Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 18
Furðulegir safnarar, söfn sem sérhæfa sig í sýningum á furðum heimsins og söfn á mörkum skyn- seminnar eru meðal þess sem verð- ur fjallað um á námskeiðinu „Þetta er auðvitað bilun!“: Pasta, typpi, sinnep og trúðar, í Endurmenntun Háskóla Íslands mánudaginn 19. apríl frá 19.15 til 22.15. „Eitt af því sem mér hefur fundist heillandi við greinina eru furðuleg söfn og safnarar,“ segir Sigurjón B. Hafsteinsson, lektor í safnafræði við HÍ, sem verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Þar veltir hann meðal annars fyrir sér hver sé mun- urinn á skynsömum og óskynsömum safnara og í hvaða tilgangi mannskepnan safni. Sigurjón er beðinn um að nefna nokkur furðuleg söfn. „ Hið ís lenska reðasafn á Húsavík hefur til dæmis í mörg ár farið inn á lista erlendis yfir eitt af tíu furðulegustu söfnum í heimi,“ segir hann en furðulegasta safn sem hann hefur heyrt um er safn í Póllandi sem að sögn safnar kjöllurum. Af furðuleg- um söfnum sem hann sjálfur hefur upplifað nefnir hann bandaríska náttúru- minjasafnið í New York. „Það er ótrúlega umfangsmikið og þar eru endursköpuð heilu vistkerfin.“ Einnig læknaminjasafnið í Fíladelfíu, Mutter Museum. „Þar eru leifar af manns- líkum og beinagrindum og ýmsu öðru.“ Hann segir fjölda safna í heim- inum ótrúleg og tekur dæmi af sláttuvélasafni í Bretlandi og söfn- um sem snúa að sögusögnum um Loch Ness-skrímslið og Stórfeta í Bandaríkjunum. Þá séu sum söfn þematengd og sérhæfi sig í hlutum á borð við trúða, nornir, sinnep og jafnvel pasta. Námskeiðið er opið öllum en Sig- urjón býður safnara sérstaklega velkomna. solveig@frettabladid.is Safnar furðulegum söfnum Sigurjón B. Hafsteinsson, lektor í safnafræði við HÍ, heldur námskeið hjá Endurmenntun 19. apríl. Það kallast Þetta er auðvitað bilun! Pasta, typpi, sinnep og trúðar, og fjallar um furðuleg söfn um allan heim. Sigurjón segist sjálfur engu safna nema ef væri hug- myndum um furðuleg söfn sem hann ætlar að kynna á námskeiði Endurmenntunar HÍ mánudaginn 19. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÍLALEIGA AKUREYRAR hefur fengið vottun samkvæmt sérstökum ISO-gæðastaðli og er fyrsta bílaleig- an hérlendis til að stíga þetta skref. VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. Velkomin á opið hús Komdu og taktu þátt í fræðslu um hollt matarræði án þess að skuldbinda þig Komdu og fáðu ástandskoðun, BMI og fi tumælingu, mittismælingu og blóð- þrýstingsmælingu þegar þú kemur á opið hús fi mmtudaginn 15 apríl 2010 Við bjóðum upp á fría ráðgjöf vikuplan uppskriftir smakk mæliband á meðan birgðir endast Sími 865-8407vigtarradgjafarnir.is Á Garðatorgi í Garðabæ Fimmtudaginn 15. apríl 2010 kl 16.00–17.30 Í Reykjanesbæ, Grófi nni 8 Þriðjudaginn 20. apríl 2010 kl 16.30–17.30 Íslensku Vigtarráðgjafarnir Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. Romance - glæsilegur með fyllingu í B,C,D,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- blúndubuxur í stíl á kr. 2.990,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.