Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 36
20 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Meðal fyrstu farfugla er síla- máfurinn, sem hefur fyrir vikið fengið viðurnefnið „vorboðinn hrjúfi“. Fyrstu fuglarnir sjást venjulega kringum mán- aðamótin febrúar-mars, þó aðalkomutími hans sé í apríl. Sílamáfurinn er eini máfurinn sem er alger farfugl, hann yfirgefur landið á haustin og dvelur við strendur Pýrenea- skaga og NV-Afríku á veturna. Sílamáfur er nýr landnemi á Íslandi og fór að verpa hér að staðaldri á þriðja áratugi 20. aldarinnar, fyrst á S- og SV-landi en nú finnst hann um allt land og fer honum fjölgandi, sums staðar á kostn- að svartbaks að því er virðist. Sílamáfur líkist svartbaki, en er allmiklu minni og nettari. Full- orðinn sílamáfur er dökkgrár á baki og yfirvængjum, með áberandi dekkri vængbrodda, svarta með hvítum doppum, svartbakur er alsvartur á baki. Fætur sílamáfs eru gulir, en svartbaks bleikir. Sílamáfurinn verpur í mó lendi og graslendi, á áreyrum, holtum, söndum og uppi á fjöllum, oftast við ströndina, en einnig inn til landsins, stundum í félags- skap við svartbak. Hreiðrið er gert úr mosa, sinu og öðrum gróðri, oft staðsett milli steina eða þúfna. Stærsta sílamáfs- varp landsins er á Rosmhvala- nesi, aðallega innan „verndar- svæðis“ Keflavíkurflugvallar. Sílamáfurinn er stundum illa þokkaður, hann sækir t.d. inn í þéttbýli og gerir sig heimakominn við grill og aðrar matarholur. Sömuleiðis eru brauðgjafir við Reykja- víkurtjörn vinsælar, hann veit ekki að brauðið er ætlað öndunum en ekki honum. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi í sílaskorti síðustu ára, þegar hungrið hefur gert illilega vart við sig, en sandsíli er mikilvæg fæða fyrir síla- máfinn. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: SÍLAMÁFUR, “VORBOÐIN HRJÚFI” Tignarlegur fugl SÍLAMÁFUR Hefur fengið viðurnefnið „vorboðinn hrjúfi“. MYND/J‘OHANN ÓLI HILMARSSON Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari er níræð í dag. Hún hefur komið víða við á langri ævi og á að baki langan og glæsilegan listferil. „Ég bjó stóran hluta stríðsáranna í Færeyjum, stund- aði nám í Kaupmannahöfn, Egypta- landi, Grikklandi og á Ítalíu og var síðar sendiherrafrú í Kaupmannahöfn London, Nígeríu, Kína og víðar þó ég hafi ekki verið með búsetu á öllum þeim stöðum. Ég hef víðast kunnað vel við mig og alls staðar eignast ynd- islega vini. Það sem gerir diplómata- lífið hins vegar erfitt er að sjaldnast hittir maður vinina aftur þegar leið- ir skilja. Hins vegar hefur mér gefist tækifæri til að upplifa margt og eru námsárin í Egyptalandi mér sérstak- lega minnisstæð en auk þess var ég viðstödd krýningu Hollandsdrottn- ingar og brúðkaup Karls og Díönu svo dæmi séu nefnd.“ Ólöf var sæmd gullverðlaunum Kon- unglegu Listakademíunnar í Kaup- mannahöfn árið 1955 fyrir verk- ið Sonur sem nú er í eigu Listasafns Íslands en meðal verka hennar sem gefur að líta opinberlega á Íslandi í dag eru Tónlistarmaðurinn, stytta af sellóleikaranum Erlingi Blöndal Bengtson á Hagatorgi, Soffía, stytta af stúlku fyrir framan Kvennaskólann í Reykjavík, Útigangshestur í Norræna húsinu, Gréta í Verslunarskóla Íslands og Ragna í skúlptúrgarði Seðlabanka Íslands. „Ég hef oft hugsað hvað það hefði nú verið mikið léttara að verða málari og geta sest niður á hvaða hundaþúfu sem er með blað og blýant,“ segir Ólöf og lýsir því hversu mikið verk það er að reisa styttu. „Fyrst þarf að móta hana í leir og smíða inn í hana sterkt járn- statíf. Þá er hún steypt í gifs og að síð- ustu í brons. Þetta er mikið verk og ég er afar vandvirk manneskja en ég hef reynt að vara börnin mín, þau Hildi Helgu Sigurðardóttur blaðamann og Ólaf Pál Sigurðsson bókmenntafræð- ing, við því enda er það aðallega slít- andi og sjaldnast þakkað. Ég hef þó hlotið hinar ýmsu viðurkenningar svo einhverju hefur það skilað,“ segir Ólöf kímin en hún er meðal annars heið- ursfélagi í The Royal Society of Brit- ish Sculptors og hefur verið sæmd íslensku fálkaorðunni auk þess sem verk hennar hafa verið sýnd í virtum sýningarsölum víða um lönd. Ólöf heldur enn þá stórt og mikið heimili sem hún segir mikið verk en eiginmaður hennar, Sigurður Bjarna- son, fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, alþingismaður og sendi- herra, hefur dvalið á hjúkrunarheimili um nokkurra ára skeið. „En þú ert hress?