Fréttablaðið - 14.04.2010, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2010
Hjólbarðar eru ekki það fyrsta sem kemur í huga manns þegar
hugsað er um listsköpun. Þó eru þeir ófáir listamennirnir sem
hafa nýtt sér þetta sérstæða efni til að skapa listaverk og
fígúrur. Með ólíkindum er hvernig hægt er að móta hið
hvunndagslega dekkjagúmmí í hin stórbrotnustu form,
allt frá drekum til hermannaklæða eins og sést á með-
fylgjandi myndum.
Hekla hefur um árabil boðið
upp á vandaða hjólbarða frá
heimsþekktum framleiðend-
um. Fyrirtækið ætlar að auka
úrvalið á ódýrari dekkjum á
næstunni og bæta þjónustu
frekar við eigendur mótor-
hjóla.
„Hér bjóðum við upp á breiða línu
af dekkjum sem henta við ólíkar
aðstæður og ætlum á næstunni að
fjölga þeim sem eru í ódýrari kant-
inum ásamt því að sinna þeim sem
vilja kaupa,“ segir Þorgeir Ragnar
Pálsson, vörustjóri hjólbarðadeild-
ar Heklu sem hefur síðustu 77 ár
séð landsmönnum fyrir vönduðum
hjólbörðum.
Hekla flytur til landsins dekk
frá ýmsum framleiðendum og
þeirra þekktastur er vafalaust
Goodyear sem Hekla hefur verið
með umboð fyrir lengst allra fyr-
irtækja í Evrópu eða síðan árið
1952. Spurður hver sé lykillinn að
hinu góða og langvinna samstarfi
segir Þorgeir að samstarfinu hafi
verið sinnt vel og góð tengsl mynd-
ast milli fyrirtækjanna.
„Við höfum keypt megnið af
dekkjunum hjá þeim og þá ekki
bara vörur beinlínis undir merkj-
um Goodyear heldur af minni og
í sumum tilvikum ódýrari fram-
leiðendum sem heyra undir fyrir-
tækið,“ segir hann og nefnir til
sögunnar vörumerki á borð við
Sava og Debica, en frá þeim hefur
Hekla aðallega flutt til landsins
dekk í fólksbílastærðum. Þess
utan getur Þorgeir bandaríska
framleiðandans Mickey Thomp-
son, en jeppadekk frá fyrirtækinu
og einnig Goodyear hafa um langt
skeið verið vinsæl hérlendis undir
breytta og óbreytta jeppa.
Mótorhjóladekk standa við-
skiptavinum Heklu einnig til boða
og ætlar fyrirtækið að leggja meiri
áherslu á þau í sumar. „Mikið hefur
verið flutt inn af hjólum til lands-
ins síðustu árin. Þótt dregið hafi
úr innflutningi upp á síðkastið, þá
þarf að þjónusta þessa aðila og því
ætlum við að sinna vel,“ útskýrir
Þorgeir og segir Dunlop vera einn
stærsta framleiðanda mótorhjóla-
dekkja í heiminum og bjóða upp á
breiða línu í kross- og götuhjóla-
dekkjum.
Að hans sögn eru hjólbarðaverk-
stæði um allt land helstu viðskipta-
vinir Heklu, en fyrirtækið þjón-
ustar einnig einkaaðila og rekur
hjólbarðaverkstæði að Klettagörð-
um 8. „Þar aðstoðum við eigendur
fólksbíla, jeppa og stærri bifreiða,
eins og vörubíla, við umfelganir og
fleira,“ segir hann og bætir við að
fyrir tækið selji líka umfelgunar-
og jafnvægisstillingarvélar frá ít-
alska framleiðandanum Butler.
Goodyear tryggir
gæðin og öryggið
Að sögn Þorgeirs eru hjólbarðaverkstæði um allt land helstu viðskiptavinir Heklu, en fyrirtækið sinnir einnig einkaaðilum og
rekur hjólbarðaverkstæði að Klettagörðum 8. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Listaverk úr hjólbörðum
Evrópsk dekk á frábæru
verði. Framleidd af
Goodyear. Stærðir
13” 14” 15” 16”
Verð frá 7.674.-
Efficient Grip
Frábært dekk þegar
kemur að stjórn á blautu
jafnt sem þurru undirlagi.
Er með umhverfisvottun
Svansins sem umhverfis-
vænsta dekkið.
Eigum til flestar gerðir af götu- og cross
dekkjum frá Dunlop.
Dunlop er stærsti framleiðandi heims á mótor-
hjóladekkjum og leiðandi á þeim markaði.
Evrópsk hágæða dekk
sem hafa sannað sig á
íslenskum markaði.
Framleidd af Goodyear.
Stærðir 12” - 20”
Verð frá 8.565.-