Fréttablaðið - 14.04.2010, Síða 2
2 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Tveir karlmenn og tvær
konur hafa verið ákærð fyrir
fíkniefnasmygl, peningaþvætti og
sölu fíkniefna. Hinir ákærðu eru
íslensk, karl og kona, svo og par af
erlendu bergi brotið.
Síðarnefnda parið er ákært fyrir
að hafa staðið saman að innflutn-
ingi á rúmlega 800 grömmum af
kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu.
Efnin fluttu þau innvortis, en mað-
urinn hafði lagt á ráðin um fjár-
mögnun og ferðatilhögun vegna
smyglsins.
Hjúin losuðu sig við efnin á Hótel
Fróni á Laugavegi í Reykjavík. Lög-
regla fann kókaínið tveimur dögum
síðar á dvalarstað mannsins.
Sami maður er einnig ákærð-
ur fyrir peningaþvætti. Hann
seldi fíkniefni fyrir 1,2 milljónir
á árunum 2008 til 2009, sem hann
hafði sjálfur smyglað til landsins.
Íslenska konan, sem ákærð er í mál-
inu, geymdi fíkniefnaágóðann fyrir
manninn. Maðurinn hafði einnig
látið hana fá kókaín og marijúana,
auk þess sem hann lét íslenska karl-
manninn ákærða fá kókaín til að
selja. Íslendingurinn er því ákærð-
ur fyrir kókaínsölu en einnig pen-
ingaþvætti þar sem hann var í vit-
orði með konunni um geymslu á
fyrrnefndum fíkniefnagróða. - jss
INNVORTIS Parið var með nær kíló af
kókaíni innvortis.
Tveir karlmenn og tvær konur ákærð fyrir stórfelld fíkniefnabrot:
Kókaínsmygl og peningaþvætti
PAKISTAN, AP Meira en 70 almenn-
ir borgarar létu lífið þegar pak-
istanskar herþotur gerðu loftárás
á þorpið Sara Walla norðvestan
til í Pakistan, skammt frá landa-
mærum Afganistans á laugardags-
morgun.
Talsmaður pakistanskra stjórn-
valda viðurkenndi þetta í gær, en
sjaldgæft er að stjórnvöld viður-
kenni mannfall meðal almennra
borgara af ótta við að stuðningur
almennings við árásir á herskáa
uppreisnarhópa dvíni enn frekar.
Íbúi í öðru þorpi á svipuðum
slóðum fullyrti að þrettán almenn-
ir borgarar hefðu látið lífið í árás á
mánudag, en stjórnvöld höfðu hald-
ið því fram að sú árás hefði kostað
fjóra uppreisnarmenn lífið. - gb
Loftárás í Pakistan:
Kostaði um sjö-
tíu manns lífið
Á SJÚKRAHÚSI Hjúkrunarkona sinnir
einum hinna særðu eftir loftárásina á
laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Nær fimmtugur maður
hefur verið dæmdur í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra fyrir
að sleppa ógeltum fola í beiti-
land í Garðsárdal í Eyjafjarðar-
sveit. Þetta flokkast undir brot á
búfjárlögum. Folinn fyljaði marg-
ar hryssur sem þar voru í haga-
göngu.
Maðurinn mætti ekki fyrir
dóm. Hann var dæmdur til að
greiða 250 þúsund krónur í sekt
til ríkissjóðs innan fjögurra vikna
frá uppsögu dómsins að telja, en
sæta ella fangelsi í átján daga. - jss
Braut lög um búfjárhald:
Sektaður fyrir
lausan graðfola
DÓMSTÓLAR Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið dæmdur í tíu
mánaða fangelsi fyrir þjófnaði
og rán.
Maðurinn var meðal annars
dæmdur fyrir að hafa ógnað
starfsmanni í verslun 10/11
með sprautunál fyrr á árinu og
hótað að stinga hann og smita af
alnæmisveiru. Maðurinn þving-
aði starfsmanninn þannig til að
opna peningakassa og stal þaðan
28 þúsund krónum.
Þá er maðurinn dæmdur fyrir
að stela tækjum úr bifreið sem
hann braust inn í. Jafnframt
fyrir innbrot í íbúðarhúsnæði,
þar sem hann stal einnig tækjum.
