Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 20
 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR4 Gunnuhver á Reykjanesi hefur verið vinsæll áfangastaður ferða- manna. Undanfarin tvö ár hefur þó ekki verið hægt að skoða hver- inn þar sem almannavarnir lok- uðu háhitasvæðið af þegar aukin virkni hljóp í hverinn. „Svæðið hefur verið mjög virkt undanfarin tvö ár og soðið upp úr víða,“ segir Kristján Pálsson, formaður ferða- málasamtaka Suðurnesja. Samtök- in höfðu lagt á það áherslu að svæð- ið yrði opnað að nýju. Þeim hefur orðið að ósk sinni því framkvæmd- ir eru hafnar við Gunnuhver. „Búið er að leggja stíg í gegnum hverasvæðið og fljótlega förum við af stað með byggingu útsýn- ispalls við hver- inn sjálfan þar sem hann er heitastur,“ segir Kristján. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í mánuðin- um og að svæð- ið verði opnað ferðamönnum á ný í maí. Þeir sem vinna við endurbæturn- ar eru HS Orka, Grindavík, Reykja- nesbær, Ferðamálastofa ásamt Ferðamálasamtökum Suðurnesja. „Að mínu áliti er svæðið skemmti- legra nú en það hefur nokkurn tíma verið,“ segir Kristján og telur upp það sem fyrir augu ber. „Þarna er gufuútstreymi, leirhverir og lita- dýrð.“ Þá telur hann allt svæðið í kring mjög áhugavert fyrir ferða- menn. „Þar má telja Bláa lónið, Reykjanesvita, Reykjanesvirkj- un sem skemmtilegt er að heim- sækja, björgin og fleiri útivistar- möguleika.“ solveig@frettabladid.is Gunnuhver opnaður á ný Framkvæmdir standa yfir við Gunnuhver á Reykjanesi til að bæta aðgengi ferðafólks að hverasvæðinu. Almannavarnir lokuðu svæðinu af öryggisástæðum fyrir tveimur árum þegar aukin virkni hljóp í hverinn. Gunnuhver – Reykjanesviti í baksýn. MYND/OLGEIR ANDRÉSSON Kristján Páls- son, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Þjóðsagan um Gunnuhver Lögréttumaður er bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi og hét Vilhjálmur átti illt útistandandi við kerlingu sem hét Guðrún Önundardóttir út af potti sem hann átti að hafa tekið af henni. Þegar kerlingin var grafin var lögréttumaður þar við en var kallaður í för. Hann fannst daginn eftir dauður á Skaganum og var þá allur blár og beinbrotinn. Allir þóttust vita að Gunna hefði drepið hann og hún væri afturgeng- in. Vakti prestur yfir líki Vilhjálms og átti fullt í fangi með að verja líkið fyrir kerlingu. Afturgangan magnaðist og þegar ekkja Vilhjálms dó snögglega var Gunnu kennt um. Þá var henni kennt um flest það sem illa fór á Skaganum. Nú var komið í óefni og voru sendir menn til að leita ráða hjá séra Eiríki í Vogsósum. Hann fékk þeim hnoða og sagði að þeir skyldu láta Gunnu taka í lausa endann á hnoðanu því það myndi þá sjálft velta þangað sem hún mætti vera að ósekju. Mennirnir gerðu eins og fyrir þá var lagt og um leið og Gunna hafði tekið í lausa endann á hnoðanu valt það á stað og hún fór á eftir. Steyptust bæði hnoðið og Gunna ofan í hver þann suður á Reykjanesi sem síðan er kallaður Gunnuhver. Sumir segja að endinn á hnoðanu hafi verið það langur að Gunna gat staðið hálfbogin uppi á hverbarminum og trítli þannig einatt til og frá kringum hverinn á blábrúninni, hálfbogin. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Laugardaga Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.