Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 8
 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx 8 Hvernig leysir maður verkefni sem hefur aldrei verið unnið áður og verður aldrei unnið aftur? Í fyrirlestrinum munu verkfræðingarnir Sigurður Ragnarsson og Pétur Már Ómarsson fjalla um lausn þessa verkefnis sem er einstakt í íslenskri byggingarsögu og e.t.v. það flóknasta sem nokkru sinni verður byggt á Íslandi. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur á vegum MPM-náms við HÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í Námu, húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ, fimmtudaginn 15. apríl kl. 12.00. www.mpm.is Glerhjúpur Hörpu – á mörkum þess gerlega PIPA R \TB W A - SÍA Siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi, segir vinnuhópur um siðferði sem kemst að þeirri niðurstöðu að siðferði og starfshættir hafi víða verið bágbornir í aðdraganda bankahrunsins. Sú staðreynd að starfsháttum og sið- ferði var víða ábótavant í íslensku samfélagi er hluti af margþætt- um skýringum á því hve illa fór á Íslandi. Þetta er niðurstaða vinnu- hóps rannsóknarnefndarinnar um siðferði og starfshætti. „Þetta á við jafnt í stjórnmálum og viðskiptalífi sem í stjórnsýslu og fjölmiðlum,“ segir í lokaorðum skýrslu hópsins. Hópurinn skoðaði siðferði fjármála- lífsins, stjórnsýslu og stjórnmál auk þess að líta á samfélagið og umræð- una í því. Alls staðar var pottur brotinn út frá sjónarhóli siðferðis. Nefndin skoðaði ítarlega fyrir- tækjamenningu bankanna og kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þar hafi siðferðislegum þáttum og dygðum verið kastað fyrir róða. Hópurinn sem stýrði bönkunum hafi „fallið í nánast allar freistingar sem á vegi hans urðu“. Sú grundvallar- setning einkavæðingar að einstakl- ingar fari betur með eigið fé en ann- arra hafi ekki reynst sönn. Allt hafi miðast við það að draga úr ábyrgð þeirra sem tóku áhættu, og þau rof hafi haft skelfilegar afleiðing- ar fyrir fjármálakerfið og almenn- ing um heim allan. Hvatakerfi hafi miðast við skammtímagróða stjórn- enda og eigenda á kostnað almenn- ings. Eiginhagsmunir stjórnenda hafi ráðið mestu, gróðahyggjan hafi verið taumlaus. Regluverðir gleðispillar Vinnuhópurinn skoðaði innri starfs- hætti og eftirlit fjármálastofnan- anna og kemur þar í ljós að þeir sem sinntu starfi regluvarða og aðrir sem koma að innra eftirliti nutu lítillar virðingar stjórnenda og annarra starfsmanna. Hvorki hafi lagareglum verið fylgt né siðferð- islegum viðmiðum um heilbrigða stjórnunarhætti. Reglubókum var ekki fylgt og almennt litið á regluverði sem gleðispilla. Sigurjón Geirsson hjá innri endurskoðun Landsbankans segir svo frá að menn hafi litið á reglur sem eitthvað sem hægt var að „chall engera“, að virðing hafi ekki verið borin fyrir þeim heldur hafi menn frekar verið viljugir að „þróa reglur … þróa túlkun á reglum þannig að menn kæmust … svona eins og í fótbolta, menn reyndu að tækla án þess að vera dæmdir.“ Regluverðir störfuðu lögum sam- kvæmt í bönkunum en þeir eiga að gæta þess að farið sé eftir gild- andi lögum og góðum starfsháttum. Almennt var lítill áhugi á störfum þeirra. Einn þeirra, Arnar Þór Jóns- son hjá Íslandsbanka, lýsir starfinu eins og að róa í árabát á móti olíu- skipi. Hann hafi verið tekinn á tepp- ið af bankastjóra fyrir óhlýðni eftir að hafa ætlað sér að skoða vandlega pappíra sem ætlast var til að hann skrifaði undir. Slakt siðferði bankamanna birt- ist víðar að mati vinnuhópsins. Þeir gerðu almenningi erfitt fyrir að átta sig á starfsháttum. Stjórnend- ur voru á gríðarlega háum launum, óhóf einkenndi lífsstíl þeirra eins og hann blasti við almenningi. Hugmyndafræði afskiptaleysis Vinnuhópurinn bendir