Fréttablaðið - 14.04.2010, Side 14
14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
14
Reynsluleysi starfsmanna
Fjármálaeftirlitsins hafði
mikil áhrif á samskipti
stofnunarinnar við fjár-
málafyrirtæki. Eftirlitinu
hélst ekki á fólki vegna
hærri launa annars staðar.
Bankarnir keyptu til sín
bestu bitana og litu á Fjár-
málaeftirlitið sem óvin.
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins
(FME) hafði ekki þá reynslu, og
í sumum tilvikum menntun, sem
störf þeirra kröfðust á þeim tíma
sem bankakerfið þandist út hér á
landi.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis og vinnuhóps um sið-
ferði og starfshætti. Meginniður-
staða rannsóknarinnar er að FME
hafi, líkt og Seðlabanki Íslands
(SÍ) brugðist hlutverki sínu til að
gegna ytra eftirliti með fjármála-
stofnunum.
Bæði í skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar og vinnuhóps-
ins kemur ítrekað fram að FME
hafi verið alltof fámenn stofnun;
starfsmönnum hafi ekki fjölg-
að samhliða aukinni ábyrgð og
nýjum verkefnum með útþenslu
íslenska bankakerfisins. Starfs-
mannavelta var mikil og „óvenju-
skaðleg að því leyti að stofnuninni
hélst ekki á reynslumeira fólki og
fólki með tiltekna menntun“.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri
FME, vitnar um það fyrir
www.sff.is
-tryggjum öryggi í viðskiptum
Ert þú örugglega þú?
Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir
banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á
sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki
eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini.
Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt
að framvísa gildum persónuskilríkjum
Hafi r þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það.
800
700
600
500
400
300
200
100
0
Risnukostnaður stóru bankanna þriggja
2004 2005 2006 2007 2008
Tölur eru í
milljónum króna.
Engar upplýsingar
fengust frá Glitni
um risnukostnað
áranna 2004 til
2006.
Kostnaður við ýmiss konar risnu,
boðsferðir, veisluhöld og veiði,
var margfalt hærri í Landsbank-
anum þegar mest var en í hinum
stóru bönkunum. Árið 2007,
þegar lengst var gengið í slíkum
kostnaði, varði Landsbankinn 751
milljón í risnu, Glitnir 336 millj-
ónum og Kaupþing 200 milljón-
um.
Risnukostnaður Landsbank-
ans á tímabilinu 2004 til 2008
nam 2.054 milljónum. Árið 2004
var hann 94,3 milljónir en eins og
fyrr segir 751 milljón árið 2007,
og hafði því áttfaldast.
Fram kemur í skýrslunni að
upplýsingarnar sem fengust frá
Glitni hafi reyndar verið ófull-
komnar. Þannig vantar til dæmis
allar upplýsingar um risnukostn-
að Glitnis árin 2004 til 2006.
Miðað við þær upplýsingar sem
fyrir liggja var skipting risnu-
kostnaðarins milli útgjaldaliða
ólík milli bankanna. Þannig varði
Landsbankinn mestu fé í boðs-
ferðir, næstmestu í gestamót-
tökur og því næst veiði og íþrótta-
viðburði. Kaupþing varði mestu í
gestamóttökur og veiði, og Glitn-
ir mestu í veiði og viðburði. - sh
Landsbankinn varði langmestu í risnu af bönkunum:
Risna bankans áttfald-
aðist á fjórum árum
Mest í móttökur og boðsferðir hjá Landsbankanum
Landsbankinn eyddi
langmestum fjármunum í
risnu af bönkunum þrem-
ur árin 2004 til 2008. Hér
til hliðar má sjá hvernig
upphæðirnar skiptust á
milli kostnaðarliða hjá
bankanum.
Boðsferðir
576,3
Gestamóttaka
532,3
Veiði
351,7
Íþróttaviðburðir
311,1
Ýmsir viðburðir
162,8
Gjafir
85,1
Annað
35
Samtals:
2054,3
Tölur eru í milljónum króna.
