Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 6
14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
6
Rannsóknarnefnd Alþingis
segir illskiljanlegt að Seðla-
bankinn hafi ekki tekið
traustari veð vegna lána til
viðskiptabankanna. Það sé
ekki málefnaleg ástæða fyr-
ir því að gera það ekki að
„rosalega mikið vesen“ hafi
verið að taka skuldabréf á
pappír.
„Það er bara svo rosalega mikið
vesen að taka við einhverju sem
er fýsískt skuldabréf,“ sagði Sturla
Pálsson. framkvæmdastjóri alþjóða-
og markaðssviðs Seðlabankans,
þegar hann var spurður í skýrslu-
töku hjá rannsóknarnefnd Alþingis,
af hverju bankinn tók ekki traust-
ari veð fyrir lánum sínum til við-
skiptabankanna en veð í óvörðum
skuldabréfum.
Tap Seðlabankans við hrun
íslenska bankakerfisins nam um
300 milljörðum króna, sem falla á
skattgreiðendur.
„Veðlán jukust verulega hjá öllum
bönkunum þremur eftir að lausa-
fjárkreppan hófst haustið 2007.
Þróuðust mál þannig að veðlán juk-
ust úr því að vera um tveir millj-
arðar evra, sem mestmegnis voru
frá Seðlabanka Íslands, yfir í það
að vera yfir níu milljarðar evra við
fall bankanna,“ segir í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar. Nærri helm-
ingur veðlánanna var frá Seðla-
banka Evrópu.
Í nóvember 2007 var orðið ljóst
að íslensku bankarnir stunduðu
í ríkum mæli að gefa út óvarin
skuldabréf sem voru seld öðrum
fjármálafyrirtækjum, einkum Ice-
bank, sem síðan notuðu skuldabréf-
in sem veð fyrir lánum frá Seðla-
bankanum.
„Með slíkum viðskiptum fóru
fjármálafyrirtækin í raun í kring-
um þá reglu Seðlabankans að lán
séu ekki veitt gegn veði í eigin
skuldabréfum fjármálafyrirtækis.
Þrátt fyrir þessa vitneskju sporn-
aði Seðlabanki Íslands ekki við slík-
um veðsetningum og reyndi ekki
að afla sér traustari veða,“ segir í
rannsóknarskýrslunni.
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans, sagði rann-
sóknarnefndinni að ekki hefði verið
hægt að loka á þessi veð þar sem
fréttir um slíkt hefðu orðið bönk-
unum að falli. Rannsóknarnefndin
segir hins vegar að slíkt hefði verið
hægt að gera án þess að það kæmist
í hámæli. Bæði Seðlabanki Evrópu
og Seðlabanki Lúxemborgar hefðu
tvívegis gert breytingar á veðkröf-
um gagnvart íslensku bönkunum.
Það hefði Seðlabanki Íslands vitað
en almenningur ekki.
Íslensku bankarnir léku sama
leikinn erlendis og hér heima með
skipti á verðbréfum gagnvart Seðla-
banka Evrópu en voru fljótt stöðv-
aðir. Engu síður héldu þeir áfram
og náðu að auka veðlánatöku sína
ytra um 4,5 milljarða evra í gegn-
um dótturfélög. Rannsóknarnefnd-
in segir athyglisvert að svo virðist
sem Seðlabanki Íslands hafi ekki
fylgst með stöðu íslensku bankanna
í Seðlabanka Evrópu þótt gefin hafi
verið viðvörun í apríl 2008 um end-
urtekningu slíkra viðskipta.
Rannsóknarnefndin segist ekki
fallast á það með Davíð Oddssyni
seðlabankastjóra að viðskiptabank-
arnir hafi ekki haft aðrar eignir en
óvarin skuldabréf til að leggja að
veði.
„Var því illskiljanlegt að þess
skyldi ekki freistað að taka önnur
veð í ljósi þess viðhorfs sem uppi
var um stöðu bankanna innan og af
hálfu bankastjórnar Seðlabankans
allt frá því á fyrri hluta árs 2008,“
segir í skýrslunni.
„Þá hefði ég allt eins getað
farið að loka bönkunum,“ svaraði
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri
alþjóða- og markaðssviðs Seðla-
bankans, spurður að því hvort ekki
hefði komið til greina að taka önnur
veð frá bönkunum. „Kjallarinn í
Seðlabankanum er fullur af hand-
hafaskuldabréfum,“ bætti Sturla og
útskýrði að betra hefði verið að taka
við veðum sem hægt var að taka við
rafrænt. Þessa skýringu telur rann-
sóknarnefndin ekki duga.
„Ekki verður á það fallist að það
geti talist málefnalegar ástæð-
ur þess að ekki var leitað eftir
haldbetri veðum að það hafi verið
„rosalega mikið vesen að taka við
einhverju sem er fýsískt skulda-
bréf“ enda var það beinlínis hlut-
verk stofnunarinnar að huga að
veðtryggingum sínum á hendur
fjármálastofnunum.
Tekið er fram að Seðlabankinn
hafi loks um miðjan júlí 2008 sent
bönkunum bréf um að engin ný
óvarin skuldabréf yrðu samþykkt
sem veð nema að undangenginni
sérstakri athugun. Rannsóknar-
nefndin segir bankann þó ekki hafa
fylgt þessari stefnubreytingu „að
neinu ráði“.