á að gegndar- laus vöxtur bankanna hafi verið lát- inn óáreittur vegna þess að ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu hafi verið hugmyndafræði afskiptaleys- is. Í anda hennar hafi verið áhersla á að íþyngja ekki fjármálafyrirtækj- um með ströngu eftirliti. „Fram- takssömum og reynslulitlum“ ein- staklingum hafi verið falin mikil ábyrgð og gefið svigrúm til athafna. Hæfileikum þeirra hafi svo verið lýst í ræðu og riti og eru þær lýsing- ar til marks um mikla drambsemi. Lagt var traust á það „að einka- aðilar myndu ástunda sjálfseftir- lit“. Ráðherrar og embættismenn sinntu þannig ekki hlutverki sínu og Alþingi gætti ekki almannahags- muna eins og því ber skylda til. Aðrir geirar samfélagsins brugð- ust einnig, fjölmiðlar og háskóla- samfélagið. Gagnrýni á fjármála- heiminn féll í grýtta jörð og þjóðin var blind á hættumerkin. „Skort- ur á hófsemi og ráðdeild í íslensku samfélagi, ásamt með ógagnrýn- inni sjálfsánægju meðal þjóðarinn- ar, bjuggu á sinn hátt í haginn fyrir þá atburðarás sem hér varð í banka- hruninu.“ sigridur@frettabladid.is Bankastjórnendur féllu í allar freistingar STJÓRNENDUR BANKANNA Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég fékk að fara í eina svona ferð, það var einhver stjórnendahópur, og ég hef aldrei upplifað mig eins og kóng en það var iPod þegar þú vaknaðir og það var bók þegar þú fórst að sofa og viskíflaska þegar þú vaknaðir. Þetta var samt „low-budget“ sko.“ KRISTJÁN GUNNAR VALDIMARSSON FORSTÖÐUMAÐUR SKATTARÁÐGJAFAR LANDSBANKANS „En það var aldrei meðvindur alltaf mótvindur“ … „Það eru fleiri í ferða- og skemmtanadeild hjá bankanum heldur en í innri endur- skoðun og regluvörslu og í raun og veru áhættustýringu“ [13 á móti 1 regluverði innsk. Fréttablaðs]. KRISTINN ÖRN STEFÁNSSON REGLUVÖRÐUR Í GLITNI „Það mátti ekki vera til staðar í gamla bankanum, ég stakk upp á því 2006 við Sigurjón [Þ. Árnason] að hafa reglur um gjafaferðir en hann vildi það ekki af því að það takmarkaði kannski hans laxveiði- heimildir.“ ÞÓRÐUR ÖRLYGSSON REGLUVÖRÐUR Í LANDSBANKANUM Úr skýrslu rannsóknarnefndar Hagsmunir viðskiptalífsins voru teknir fram yfir fræðilega hlut- drægni í skýrslum háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Vinnu- hópurinn um starfshætti og siðferði segir að skýrsla Frederics Mishkin, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, þáver- andi forstöðumanns Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands, frá árinu 2006 hafi beinlínis unnið íslensku samfé- lagi ógagn. Skýrslan, sem samin var að beiðni Viðskiptaráðs Íslands, fjall- aði um fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi. Hún birtist í framhaldi af tveimur erlendum skýrslum sem gagnrýndu íslensku bankana. Bent er á að höfundarnir hafi ekki lagst í sjálfstæðar rannsóknir á bönkun- um. Þeir hafi tekið gagnrýnislaust upp áhættumat Fjármálaeftirlits- ins og fullyrt að ólíklegt væri að alvarleg vandamál myndu steðja að íslenska bankakerfinu. Vinnuhópurinn bendir á að skýrsl- an hafi haft skaðleg áhrif því hún fegraði stöðu íslensku bankanna á viðkvæmum tímum. Í kjölfarið hafi þeir átt greiðari leið að erlendu fjár- magni, orðið stærri og erfiðara að taka á þeim. Vinnuhópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hættan á hagsmuna- árekstrum í háskólasamfélaginu aukist með auknum styrkveitingum einkaaðila. Gagnrýnt er hversu lítið háskólasamfélagið tók þátt í opin- berri umræðu í aðdraganda hruns- ins. Fram kemur að styrkveitingar viðskiptalífsins til háskólanna hafi hugsanlega dregið úr hvata fræði- manna til gagnrýninnar umræðu. - sbt Fræðimenn brugðust í aðdraganda hrunsins: Lofrolla varð dýrkeypt FREDERIC MISHKIN TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.