Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 8
8 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL „Þetta er algjörlega for- kastanlegt,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, um hugmyndir um hernaðarfyrirtæki á Keflavíkur- flugvelli. Samflokksmenn hennar, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, hafa lýst sig fylgjandi hugmyndinni. Björgvin sagði í samtali við Víkurfréttir á miðvikudag að málið hefði verið samþykkt í ríkisstjórn. Enginn ráðherra sem Fréttablað- ið hafði samband við kannaðist við að málið hefði nokkru sinni ratað á borð stjórnarinnar. Umsókn fyrirtækisins er á borði Flugmálastjórnar og líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær er mat hennar langt komið. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er niðurstaða hennar sú að breyta þurfi reglugerð eigi málið að ná fram að ganga. Þá kemur til kasta samgönguráðherra. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, leggst alfarið gegn hugmyndinni. „Ég tel að við höfum ekki þörf fyrir nýtt hermang hér á landi. Við börð- umst nú mörg hver lengi fyrir því að herinn færi og það er ekki hægt að búast við að við stökkvum á þetta.“ Hann segir að þótt illa ári geti Íslendingar ekki stokkið á hvað sem er þótt fjármunir séu í boði. Steinunn Valdís segir málið aldrei hafa verið rætt í þingflokki Samfylkingarinnar. „Ef marka má heimasíðu þessa fyrirtækis er ekki annað að sjá en að meginmarkmið þess sé stríðsrekstur. Ísland á ekki að setja nafn sitt við svona starf- semi og þetta er algjörlega á skjön við þá ímynd sem við þurfum að byggja upp. Ég gef ekkert fyrir þau rök að þetta sé í nafni atvinnuuppbygg- ingar á Suðurnesjum. Við hljótum að setja einhver siðferðismörk um þá atvinnustarfsemi sem hér fer fram.“ Nokkur kurr var í stjórnarlið- um sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Vísuðu sumir á stjórnarsátt- málann, að þessi starfsemi rím- aði illa við ákvæði hans um að ríkisstjórnin leggi áherslu á bar- áttu fyrir friði og afvopnun og að Ísland verði boðið fram sem vett- vangur fyrir friðarumræður. kolbeinn@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is 1. Hvaða starfsemi verður í nýju húsi sem nú rís á Bernhöftstorfunni? 2. Hvaða vörumerki fylgir ekki með í sölunni á þrotabúi Securitas? 3. Hvað er FÍFL? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 sumarferdir.is ... eru betri en aðrar. 2.000 bæklingar UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is IceCell tapar leyfinu Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) hefur afturkallað leyfi farsímafyrir- tækisins IceCell frá því 2007 til að reka símaþjónustu á GSM 1800 tíðnisviði. „Tíðniheimildin er aftur- kölluð vegna vanefnda fyrirtækisins á að standa við skilmála heimildar- innar, sem kvað á um uppbyggingu farsímanets í áföngum fyrir tiltekin tímamörk,“ segir PFS. FJARSKIPTI LÖGREGLUMÁL Sextugur karlmað- ur situr nú í gæsluvarðhaldi til 7. apríl eftir að hann var hand- tekinn við komuna til landsins í síðustu viku með rúmlega 600 grömm af kókaíni innvortis. Maðurinn, sem er Lithái, var að koma frá Kaupmanna- höfn þegar hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli við hefð- bundið eftirlit. Grunsemdir vökn- uðu um að hann hefði fíkniefni innvortis og var hann því hand- tekinn. Í fyllingu tímans skilaði hann niður kókaíninu sem hann hafði sett í smokka og gleypt. Maðurinn hefur ekki verið búsettur hérlendis né dvalið hér á landi svo vitað sé. - jss Smyglari í gæsluvarðhaldi: Var með 600 grömm af kóka- íni innvortis UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að stækkun Mjólkárvirkjunar í Ísa- fjarðarbæ skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörð- unina má kæra til umhverfis- ráðherra. Kærufrestur er til 20. apríl. „Það er niðurstaða Skipulags- stofnunar að stækkun Mjólk- árvirkjunar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif,“ segir í ákvörðuninni. Um leið er sagt brýnt að standa þannig að verki að rask verði í algjöru lágmarki og að hafist verði handa við frágang um leið og framkvæmdum lýkur. „Gangi það eftir eigi neikvæð sjónræn áhrif framkvæmdanna að verða skammvinn og óveruleg.