Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 56
36 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Þórunn Helga Jónsdóttir er að fara að hefja sitt þriðja tímabil með brasilíska liðinu þar sem að hún varð þrefaldur meistari á síðasta ári. „Það eru gerðar miklar kröfur til liðsins eftir góðan árangur í fyrra,“ segir Þórunn sem fékk nýjan og betri samning fyrir þetta tímabil. „Fljótlega eftir lok síðasta tímabils fóru þeir hjá Santos í að grisja hópinn og margir voru í óvissu um hverjir fengju samning áfram. Allir leikmenn fóru í einkaviðtal við framkvæmdastjórann og komu ýmist út grátandi eða brosandi. Það fór þó þannig að mér var boð- inn nýr samningur á miklu betri launum áður en ég gat opnað munninn á fundinum, svo að ég er bara alsæl,” segir Þórunn. „Við erum búnar að vera að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir tímabilið, meðal annars með miklum æfingum en það hefur líka verið annars konar undirbúningur eins og næringar- fræði og fleiri læknisskoðanir en maður á að venjast. Undarlegasta skoðunin var þegar við vorum myndaðar í bak og fyrir á sundföt- unum. Væntanlega einhvers konar líkamsbyggingarrannsókn, nema læknaliðið ætli að fara að gefa út dagatal,“ segir Þórunn í léttum tón. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Santos sé nú lang- stærsta liðið í kvennaboltanum hérna í Brasilíu í dag og nú síðast var haldinn blaðamannafundur þar sem tilkynnt var um fyrirhugaðan fund forseta og stjórnar Santos með stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins um möguleikann á því að Santos fái að senda lið til þátttöku í atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum á næsta ári,” segir Þórunn. „Tímabilið byrjar ekki fyrr en í byrjun apríl en stærsta verkefnið er heimsmeistarakeppni félagsliða sem áætluð er í nóvember,“ segir Þórunn sem er bjartsýn á spennandi tímabil. ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR: BOÐINN NÝR SAMNINGUR OG BETRI LAUN ÁÐUR EN HÚN GAT OPNAÐ MUNNINN Leikmennirnir komu út grátandi eða brosandi FÓTBOLTI John Terry, fyrirliði Chelsea, ætlar að heimsækja öryggisvörðinn sem hann keyrði á eftir leikinn gegn Inter í Meist- aradeildinni. Fjöldi ljósmyndara kepptist við að ná myndum af Terry og konu hans, Toni, þegar þau yfirgáfu Stamford Bridge og svo fór að Terry keyrði óvart á öryggisvörð sem var að reyna að halda ágeng- um ljósmyndurum í burtu. Hinn óheppni öryggisvörður, Steve Rowley, marðist á fæti og tognaði á ökkla. „Þetta var ekki viljaverk, þetta var algjört slys,“ sagði Rowley eftir atvikið. Terry keyrði í burtu enda tók hann ekki eftir því að hann hefði keyrt yfir fótinn á Rowley að eigin sögn. Varnarmaðurinn var yfirheyrð- ur af lögreglunni en málinu er lokið af hálfu hennar. Fyrst var talið að Rowley hefði fótbrotnað en meiðslin reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. - egm John Terry miður sín: Heimsækir ör- yggisvörðinn JOHN TERRY Reynir að bæta fyrir mistök sín. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ein athyglisverðasta fréttin í enskum fjölmiðlum í gær var sú að rapparinn Sean Combs, þekktur sem P. Diddy, hugðist gera tilboð í enska fótboltaliðið Crystal Palace. Diddy vill verða næsti auð- kýfingur til að eignast enskt fót- boltalið, samkvæmt The Sun, og hyggst hann gefa Ian Wright stóra tækifærið og ráða hann sem knattspyrnustjóra Crystal Palace. Fjárhagsvandræði skekja Crystal Palace sem er í harðri fallbaráttu í Coca Cola-deildinni. Tíu stig voru dregin frá félaginu eftir að það var sett í greiðslu- stöðvun. Talsmaður P. Diddy staðfesti við The Sun að rapparinn væri að íhuga möguleika á að kaupa Crystal Palace en væri einnig með annað félag í sigtinu. „Hann gæti tekið yfir skuldir félagsins og komið