Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 22
 14. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR LF Works álfelgur Gæða álfelgur á frábæru verði frá LF Works. N1 tók þessar felgur í sölu síðasta sumar og fengu þær mjög góðar viðtökur. Felgurnar eru líka til í lit sem heitir euro black. Felgurnar fást í stærðum 14”- 15”- 16”- 17” og 18”. Felgur fyrir þá sem vilja gefa bílnum nýtt og glæsilegt útlit fyrir sumarið. Felgur sem vert er að skoða. Michelin Energy Saver hjólbarðar Bylting í gerð hjólbaða. Michelin hefur náð að minnka vegmótsstöðu umtalsvert með notkun „Silica“ tækninnar, auk þess sem grip hefur aukist hvort sem er á blautu eða þurru undirlagi. Michelin Energy Saver er með „GREEN X“ merkingu á hliðinni, sem vísar til þess að dekkið er umhverfisvænt. Energy Saver sameinar alla þá kosti og kröfur sem nútímahjólbarði þarf að byggja á: að vera öruggur, umhverfisvænn og orku- sparandi. Energy Saver er með ósamhverft mynstur í bana. Að innanverðu eru fleiri flipar og skurðir sem gefur aukið veg- grip. Að utanverðu er kröftugt hliðarmynstur með breiðum vatnslosunarraufum. Breiðar miðjuraufar sjá um að hámarka vatnslosun undan barðanum, en fliparnir minnka hemlunarvega- lengdina á blautu undirlagi. N1 er umboðsaðili fyrir Michelin hjólbarða á Íslandi. „Undanfarin 3 ár höfum við hjá EuroRAP prófað Michelin Energy Saver dekk á sérstökum mælingabíl okkar af gerðinni Mercedes Benz B 200 CDI. Þau framdekk sem fylgdu bílnum upphaflega entust í 18.650 km. Eftir jafn langan akstur áttu Michelin Engergy Saver dekkin hins vegar 41% eftir – en eldsneytiseyðslan var hins vegar mun minni. Dekkin spöruðu 0,67 lítra á hundraðið! Dæmið er augljóst: Michelin Energy Saver dekkin endast tvöfalt lengur og spara töluvert eldsneyti auk þess að vera hljóðlát og með gott grip við allar aðstæður.“ Ólafur Guðmundsson. Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi, varaformaður FÍB og dómari í Formulu 1. Michelin Pilot Sport hjól- barðar fyrir mótorhjól Þessi hjólbarði er sérlega góður fyrir götuhjól. „Silica“ efnið er uppistaðan í belg og bana. Einstakir akstureiginleikar, frábært grip. Pilot Sport mótor- hjóladekkin eru einstaklega fljót að ná upp hita og hafa frábært jafnvægi í hitaupp- byggingu milli fram og aftur- dekkja. Óviðjafnanlegt grip á þurru og blautu undirlagi. Góð vatnslosun. Pilot Sport mótor- hjóladekkin eru dekkin fyrir þá sem gera kröfur til öryggis og góðra aksturseiginleika. N1 er umboðsaðili fyrir Michelin hjólbarða á Íslandi Cooper Discoverer ATR hjólbarðar Alhliða heilsársmustur fyrir jeppa og jepplinga. Virkar frábærlega á vegum og vegleysum. Sérstaklega gert til að gera aksturinn mjúkan og hljóðlátan. Munstrið er míkróskorið með djúpum „zikk – zakk“ laga skurðum sem eykur grip við allar aðstæður ekki síst á blautu undirlagi. Cooper Discoverer ATR eru endingargóðir og hafa reynst frábærlaga í alla staði við íslenskar aðstæður. Cooper Discoverer ATR er rétta dekkið fyrir alla jeppaeigendur sem gera kröfur um endingu , veggrip og mjúkan og hljóðlátan akstur. N1 er umboðsaðili fyrir Cooper hjólbarða á Íslandi HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA / WWW.N1.IS Meira í leiðinni N1 býður upp á mesta hjól- barðaúrval landsins og státar af merkjum á borð við Michel- in, Cooper og Kumho. „Michelin er sá framleiðandi sem aðrir miða sig við. N1 er umboðs- aðili Michelin á Íslandi og bjóðum við Michelin-dekk fyrir fólksbíla, jeppa, vörubíla, mótorhjól, lyftara og vinnuvélar svo dæmi séu tekin. Gæði Michelin-dekkja eru ótvíræð og eru þau bæði orkusparandi og endingargóð,“ segir Dagur Ben- ónýsson, rekstrarstjóri hjólbarða- þjónustu N1. „Dekkin hafa minna viðnám en önnur, ökutækið rúllar léttar og þannig næst fram orku- sparnaður