“ - óká Mjólkárvirkjun ekki í mat: Óveruleg áhrif og skammvinn STJÓRNSÝSLA Lagt verður til við for- sætisráðherra fyrir lok næsta mán- aðar að opinber fyrirtæki svo sem Landsvirkjun, RÚV og Orkuveita Reykjavíkur verði sett undir upp- lýsingalög. Þannig hefði almenn- ingur og fjölmiðlar betri aðgang að gögnum þessara stofnana. Starfshópur um endurskoðun á upplýsingalögum, sem forsætis- ráðherra skipaði síðasta sumar, mun leggja þetta til en formaður hennar, Trausti Fannar Valsson, segir að heildstæð drög að nýjum lögum liggi þegar fyrir. „Tillagan gengur út á að lögin nái til einkaréttar- legra fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er skoð- að hvort þau geti náð til fyr- irtækja sem eru að hluta í einka- eigu,“ segir Trausti Fannar. Einnig verða lagðar til breyt- ingar til að gera fólki auðveldara með að nálgast opinberar upplýs- ingar yfirleitt, og skoðað hvaða gögn megi opinbera sjálfkrafa, til dæmis á Netinu. „Verði þetta að lögum víkkar það gildissvið laganna til muna,“ segir Trausti. Starfshópurinn mun hafa sam- ráð við stjórnsýsluna og full- trúa fjölmiðla næstu vikur um praktísk atriði svo sem kostnað af breytingunum og hvernig þær geti skarast á við friðhelgi einka- lífs, viðskiptahagsmuni og öryggi ríkisins. - kóþ Nefnd um upplýsingalög ætlar að leggja til að þau nái yfir opinber fyrirtæki: Upplýsingar veittar um Landsvirkjun TRAUSTI FANNAR VALSSON Um 600 jarðskjálftar í gær Um 600 jarðskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli í sjálfvirkri jarðskjálfta- mælingu Veðurstofunnar frá því á miðnætti í gær. Skjálftarnir mældust allt upp í 1.400 á sólarhring fyrr í vikunni. Skjálftavirknin minnkaði í fyrradag en fór svo að aukast eftir miðnætti og var virknin stöðug í gær. NÁTTÚRA Urgur er í stjórnar- liðum vegna E.C.A. Þingmenn beggja stjórnarflokkanna hafa lýst sig mótfallna hugmyndum um hernaðarfyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Málið hefur ekki komið á borð ríkis- stjórnarinnar. Breyta þarf reglugerð eigi það að verða að veruleika. Á ÍSLANDI? Fjöldi mynda frá Íslandi prýðir heimasíðu fyrirtækisins og má lesa það úr henni að fyrirtækið hafi þegar hafið starfsemi hér á landi. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR E.C.A. sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Þar segir að fyrirtækið sé ekki hernaðarfyrirtæki, í beinum skiln- ingi þess orðs, heldur þjónustu- fyrirtæki og verktaki sem þjónusti ýmis aðildarríki Nató. Allar stað- hæfingar um hernaðarbrölt séu úr lausu lofti gripnar. Fyrirtækið muni halda „blaðamannafund þegar nær dregur og koma á framfæri frekari upplýsingum“. ERUM EKKI HER FÆREYJAR Føroya Banki er orð- inn alþjóðlegur og með æ fleiri erlenda viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera nafnið fram. Því ætti að breyta því, segir stjórnarformaður bankans, Klaus Rasmussen. Fyrir næsta aðalfund mun stjórnin því leggja til að nafn- inu verði breytt í BankNordik. Færeyjabanki var stofnaður 1906 og var í danskri eigu fram að færeyska hruninu í upphafi tíunda áratugsins. Hann keypti nýlega tólf útibú danska Sparbank og tryggingafélagið Vörð. - kóþ Bankamenn í útrásarhug: Nafni Færeyja- banka breytt VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.