Fréttablaðið - 14.04.2010, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010
„Við erum þegar komnir með 25
bústaði skráða inn á vefinn okkar,
bungalo.is, og umferð um hann
eykst stöðugt svo þetta hefur geng-
ið vonum framar,“ segir Haukur
hress enda fengu hann og félagi
hans, Steinar Ingi Farestveit,
viðurkenningu fyrir framtakið í
frumkvöðlakeppninni Gulleggið.
Bungalo.is skapar ný tækifæri,
bæði fyrir þá sem vilja leigja út
bústaði sína og hina sem vantar
slíkt afdrep tímabundið því sam-
eiginlegur vettvangur hefur ekki
verið fyrir hendi, að sögn Hauks.
„Það er frítt að skrá bústaðina
og okkur vantar fleiri því marg-
ir þeirra sem við erum komnir
með eru þétt bókaðir, bæði gegn-
um okkur og aðra,“ lýsir hann og
segir flesta þeirra sem komnir eru
á skrá hafa verið í leigu áður. Hitt
sé líka til að fólk leigi út einkabú-
staði sína þegar það sé ekki að nota
þá sjálft og bendir á að þannig geti
það aukið tekjur sínar verulega.
„Við erum milliliðir eins og er og
hjálpum fólki að komast í samband
en vefurinn er í þróun. Þar erum
við að útbúa bókunarkerfi sem
kemur til með að verða sjálfvirkt.
Þeir eigendur sem hafa áhuga á að
leigja út bústaði sína hluta úr árinu
geta þá merkt inn í kerfið hvenær
þeir sjálfir ætli að nota þá og við
sjáum um að leigja þá út afganginn
af tímanum.“
Haukur segir þá félaga vera með
ákveðna tékklista þar sem fram
komi það helsta sem bústaðurinn
hefur upp á að bjóða. Þannig geti
fólk séð nákvæmlega mun á verði
og aðstöðu og hagað vali sínu eftir
því. Sumir sækist eftir munaði en
aðrir einfaldleika. „Heiti pottur-
inn er alltaf sterkur póstur,“ segir
hann brosandi.
Þótt enn vanti bústaði á vefinn
frá sumum landshornum kveðst
Haukur sjá fram á að www.
bungalo.is verði innan skamms
orðinn stærsti gagnagrunnur um
bústaði á landinu sem opinn sé
almenningi. gun@frettabladid.is
Hittu naglann á höfuðið
Sumarbústaðavefurinn www.bungalo.is fór í loftið fyrir mánuði og hefur þegar skapað sér vinsældir, að
sögn Hauks Guðjónssonar, annars tveggja frumkvöðla sem að honum standa.
Hvítahúsið í landi Skjaldar í Helgafellssveit.
WWW.BUNGALO.IS
Úr bústað Eyjasólar í Biskupstungum. MYND/WWW.BUNGALO.IS
Þeir Haukur og Steinar fengu nýlega
viðurkenningu frá Innovit fyrir bungalo.
is sem var ein af topp 10 viðskipta-
hugmyndum í frumkvöðlakeppninni
Gulleggið. MYND/ÁLFHEIÐUR EMILSDÓTTIR
Úr Nátthaga við Sandgerði. MYND/WWW.BUNGALO.IS
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
TUDOR
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
TUDOR
Þriðjudaga
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447