Hann á sakaferil að baki. - jss
Dæmdur fyrir rán:
Ógnaði með
sprautunál
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu rannsakar nú
hver kunni að hafa slett blárri
málningu á útibú Landsbankans
á Laugavegi 77 í fyrrinótt, nótt-
ina eftir að rannsóknarskýrslan
var birt.
Friðrik Smári Björgvinsson
yfirlögregluþjónn segir að lög-
reglu hafi verið tilkynnt um
slettumálið.
„En þetta er ekki litið alvarleg-
um augum þar sem um einangr-
að tilvik er að ræða,“ bætir hann
við. Málningin, sem slett var á
glugga útibúsins, var blá að lit.
- jss
Skemmdarvargs leitað:
Málningu slett
á Landsbanka
Í dálkinum Frá degi til dags í gær var
vitnað í eftirfarandi ummæli Sigurjóns
Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra
Landsbankans: „Ég hef alltaf haft þá
trú að það væru, að það væru allt
aðrir aðilar sem hefðu átt bankann
heldur en hérna, eða sem sagt allt
aðrir aðilar keypt bankann heldur en
menn hafa sagt. Og mig hefur oft
grunað að það væru einhverjir aðrir
sem raunverulega ættu hann.“ Rang-
lega var fullyrt að Sigurjón ætti þarna
við Landsbankann. Ummælin birtust
sem útdráttur í kafla um einkavæð-
ingu Búnaðarbankans og vísa trúlega
til hans.
LEIÐRÉTTING
LÖGREGLUMÁL Maður á fertugs-
aldri var handtekinn í Árbæ
þegar hann reyndi að flýja á
hlaupum og henti frá sér fíkni-
efnum sem reyndust vera kókaín.
Þetta var eitt af mörgum
fíkniefnamálum sem komu á
borð lögreglu um helgina. Í íbúð
manns sem var handtekinn í
miðborginni fundust kanna-
bisplöntur og amfetamín. Þá
hafði lögregla afskipti af fjór-
um mönnum í miðborginni, sem
allir voru með fíkniefni í fórum
sínum, ýmist marijúana eða
amfetamín. Kona var handtekin
með marijúana í Kringlunni og
fjórir karlmenn með kannabis-
efni víðs vegar á höfuðborgar-
svæðinu. - jss
Annasamt hjá lögreglunni:
Henti kókaíni á
harðahlaupum
ÖRYGGISMÁL Farþegaþota frá
American Airlines lenti til örygg-
is á Keflavíkurflugvelli í gær
eftir að ljós kom að óþekktar
gufur höfðu lekið út í vélinni.
Fimm farþegar fundu til ónota og
fengu þeir aðhlynningu sjúkra-
liðs.
Vélin var frá American Air-
lines og var á leið vestur um haf
frá París þegar lekinn kom í ljós.
Vélin, sem er af gerðinni Boeing
767, var með 145 farþega um borð
og var suður undan íslenska flug-
stjórnarsvæðinu þegar gufunnar
varð vart. - gar
Öryggislending í Keflavík:
Óþekktar gufur
í Boeing-þotu
ELDGOS Gosinu á Fimmvörðuhálsi
er lokið en því lauk í fyrradag.
Virknin í eldstöðinni var orðin
mjög lítil á sunnudag en fyrir
hádegi í fyrradag var smá virkni
í einum gígnum. Magnús Tumi
Guðmundsson jarðeðlisfræðing-
ur fékk Jón Kjartansson þyrlu-
flugmann til að smella af mynd
klukkan ellefu á mánudagsmorg-
un og senda honum í kennslu-
stund í Háskóla Íslands. „Þetta
var mesta „instant“ kennsla sem
ég hef tekið þátt í,“ segir Magnús
Tumi. Nemendurnir höfðu verið
að velta því fyrir sér hvort gos-
inu væri lokið en mælar sýndu þá
mjög lítinn gosóróa.
Síðdegis í gær var gosinu svo
lokið og er Guðmundur Hilm-
arsson flaug yfir í gær var ekki
virkni í gígnum. Magnús Tumi
segir ekki hægt að fullyrða að
ekki muni gjósa aftur þarna. Ef
kvika fari aftur að streyma undir
Eyjafjallajökli geti hún hugsan-
lega leitað útrásar um gosrás-
ina. Eftir því sem lengri tími líði
verði það ólíklegra. Enn mælast
smáskjálftar undir Eyjafjalla-
jökli.
