Fréttablaðið - 14.04.2010, Page 26
14. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR
Borgardekk
(Bakvið Hótel Cabin)
Fyrirtækið Arctic Trucks sér-
hæfir sig í öllu sem viðkemur
jeppum og jepplingum og
þjónustar aðila víða um heim.
„Við erum alltaf að bæta nýjung-
um við okkur, síðast dekkjum frá
Dunlop og Maxxis undir mótor-
hjól og fjórhjól eftir að við tókum
við Yamaha-umboðinu á Íslandi,“
segir Hallveig Andrésdóttir, mark-
aðsstjóri Arctic Trucks að Klett-
hálsi 3 og bætir við að forsvars-
menn fyrirtækisins séu ánægð-
ir með að geta bætt frekar við þá
dekkjaflóru sem fyrirtækið býður
viðskiptavinum sínum upp á.
Hallveig segir að Arctic Trucks
hafi í gegnum árin sérhæft sig í
jeppum og jepplingum. „Við höfum
til að mynda selt eigin hönnun,
AT405 38 tommu dekkið, við góðar
undirtektir í mörg ár. Það var
þróað sérstaklega fyrir íslenskar
aðstæður og hefur nýst hér vel allt
árið um kring. Dekkið hefur einnig
verið notað í leiðangra erlendis, til
dæmis var það notað í leiðangri á
segulpólinn með breska bílaþætt-
inum Top Gear.“
Vegna þess hversu vel lands-
menn hafa tekið þessu íslenska
hugviti eru hugmyndir uppi um
að hefja framleiðslu á dekkjum í
fleiri stærðum að sögn Hallveig-
ar. „Við eigum í samskiptum við
erlenda aðila en þetta er langvinnt
ferli og tekur því sinn tíma.“
Arctic Trucks selur einnig
jeppadekk frá framleiðandanum
Dick Cepek, sem hefur verið vel
tekið hérlendis. „Áralöng reynsla
er komin á dekkin sem eru vönd-
uð og góð og fást frá 30 tommum
og upp í 35 tommur og ganga því
undir fjölbreyttan hóp bíla,“ segir
Hallveig.
Arctic Trucks rekur eigið
dekkjaverkstæði en þar að auki
verkstæði fyrir jeppabreytingar
og almennar bílaviðgerðir. Einn-
ig er fyrirtækið með fullkomna
skoðunarstöð þar sem viðskipta-
vinir geta látið ástandsskoða bíla
sína eða bíla sem þeir hyggjast
kaupa. „Við finnum að fólk leggur
aukna áherslu á að hafa bíla sína í
lagi enda ekki margir sem hyggja
á endurnýjun í augnablikinu. Fólk
vill að fararskjótinn sé í góðu
standi fyrir ferðalög innanlands í
sumar,“ segir Hallveig. Þess utan
selur fyrirtækið ýmsan aukabún-
að í bíla, svo sem toppgrindur og
farangursbox, sem og húddhlífar
og gluggavindhlífar.
En Arctic Trucks er ekki ein-
göngu með starfsemi á Íslandi
þar sem fyrirtækið rekur verk-
stæði í Noregi og á í samstarfi við
aðila í Brasilíu, Finnlandi, Síberíu í
Rússlandi og í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum um bílabreyting-
ar. „Starfsmenn okkar hafa síðustu
misserin verið við störf víða um
heiminn. Breytingarnar okkar eru
byggðar á reynslu íslenskra jeppa-
manna, en reynslan sýnir að þær
nýtast ekki síður við aðrar aðstæð-
ur til dæmis við akstur í sandi. Við
höfum meðal annars gert breyt-
ingar á bílum sem notaðir eru við
rannsóknastörf og í leiðangra á
fjarlægar slóðir, svo sem á segulp-
ólinn og suðurpólinn, en segja má
að þátttaka í slíkum leiðöngrum sé
í raun sú besta gæðaprófun á hönn-
un okkar og framleiðslu sem fáan-
leg er,“ segir hún.
Verkefnin liggja víða
Arctic Trucks rekur eigið dekkjaverkstæði en þar að auki verkstæði fyrir jeppabreyt-
ingar og almennar bílaviðgerðir. Einnig er fyrirtækið með fullkomna skoðunarstöð
þar sem viðskiptavinir geta látið ástandsskoða bíla sína eða bíla sem þeir hyggjast
kaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
● SEKT VIÐ NOTKUN NAGLADEKKJA Yfir sumartímann er skylt að aka ekki
á negldum vetrardekkjum. Sektir við því að aka á nagladekkjum á tímabilinu 15. apríl
til 1. nóvember er 5.000 krónur. Ef negldu dekkin eru, auk þess að vera enn undir bíln-
um eftir 15. apríl, orðin uppslitin eða eru skemmd og því háskaleg til aksturs, þá er
heimilt að sekta ökumann um allt að 5.000 krónur á hvert ónýtt nagladekk sem undir bílnum
er. Nánar á www.fib.is.
Dick Cepek FCII
Fáanlegt í 30-35“
stærðum og fyrir 15,
16, 17 og 18 tommu
felgur.
Sterkt og gott alhliða
jeppadekk með heils-
ársmynstri.
Hentar vel fyrir
míkróskurð og
neglingu.
Dick Cepek FC
44 x 18,5 15
Frábært snjóakstursdekk
sem jeppamenn þekkja af
reynslunni.
Hentar vel fyrir míkróskurð
og neglingu.
AT 405
38 x 15,5R 15
Frábært alhliða jeppa-
dekk, mjög hljóðlátt
á vegum. Dekkið er
míkróskorið og neglan-
legt.
Kletthálsi 3 // 110 Reykjavík // Sími 540 4900
ProComp AT
(All terrain)
Fáanlegt í 30-35“ stærðum
og fyrir 15, 16, 17 og 18
tommu felgur.
Sterkt og endingargott
jeppdekk með heils-
ársmynstri. Mjög hljóðlátt.
Hentar fyrir míkróskurð.