og betri ending. Dekk- in eru því umhverfisvænni en önnur og ódýrust miðað við ekinn kílómetra að sögn framleiðenda,“ bætir Hlöðver Sigurðsson, deildar- stjóri hjólbarðadeildar N1, við. Cooper-dekk fást undir fólks- bíla, jepplinga og jeppa en Komho- dekkin aðallega undir fólksbíla og jepplinga. „Síðan erum við með Mitas-dekk sem eru undir land- búnaðarvélar, vinnuvélar og mótor- hjól auk þess sem við bjóðum upp á fjölda annarra tegunda dekkja frá hinum ýmsu framleiðendum til að mæta þörfum sem flestra,“ segir Hlöðver og nefnir Starfire-dekk frá Cooper sem eru fyrir þá sem vilja ódýrari kost og Super Swamp- er-dekk undir stóra og breytta jeppa. N1 heldur úti átta verkstæðum sem öll bjóða upp á hjólbarðaþjón- ustu auk almennra viðgerða. Sex eru á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Akranesi og eitt í Reykjanesbæ. „Verkstæðin eru búin bestu tækj- um sem völ er á og geta tekið við ökutækjum af öllum stærðum og gerðum. N1 er til að mynda um- boðsaðili fyrir Corghi-umfelgun- arvélar sem þykja afar góðar og flestöll alvöru dekkjaverkstæði nota. Þess má geta að hjólbarða- verkstæði N1 eru með vél frá Corghi sem er sérstaklega hönnuð til umfelgunar á „low profile“ og „run flat“ dekkjum,“ segir Dagur. Hann hvetur fólk til að koma með ökutækin sín og láta sérfróða aðila fara yfir dekkin. „Það er mikil vægt að mæla ástand og loftþrýsting hjól- barða en þetta virðist þó oftar en ekki gleymast. Ef loftþrýstingur- inn er of lítill verður hitauppbygg- ingin í dekkjunum meiri sem þýðir að þau slitna fyrr. Þá eyða ökutæk- in meira eldsneyti auk þess sem aksturseiginleikar þeirra minnka,“ útskýrir Hlöðver. Báðir leggja þeir Dagur og Hlöð- ver áherslu á að að aka á góðum dekkjum jafnt sumar sem vetur og segja að ekki dugi að slá slöku við þótt færið sé betra á sumrin. „Ef dekkin eru slitin er mikil hætta á að ökutækin fljóti upp í bleytu. Eins er fólk oft með fullan bíl af farangri og fólki á þessum tíma árs og þá þarf loftþrýstingurinn í dekkjunum að vera í samræmi við það.“ Þeir félagar benda einnig á að afar gott sé að leita ráða á verk- stæðum N1 en þar starfa menn sem sumir hafa yfir 30 ára reynslu. „Auk þess erum við með vegaað- stoð allan sólarhringinn og erum til dæmis til taks ef það springur eða ef fólk hefur sett rangt eldsneyti á bílinn. Síminn hjá vegaaðstoðinni er 660-3350,“ segir Hlöðver. Frá smæstu upp í stærstu Þeir Hlöðver og Dagur hvetja fólk til að koma með ökutæki sín á verkstæði N1 til að láta yfirfara dekkin en verkstæðin geta tekið við ökutækjum af öllum stærðum og gerðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● MARGLITIR HJÓLBARÐAR Dekk eiga það til að eyði- leggjast með tímanum, þorna upp og springa. Tiltekið efni verndar dekkin fyrir slíkri eyðingu og þar sem langflestir dekkjaframleiðendur nota sama efnið til verndar dekkjun- um eru eiginlega öll dekk svört að lit. Með tímanum eyðist efnið og eyðileggst og því verða dekk grárri með aldrinum. Lituð dekk eru hins vegar fáséð en þó fáanleg á nokkrum stöðum. Helst eru þau notuð til sýninga eða af tískumeðvituðu bíladellufólki. Fyrirtækið Tomahawk í Bandaríkjunum hefur til dæmis á boðstólum ýmsa liti á mótorhjóladekk, allt frá grænum og appelsínugulum til marglitra. Sjá www.cycletires.com. ● BLÓMAKER Þótt við setjum hjólbarða yfirleitt ekki í samband við skraut þá geta þeir orðið að mikilli prýði við híbýli okkar ef þeir eru fylltir af mold og fallegum blómum. Þeir halda vel utan um jarðveginn og gefa rótum jurtanna svigrúm til að teygja sig út í hliðarnar. Ásdís Pálsdóttir, blómaskreytir í Reykjanesbæ, sýnir á þessari mynd hvernig svertan og áferð dekkjanna mynda flotta andstæðu við litfögur og fínleg blómin. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.