Fréttablaðið - 14.04.2010, Page 25

Fréttablaðið - 14.04.2010, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2010 Vagnhöfða 23 // 110 Reykjavík // Sími 590 2000 // www.benni.is Toyo Proxes T1R Eitt albesta sportbíladekkið á markaðinum. Ótrúlegt grip hvort sem er á blautum eða þurrum vegum. Draumadekk á hvaða sportbíl sem er. Toyo 350 Mjög gott sumardekk á fólksbíla þar sem aðaláherslan er lögð á þægindi og öryggi í akstri. Dekkin eru „Low Rolling Resistance“ sem sparar eldsneytis- eyðslu bílsins. Toyo Proxes ST2 Frábært dekk á alla sportjeppa. Þolir mikinn hraða og mikið álag í beygjum eins og myndast á þungum og kraft- miklum sportjeppum. Accelera Alpha Sumardekk fyrir fólksbíla á ótrúlega hagstæðu verði. Frábær dekk undir alla fólksbíla. Sumir keyra á íturvaxnari hjól- börðum en aðrir. Einn þeirra er Hjörtur Sævar Steinason bif- reiðasmiður sem lætur fjörutíu og níu tommu dekkin fleyta honum þangað sem hann vill. Hjörtur er aðeins búinn að aka á bílnum sínum réttan mánuð en á samt að baki ferð um Sprengisand og Gæsavatnaleið til Egilsstaða og fjórar ferðir á Fimmvörðuháls. Hverrar gerðar skyldi gripurinn vera? „Það er eiginlega sárt að segja frá því, vegna þess að ég er mikill Chevrolet-maður en þetta er Ford F250, 97-árgerð,“ segir Hjört- ur kíminn og kveðst bara ekkert hafa út á Fordinn að setja. „Hann gerir allt sem fyrir hann er lagt, mjög vel og ánægjulega.“ Fordinn er sem sagt nýkominn á götuna en Hjörtur er samt búinn að eiga hann síðan í desember 2005. Flutti hann inn frá Bandaríkjunum óbreyttan sem þýðir meðal annars að hann var á upprunalegum tut- tugu og níu tommu hjólbörðum. Kveðst hafa verið með hann á verk- stæði af og til síðan vegna hækk- unarbreytinganna sem var lokið nú um áramótin. Ýmis smáatriði voru þá eftir sem hann ætlaði að dunda við í rólegheitum, meðal annars málun. En svo var auglýst vetrar- ferð hjá jeppaklúbbnum 4X4 um Sprengisand og austur með Vatna- jökli norðanverðum um miðjan mars. „Þá ákvað ég að drífa mig og klára bílinn svo ég gæti farið með. Skrapp samt til Kanaríeyja í byrj- un febrúar en undi varla þar af því ég vissi af verkefninu heima. Mér tókst samt að ljúka því í tæka tíð og bíllinn stóð sig með prýði.“ Hjörtur var svo heppinn að eiga 49 tommu dekkin undir Ford- inn þegar hann keypti hann, hafði ætlað þau undir annan Pickup Chevrolet 2004 sem hann á líka og er á 38 tommum. „Það varð aldrei af því að ég breytti Chevrolettin- um. Við hjónin erum að hugsa um að aka á honum yfir sumrið og hafa Fordinn til vetrarferða. Þá þurf- um við ekki að eiga marga dekkja- ganga og skipta vor og haust.“ En hvað er það við þessi stóru hjól sem heillar Hjört? „Bara það að ég kemst þangað sem ég vil. Ég geri svolítið að því að veiða og hef gaman af vetrarferðum í snjó, til dæmis inn í Landmannalaugar og á Hveravelli. Þungir bílar þurfa stór dekk til að ná floti í snjó.“ Íslenskar óbyggðir virðast engin hindrun fyrir mann eins og Hjört og hann kveðst aldrei þurfa að keðja þó á harðfenni sé ekið. „Ég hleypi bara úr dekkjunum. Þannig hafa þau miklu betri gripgetu en keðjur, enda grófmynstruð. Ég var til dæmis á tveimur pundum þegar ég fór á Fimmvörðuháls.“ - gun Kemst þangað sem ég vil Hjörtur er ánægður með Fordinn á 49 tommunum. „Hann gerir allt sem fyrir hann er lagt mjög vel og ánægjulega,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gamlir hjólbarðar eru efnismik- ið hráefni sem auðvelt er að endurnýta. Franska vöru- merkið Tadé inniheld- ur heimilislínu, sem unnin er úr dekkjum. Tadé byggðist upp- haflega utan um bað- línu þegar stofnandi merkisins heillaðist af bað- og handverks- menningu Miðaustur- landa á ferðum sínum þar. Vörulína Tadé vatt upp á sig og inniheldur nú heimilisvörur eins og hnífapör, lampa og skálar, allt unnið af handverks- fólki í Mið- Austurlönd- um. Endurunnir hjólbarðar bættust svo nýlega við vöruúrvalið. Grófir og slitsterkir hjól- barðarnir eru sniðnir upp á nýtt og saumaðir saman í fötur, bala, körfur og jafn- vel skó. Sjá.www.tade.fr. - rat Hráefni í körfur, bala og skó Balar eða tunnur undir þvott eða undir blómin úti á palli. Ótrúlega nettir bakkar miðað við fyrra hlutverk gúmmísins. Gúmmíið er til dæmis saumað saman með grófu snæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.