“ spyr blaðamað- ur „Ja, ég veit það ekki. Það er allt- af verið að segja við mig að ég sé svo hress en stundum langar mig mest að svara: Hvað veist þú um það,“ segir hún og hlær. Þú hefur þó húmorinn í lagi? „Já, ef ég hefði hann ekki væri nú ekki eftir miklu að bíða. Við frænka mín Guðrún Vilmundardóttir, ekkjan hans Gylfa Þ. Gíslasonar, sem er nú enn þá eldri en ég, erum sammála um að það sé nú samt hálf óforskammað að verða svona gamall.“ Ólöf segist vera mikill fréttafíkill og fylgist grannt með fréttum. „Ég er samt orðin svo ægilega löt með sjálfa mig í seinni tíð og þegar morgunleik- fimin í útvarpinu byrjar, sem ég veit að margar konur gera á gólfteppun- um heima hjá sér, þá hleyp ég til og slekk.“ Ólöf ætlar að taka á móti ættingj- um og vinum á heimili sínu í dag og er þegar með fullt hús af gestum sem eru komnir frá útlöndum til að heiðra hana með nærveru sinni. „Það er hérna meðal annars erlendur vís- indamaður sem er vinur sonar míns en hann hefur verið að rannsaka lang- lífi. Ég hef nú ekkert náð að spyrja hann nánar út í það en þyrfti að fá að vita hvar hann stendur.“ Afmælisdaginn tileinkar Ólöf for- eldrum sínum. „Þau komu bæði frá stórum prestsheimilum. Faðir minn Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri og ræðismaður, var frá Hjarðarholti í Dölum en móðir mín, Hildur Stefáns- dóttir, frá Auðkúlu í Húnavatnssýslu. Þau voru mér afar góð og ég dái þau enn í dag.“ vera@frettabladid.is ÓLÖF PÁLSDÓTTIR MYNDHÖGGVARI: ER NÍRÆÐ Í DAG Tileinkar foreldrunum daginn HEIMSBORGARI Ólöf var meðal annars við nám í Egyptalandi og bjó í Færeyjum, Kaupmanna- höfn og London. Til hægri: Ólöf á vinnustofu sinni á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn1955. TÓNILSTARMAÐURINN Styttuna af sellóleikaranum Erlingi Blöndal Bengtson gerði Ólöf í Dan- mörku og sat hann fyrir á meðan. Hún stendur á Hagatorgi í dag. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurveig Guðmundsdóttir kennari, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði mánu- daginn 12. apríl sl. Útför hennar verður gerð frá Kristskirkju Landakoti 20. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnastarf Jósefskirkju í Hafnarfirði, reikningsnúmer: 0545-26-006680, kennitala: 680169-4629 eða Blindrabókasafn Íslands, reikningsnúmer: 0137-05-69187, kt. 650183-0459. Margrét Sæmundsdóttir Þorkell Erlingsson Gullveig Sæmundsdóttir Steinar J. Lúðvíksson Hjalti Sæmundsson Jenný Einarsdóttir Logi Sæmundsson Jóhanna Gunnarsdóttir Tómas Frosti Sæmundsson Dagbjörg Baldursdóttir Margrét Thorlacius Jón Rafnar Jónsson ömmubörn og langömmubörn. MERKISATBURÐIR 1931 Alþingi er rofið og boðað til kosninga. Miklar deilur koma í kjölfarið. 1957 Neskirkja í Reykjavík vígð. 1962 Handritastofnun Íslands, sem síðar fékk nafnið Árnastofnun, er stofnuð. 1963 Hrímfaxi, önnur af tveim- ur Viscount-vélum Flug- félags Íslands, ferst við Fornebu-flugvöll í Ósló. 1973 Fyrsta hljómplata Iron Maiden, samnefnd hljómsveitinni, kemur út í Bretlandi. 1997 Þrír menn ráðast á starfs- mann 10-11 við Suður- landsbraut og hrifsa til sín tösku með sex milljónum króna en þeir nást sam- dægurs. Þennan dag árið 1992 var Ráðhús Reykjavíkur vígt og tekið í notkun en þá voru liðin fjögur ár frá því að Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, sem var mikill áhugamaður um framkvæmdina, tók fyrstu skóflustunguna. Samkeppni var haldin um hönnun hússins og voru það arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer sem báru sigur úr býtum. Bygging hússins olli miklum mótmælum og deilum og kostaði á fjórða milljarð króna. Ekki voru allir jafn hrifnir af útliti þess í upphafi. Það þótti heldur rislitið fyrir svo veigamikla stofnun og margir höfðu heldur séð fyrir sér hátimbraðra höll. Það var ekki síst hið bogamyndaða þak sem varð fyrir gagnrýni en það þótti minna um of á braggana sem byggðir voru á stríðsárunum og lítil upphefð þótti að. Sömuleiðis höfðu ýmsir áhyggjur af lífríki Tjarnarinnar. Nýja húsið leysti þó þann vanda borgarstjórnar að vera með starfsemi sína úti um allan bæ og var vígslan hin hátíðlegasta. ÞETTA GERÐIST 14. APRÍL ÁRIÐ 1992 Ráðhús Reykjavíkur vígt SARAH MICHELLE GELLER ER 33 ÁRA Í DAG „Þú veist ekki hver takmörk þín eru fyrr en þú lætur á þau reyna.“ Sarah Michelle Geller er banda- rísk kvikmynda- og sjónvarps- leikkona. Hún sló í gegn sem Buffy Summers í sjónvarpsþátt- unum „Buffy and the Vampire Slayer“ og í myndinni „I Know What You Did Last Summer“ frá árinu 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.