Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 44
24 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is BRUCE WILLIS ER 55 ÁRA. „Ég hef alltaf verið fullur sjálfstrausts. Áður en ég varð frægur kom það mér í vand- ræði. Eftir að ég varð frægur kom það mér bara í enn meiri vandræði.“ Bruce Willis er bandarískur leik- ari með langan feril að baki en hann hefur leikið í kvikmynd- um eins og Die Hard, Bandits og Pulp Fiction. MEKISATBURÐIR: 1831 Fyrsta bankarán í sögu Bandaríkjanna framið. City Bank of New York er rændur 245.000 dölum. 1870 Jón Ólafsson ritstjóri birt- ir kvæðið Íslendingabrag í blaði sínu Baldri. Hann hlaut síðar dóm fyrir birt- ingu þess. 1915 Plánetan Plútó ljósmynd- uð í fyrsta sinn. 1922 Leikfélag Reykjavíkur efnir til hátíðarsýningar á verki Molières, Ímynd- unarveikinni, í tilefni 300 ára fæðingarafmælis leikskáldsins. 1962 Bob Dylan gefur út sína fyrstu plötu. 1971 Tollstöðvarhúsið í Reykja- vík tekið í notkun. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var kosin bæjarfull- trúi í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 1908. Þennan dag flutti hún sitt fyrsta mál í bæjarstjórn en það var tillaga um að hafin yrði sundkennsla fyrir stúlkur. Fór Bríet fram á að veittar yrðu 150 krónur til kennslunnar en þá var varið 450 krónum til sundkennslu karla. Eftir að hún hafði lokið máli sínu varð öðrum bæjarfulltrúa að orði: „Vel byrjar það. Var svo sem við öðru að búast. Ég tel hyggilegast að stemma á að ósi strax. Hér á ekki að líð- ast heimtufrekja. Ég er fyrir mína parta alveg mótfallinn þessari bón konunnar, og ég vænti þess, að það séu allir.“ Tillagan var þó samþykkt. Árið áður eða 1907 hafði Bríet staðið fyrir stofnun Kvenréttindafélags Íslands og var formaður þess til ársins 1911 og aftur milli 1912 og 1927. Kvenréttindafélag Íslands, Thorvaldsensfélagið, Hvíta- bandið og Kvenfélagið Hringurinn sameinuðust um að bjóða fram Kvennalista fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar og fengu þrjár konur inn auk Bríetar, þær Katrínu Magnús- son, Þórunni Jónassen og Guðrúnu Björnsdóttur. Bríet sat í bæjarstjórn til ársins 1912 og aftur milli 1914 og 1920. Heimild: Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992 og www. wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 19. MARS 1908 Fyrsta mál Bríetar í bæjarstjórn Verk gömlu meistaranna verða á dagskrá Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna á tónleikum í Seltjarnarnes- kirkju á sunnudaginn kemur, 21. mars. Á tónleikunum verða flutt Forleikur í ítölskum stíl eftir Schubert, Kantata nr. 82 eftir Bach, tvær aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og að lokum Sinfónía nr. 38, Pragsinfónían eftir Mozart. Einsöngvari í aríun- um og kantötunni er Michael Jón Clarke og stjórnandi er Oliver Kentish. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og aðgangseyrir er 2.000 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. - jma Fimmtu tónleikar ársins TUTTUGASTA STARFSÁRIÐ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er á sínu tuttugasta starfsári. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Oliver Kentish. AFMÆLI GLENN CLOSE LEIKKONA er 63 ára. ALESSANDRO NESTA KNATT- SPYRNU- MAÐUR er 34 ára. Vegna útfarar Sveins Bjarka Sigurðssonar verður verslunin lokuð í dag. Blómatorgið Birkimel Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Fyrirtæki okkar er lokað frá klukkan 12.00 í dag vegna útfarar Sveins Bjarka Sigurðssonar. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.750 kr. á mann. ERFIDRYKKJUR Kaffitár fagnar tuttugu ára afmæli í ár og ætlar starfsfólkið að gera sér og við- skiptavinum dagamun með reglulegu millibili út allt árið. „Við sáum ástæðu til þess í þeim doða og drunga sem ríkir að blása í lúðra og hafa gaman. Við gáfum út uppskriftabækling með alls kyns kaffiréttum fyrir skemmstu, ætlum að hafa sérstakan afmælisdag á kaffihúsunum okkar í maí og fáum kaffibónda til landsins til að halda fyrir- lestur í sumar svo dæmi séu tekin,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Hún er af Suðurnesjum og þar eru rætur fyrirtækisins. „Við erum með kaffibrennslu og verksmiðju í Reykjanesbæ en þar brennum við kaffið okkar ásamt því að baka þær kökur og það brauð sem sem við seljum á kaffihúsunum. Það fyrirkomulag hefur reynst afar vel enda getum við breytt um áherslur eftir þörfum og höfum gæðin í okkar eigin höndum.“ Aðalheiður segir Kaffitár leggja mikla áherslu á umhverfisvernd og er fyrirtækið að sækja um að fá umhverf- ismerkinguna Svaninn. „Ef það tekst verðum við fyrsta kaffi- og veitinga- húsið á Íslandi sem fær svansvott- un. Við höfum alltaf verið umhverfis- sinnuð en fórum að vinna markvisst í þessu fyrir tveimur árum. Við flokk- um rusl, kaupum inn umhverfismerkt- ar og endurnýjanlegar vörur og vottuð hreinsiefni svo dæmi séu tekin. Hingað til höfum við starfsmennirnir aðallega séð um að flokka en til stendur að fá viðskiptavini í lið með okkur og færa flokkunina meira út í sal.“ Kaffitár hefur einnig lagt æ ríkari áherslu á að kaupa kaffi beint frá kaffi- bændum og eykst hlutfall þess kaff- is sem Kaffitár kaupir án krókaleiða jafnt og þétt. Árið 2006 var 31 prósent af kaffinu okkar keypt án krókaleiða en á síðasta ári var það komið í 75 pró- sent. Þetta tryggir okkur betra kaffi og kaffibændunum hærra verð,“ segir Aðalheiður sem hefur heimsótt alla þá kaffibændur sem hún er í viðskiptum af þessu tagi við. „Það eru hins vegar ekki eingöngu viðskiptasjónarmið sem reka mig áfram heldur er þetta bara svo miklu skemmtilegra.“ Kaffitár rekur átta kaffihús. Tvö eru í Leifsstöð, eitt í Reykjanesbæ og fimm á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrsta kaffi- húsið okkar var opnað í Kringlunni en það nýjasta er á Höfðatorgi.“ Aðal- heiður segir starfsemina alla tíð hafa gengið vel. „Við höfum verið með þrjá- tíu prósenta vöxt á hverju einasta ári ef frá eru talin árin 2008 og 2009 og er því um að ræða sígandi lukku nær alla tíð. Við höfum fundið fyrir smáveg- is samdrætti á matvörumarkaði síð- ustu ár en fyrirtækjamarkaðurinn og kaffihúsin ganga mjög vel. Við getum því ekki verið annað en borubrött og kjósum að líta á björtu hliðarnar.“ vera@frettabladid.is KAFFITÁR: FAGNAR TUTTUGU ÁRA AFMÆLI ÚT ALLT ÁRIÐ Kaupir kaffi án krókaleiða AÐALHEIÐUR HEIMSÆKIR KAFFIBÆNDURNA SJÁLF Kaffitár kaupir sífellt meira kaffi beint frá kaffibændum og var hlutfall þess 75 prósent í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR HELGI KRISTINSSON PRÓFESSOR er fimmtíu og tveggja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.