FME mannað af krökkum án reynslu
VORU STÓRIR OG STERKIR Starfsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja eru sagðir hafa litið á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Þeir
gengu afar hart fram og neyttu aflsmunar í samskiptum sínum við reynslulítið starfsfólks FME.
Sjálfstæði eftirlitsstofnunar eins og FME gagnvart valdi
fjármálastofnana og hugsanlegum afskriftum stjórn-
málamanna er afar mikilvægt og er skilgreint af skýrslu-
höfundum í tvennu lagi. Annars vegar persónulegum
þáttum, svo sem hugrekki til þess að sinna ströngu
eftirliti og færni til að greina stöðu banka. Hins vegar út
frá stofnanabundnum þáttum og starfsskilyrðum, svo
sem valdheimildum, mannafla og fjárhag. „Eigi eftirlits-
stofnun að geta rækt hlutverk sitt vel þarf hvort tveggja
að vera til staðar.“
Skilyrði sjálfstæðis eftirlitsstofnunar
nefndinni að ástæður mikillar
starfsmannaveltu var óánægja
starfsmanna með launakjör og
starfsumhverfi. Bankarnir buðu
jafnframt reynslumesta starfs-
fólki FME gull og græna skóga
sem þynnti út starfsmannahóp
FME. Bankarnir nutu því starfs-
krafta reynsluboltanna sem ýkti
bilið á milli starfsmanna bank-
anna og FME í samskiptum
þeirra á milli. „Þetta leiddi til
þess að starfsreynsla safnaðist
ekki nægilega vel upp hjá eftirlit-
inu sem var að miklu leyti mann-
að af ungu fólki sem hafði ekki
næga innsýn í hvernig fjármála-
fyrirtæki virka,“ segir í skýrslu
vinnuhópsins.
Einn viðmælandi fyrir rann-
sóknarnefndinni, Kristinn Arnar
Stefánsson, regluvörður Glitnis,
sem vann áður hjá FME, sagði að
þar „voru bara krakkar sem voru
allt of reynslulaus og voru nýút-
skrifuð, … Og það sem við höfð-
um fram yfir þau í hruninu var
að við vorum kannski með fimm
til tíu ára starfsreynslu, … meiri
hlutinn af lögfræðingunum var
kannski með ár frá útskrift. Það
er ekki gott sko.“
Í skýrslunni kemur fram að
starfsmenn bankanna litu á FME
sem óvin og öllum aðgerðum stofn-
unarinnar var mætt af mikilli
hörku. Þessu viðmóti átti reynslulít-
ið fólk erfitt með að mæta af nauð-
synlegri festu og bankarnir fóru því
oft sínu fram. svavar@frettabladid.is
„Í lögum er kveðið á um að forstjóri
Fjármálaeftirlitsins skuli búa yfir
„víðtækri þekkingu og starfsreynslu
á fjármagnsmarkaði“. Þegar Jónas Fr.
Jónsson var ráðinn hafði hann fimm
ára reynslu sem framkvæmdastjóri
innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar
EFTA í Brussel. Hann hafði aftur á
móti ekki beina reynslu af störfum í
bönkum eða fjármálafyrirtækjum og
þar með ekki þá þekkingu og starfs-
reynslu sem slík störf hefðu skilað.
Vissulega takmarkar smæð íslensks
samfélags þann hóp sem hægt er
að velja úr en gagnrýna má stjórn
Fjármálaeftirlitsins fyrir að hafa ekki
gefið þessu sjónarmiði meira vægi
við ráðninguna.
Gera má ráð fyrir að farsælla hefði
verið að hafa sem forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins á þessum afdrifaríku
tímum reyndari þungavigtarmann
með sterkari stöðu gagnvart hinni
nýju kynslóð bankamanna en jafn-
aldri þeirra gat haft.“
Skýrsluhöfundar
um Jónas Fr.
Jónsson