Í andmælabréfi sínu til rannsókn-
arnefndarinnar segir Davíð Odds-
son „hugleiðingu“ hennar vera
„eftirá speki“. Ekki sé tekið neitt
mið af því hvaða aðstæður voru uppi
síðasta eitt og hálfa árið fyrir hrun
bankanna. „Ef Seðlabanki Íslands
hefði einn banka þrengt kröfur
sínar um veð við þessar aðstæður
til þess að hann sjálfur tæki litla
eða enga áhættu af tilraunum til
að fleyta eigin bankakerfi í gegn-
um brimskaflana þá hefði með
réttu mátt áfellast bankastjórnina
og velta fyrir sér eftir á hvort hann
hefði átt þátt í að flýta falli íslenska
bankakerfisins,“ segir Davíð.
gar@frettabladid.is
Seðlabanki lagði allt
undir í bankaspilinu
DAVÍÐ ODDSSON STURLA PÁLSSON
SEÐLABANKI ÍSLANDS Kjallarinn er sagður fullur af vörubrettum með handhafa-
skuldabréfum.
Davíð Oddsson, þáverandi seðla-
bankastjóri, hljóðritaði án heimild-
ar trúnaðarsamtal sitt við breska
seðlabankastjórann, Mervyn King,
í byrjun október 2008.
Davíð sagði ráðherrum í ríkis-
stjórninni frá símtalinu við King á
fundi í ráðherrabústaðnum 4. okt-
óber 2008. Í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis er vitnað til lýs-
ingar Árna Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra, af fundinum. Af
henni er ljóst að skiptar skoðanir
voru meðal fundarmanna í ráð-
herrabústaðnum um það hvernig
túlka bæri orð Mervyns King.
„Miðað við enska textann fannst
mér Davíð leggja of mikið upp úr
orðum Mervyns King, að hann væri
að leggja blessun sína yfir það sem
við værum að gera,“ segir Árni.
Í skýrslunni segir að Davíð hafi
ekki í upphafi símtalsins óskað
leyfis Kings fyrir því að hljóðrita
það.
„Í endurritinu kemur einnig
fram að Davíð
hafi sérstak-
lega nefnt að um
trúnaðarsamtal
væri að ræða,
samanber orð
hans („because
we are talk-
ing 100% in
secrecy and pri-
vate“ [því þetta
er einkasamtal
milli okkar og með hundrað pró-
sent leynd]), og að Mervyn King
hafi játað því,“ segir rannsóknar-
nefndin sem gaf King færi á að tjá
sig um hugsanlega birtingu endur-
ritsins.
Í svari Seðlabanka Bretlands
segir að hljóðritunin gangi gegn
venjum í samskiptum milli seðla-
banka og að í samtalinu hafi komið
fram viðkvæmar upplýsingar um
margvíslega banka. Þess vegna
leggist Mervyn King gegn birtingu
þess. - gar
Símtal Davíðs Oddssonar við seðlabankastjóra Breta:
Hljóðritaði án leyfis
MERVYN KING
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
M
SA
4
86
72
0
2/
10
á 1 lítra
Kókómjólk
FUNHEITT TILBOÐ
Nýtt!
Endurlokanlegar
umbúðir
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA / WWW.N1.IS
SÉRFRÆÐINGAR
Í HJÓLBÖRÐUM
LÁTTU OKKUR SJÁ UM DEKKIN FYRIR ÞIG
Meira í leiðinni
15. APRÍL
NAGLANA
AF!
„Ég hélt fyrst að hann væri að grínast,“ segir Arnór
Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um það þegar
Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði honum frá því
að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti úr 15,5 pró-
sentum í 12 prósent.
Upplausnarástand var í Seðlabankanum fyrstu dag-
ana í október 2008. Tilkynning um risalán frá Rúss-
um sem enginn fótur var fyrir og misheppnuð tilraun
til að festa gengi krónunnar skapaði ringulreið. Þrátt
fyrir vinnureglur þar um höfðu bankastjórarnir sér-
fræðinga sína og næstráðendur lítt með í ráðum.
„Þetta var algjörlega stjórnlaust,“ segir Arnór sem
kallaður var til Davíðs til að heyra um vaxtaákvörð-
unina. „Mér var tilkynnt sú ákvörðun fimm mínút-
um áður en hún fór á vefinn.“ Þegar Arnór áttaði sig á
að Davíð væri ekki að grínast var honum öllum lokið.
„[Ég] vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta,“
segir Arnór sem nú er aðstoðarbankastjóri Seðla-
bankans.
„Bankinn var bara hreint út sagt bara stjórnlaus,“
segir Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá bank-
anum, sem kveðst hafa ritað í dagbók sína þann dag
sem ákveðið var að festa gengið með einhverri tölu
„út í bláinn“ sama dag og sagt var frá Rússalán-
inu: „Enn eitt ruglið.“ Þórarinn segir að Arnór hafi
verið gjörsamlega niðurbrotinn. „Þetta var algerlega
skelfilegt.“ - gar
Næstráðendur lýsa algeru upplausnarástandi í Seðlabankanum í október 2008:
Hélt að Davíð væri að grínast