkinga- lottói á miðvikudag ætla að nota peningana til að greiða skuldir og fara í gott sumarfrí. Þessi fjögurra manna fjöl- skylda er með bæði langtíma- og skammtímaskuldir. Vinningurinn kom því í góðar þarfir. Þegar þau hjónin komust að því að þau hefðu unnið fór konan með miðann á skrifstofu Íslenskrar getspá: „Viðkomandi var í hálf- gerðu áfalli,“ segir í tilkynningu þaðan. - kóþ Fengu 66,4 milljónir króna: Lottó greiðir niður skuldir DÓMSMÁL Sophia Hansen hefur verið dæmd í Hæstarétti til þess að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni rúmlega nítján milljónir króna. Fjárkrafa Sigurðar Péturs var byggð á skuldaviðurkenningu sem var útgefin 4. júní 2007. Hún var til komin vegna fjárhagsaðstoðar hans við átakið „Börnin heim“ sem laut meðal annars að fjármögnun baráttu Sophiu fyrir að fá dætur sínar tvær heim frá Tyrklandi. Sophia hélt því fram að nafnritun hennar á framangreinda skulda- viðurkenningu svo og tryggingar- bréf með 20 milljóna króna veði í húseign hennar væru fölsuð og skjölin því óskuldbindandi fyrir hana. Hún kærði til lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu fölsun á tryggingarbréfinu og skuldaviðurkenningunni. Lagt var fram sérfræðiálit Statens kriminaltekniska labora- torium í Svíþjóð 11. febrúar 2008 um rithandarrannsókn á undirrit- un framangreindra skjala. Niður- staða rannsakenda benti eindregið til þess að Sophia hefði undirritað skjölin. Með dómi sínum nú staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. - jss SOPHIA HANSEN Sophia ásamt lög- manni sínum í dómsal. Langvinnum málaferlum í kjölfar átaksins „Börnin heim“ lokið: Sophia greiðir nítján milljónir Á að leyfa hollenska hernaðar- fyrirtækinu E.C.A. Program að hefja starfsemi á Keflavíkur- flugvelli? JÁ 48,7% NEI 51,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru þær aðgerðir sem stjórn- völd hafa kynnt vegna vanda heimilanna nægilega góðar? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.