því á beinu brautina aftur upp í úrvalsdeild- ina. Hann skoðaði líka Port- smouth en fannst Crystal Palace meira spennandi. Svo er hann líka hrifinn af nafninu á liðinu,“ sagði heimildarmaður The Sun. - egm P. Diddy að kaupa Palace? Hrifinn af nafni félagsins P. DIDDY Yrði flottur í enska boltanum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sölvi Geir Ottesen hefur leikið virkilega vel með Sönder- jyskE í dönsku úrvalsdeildinni og vakið áhuga margra liða. Félagið telur nær ómögulegt að geta hald- ið honum innan sinna raða og verð- ur hann að öllum líkindum seldur í sumar. „Það hefur verið mikil umræða í gangi. Það er jákvætt að maður sé að fá athygli en ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Ég ein- beiti mér bara að mínum leik. Ég býst við því að ég geri einhverjar breytingar eftir tímabilið en þetta verður bara að koma í ljós. Það er ekkert staðfest. Ég veit að það er áhugi á mér en það þarf margt að smella til að það verði eitthvað úr þessu,“ segir Sölvi. Hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Bröndby á dögunum en Brönd- by er einmitt eitt þeirra liða sem hafa mikinn áhuga á Sölva. „Þess- ir tveir leikir eftir vetrarhlé hafa gengið rosalega vel bæði hjá mér persónulega og liðinu í heild. Það er verið að tala um að yfirmaður íþróttamála hjá okkur sé á leið til Bröndby og þá telja fjölmiðlar að hann taki mig með sér. Þetta er eitthvert púsl hjá fréttamönnum,“ segir Sölvi sem telur sig tilbúinn að stíga næsta skref. Þjálfari SönderjyskE hefur látið hafa eftir sér að enski boltinn henti Sölva vel en hann hefur bæði verið orðaður við úrvalsdeildar- liðin Fulham og Sunderland. Sölvi segist helst vilja fara til liðs utan Danmerkur. „Ef það er möguleiki þá er það mun meira spennandi en Danmörk þótt mér líði vel hér og danska deildin sé góð. Ég hef tekið mikl- um framförum hérna og er alltaf að verða betri leikmaður. Enska deildin er ein sú vinsælasta og besta í heimi og auðvitað langar mann að fara þangað,“ segir Sölvi sem er með sérstakan enskan umboðsmann sem sér um hans mál þar í landi. Síðasti leikur SönderjyskE var gegn OB, sá leikur fór 1-1 þar sem Sölvi fékk að kljást aðeins við Rúrik Gíslason. „Hann fór nú ekki oft inn á mitt svæði en ég held að ég hafi nú unnið öll þau einvígi þegar við mættumst,“ segir Sölvi í léttum tón en hann verður samn- ingslaus á næsta ári. „Það væri best fyrir klúbbinn og mig sjálfan að ég taki næsta skref í sumar. Það væri skynsamlegast fyrir þá að selja mig í sumar meðan þeir hafa möguleika.“ Sölvi á níu A-landsleiki að baki og var í byrjunarliðinu í síðasta leik gegn Kýpur. „Markmiðið er að festa mig í sessi í byrjunarliði landsliðsins og halda áfram á sömu braut með SönderjyskE. Ef maður stendur sig kemur þetta allt,“ segir Sölvi Geir. elvargeir@frettabladid.is Tilbúinn fyrir næsta skref Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur leikið frábærlega með SönderjyskE í dönsku deildinni. Stærri lið hafa áhuga og hann er líklega á förum í sumar. ÍSLENSKUR VÍKINGUR Sölvi hóf feril sinn hjá Víkingi Reykjavík en gæti verið á leið í öllu stærra félag næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Tveir nýliðar hjá Júlíusi Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær sextán manna hóp fyrir tvo leiki gegn Bretum en leikirnir eru liður í undankeppni EM. Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og það eru Arna Erlingsdóttir úr KA/Þór og Valsstúlkan Rebekka Skúladóttir. Fyrri leikur liðanna fer fram í Crystal Palace national stadium hinn 31. mars en liðin mætast síðan í Laugardalshöllinni 3. apríl næstkomandi. Önnur lið í riðli Íslands eru Austurríki og Frakkland. Tvö efstu liðin komast upp úr riðlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.