Magnús Tumi segir hraunið
verða fullstorknað eftir nokkrar
vikur, yfirborðið kólni hratt en
hraunið á nokkrum mánuðum.
- sbt
Hraun úr nýrri eldstöð verður fullstorknað eftir nokkrar vikur:
Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið í bili
NÝTT LANDSLAG Gosið á Fimmvörðuhálsi stóð í ríflega þrjár vikur. Þegar nokkrir
dagar voru eftir af því höfðu um 1,3 ferkílómetrar af hrauni runnið úr eldstöðinni og
hraunið var 10 til 20 metra þykkt. MYND/GUÐMUNDUR HILMARSSON.
Skjöldur, er hægt að fá öll
bindin hjá Kormáki og Skildi?
„Já, við eigum meira en níu bindi og
mikið af nýjum bindum.“
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er níu
bindi og fæst víða í verslunum fyrir 6.000
krónur. Skjöldur Sigurjónsson er annar
eigenda Herrafataverslunar Kormáks og
Skjaldar.
EFNAHAGSMÁL Ný úttekt Seðlabanka
Íslands (SÍ) sýnir að 24 þúsund
heimili í landinu glíma enn við
verulega greiðsluerfiðleika þrátt
fyrir aðgerðir stjórnvalda og
úrræði fjármálafyrirtækja. Þau
heimili sem eru í mestum vanda
bera hátt í helming allra skulda
vegna bílakaupa og 27 prósent
íbúðarlána.
Ein af megin niðurstöðum
úttektarinnar er að skuldsetn-
ing vegna bílakaupa gegni stóru
hlutverki í að skapa þann skulda-
vanda sem heimilin í landinu berj-
ast við.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag-
fræðingur hjá SÍ, segir mikið hafa
áunnist síðan síðasta úttekt bank-
ans á skuldavanda heimilanna var
unnin, en bráðabirgðaniðurstöður
voru birtar síðastliðið haust. Nýju
gögnin sýni að um fimm þúsund
heimili hafi nú getu til að standa
undir skuldum sem gátu það ekki
áður. „Þessi úttekt gerir okkur
ekki síst kleift að kortleggja þann
hóp sem enn er í vanda. Það eru
tekjulágir og barnafólk frekar en
barnlausir. Frekar ungt fólk en
eldra og greinilegt að vandinn er
töluvert mikill á þeim svæðum þar
sem hraðast byggðust upp í hús-
næðisuppsveiflunni.“
Í úttektinni kemur fram að ef
ekki hefði verið gripið til frysting-
ar lána strax eftir hrun væri hlut-
fall verst settu skuldaranna verið
mun hærra. Aðrar aðgerðir sem
gripið var til á seinni stigum hafa
líka aðstoðað nokkurn hóp fjöl-
skyldna. „Það breytir því þó ekki
að um 24 þúsund heimili eru enn í
verulegum vanda.“
Þorvarður Tjörvi segir að næstu
skref til að létta á skuldavanda
heimilanna snúi helst að bílalán-
um. „Við sýnum hvert athyglin
ætti helst að beinast og það eru
frekar bílalánin en húsnæðislánin.
Þau virðast vera veigamikil skýr-
ing af hverju þessir hópar sem ég
nefndi eru í þessum vanda.“
Þorvarður segir að gagnagrunn-
ur SÍ um skuldavanda heimilanna
sé orðinn gríðarlega stór og stjórn-
völd og fjármálastofnanir geti nýtt
sér hann á marga vegu til að grípa
til næstu aðgerða til að aðstoða
skuldsett heimili. Gagnagrunn-
urinn eigi sér reyndar enga hlið-
stæðu í heiminum.
svavar@frettabladid.is
Bílalán eru flestum
heimilum til trafala
Ný úttekt Seðlabankans á skuldum heimilanna bendir til að fimm þúsund
heimili hafi náð að bæta stöðu sína umtalsvert með aðgerðum stjórnvalda og
fjármálafyrirtækja. Fimm sinnum fleiri heimili eru enn í verulegum vanda.
BÍLAFLOTI Skuldsettustu heimilin eru í hvað mestum vanda vegna bílalána. Um 3800 heimili af þeim verst settu borga af tveimur
bílalánum. ÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÁRNI PÁLL ÁRNASON Félags- og
tryggingamálaráðherra hefur lagt mikla
áherslu á leiðréttingu gengistryggðra
bílalána. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS