Fréttablaðið - 14.04.2010, Page 28
14. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● dekk
Hundarnir þurftu meðal annars að
hlaupa í gegnum gömul dekk.
NORDICPHOTOS/AFP
Gömul dekk þurfa ekki að enda
á haugunum þar sem þau menga
móður jörð. Þau má nýta á ýmsan
hátt. Á myndinni má sjá hunda
landamæravarða í Hvíta-Rúss-
landi sem verið er að þjálfa til
starfa. Þeir þurfa meðal ann-
ars að hlaupa í gegnum og hoppa
yfir gömul dekk. Myndin er tekin
á hunda æfingasvæði hersins í
bænum Smorgon 130 kílómera
norðvestur af Minsk. - sg
Notuð til að
þjálfa hunda
Hin kristna hátíð Sirni Zagovezni
er ávallt haldin á sunnudegi, sjö
vikum fyrir páska og markar upp-
haf lönguföstu sem einnig er ætlað
að marka upphaf vorsins.
Í gamla daga var algengt að
fagna Sirni Zagovenzi með því að
kveikja í stórum bálkesti. Ungir
og aldnir komu saman við eldinn
og báðust fyrirgefningar á öllu
því sem þeir gætu hafa gert á hlut
hver annars.
Ungir menn stukku síðan yfir
eldinn en talið var að sá sem stykki
lengst yrði fyrstur til að kvongast
á komandi hausti.
Á myndinni sem hér fylgir eru
búlgarskir karlmenn að hlaða bál-
köst fyrir hátíðina sem haldin var
í smábæ í Búlgaríu í febrúar. Lík-
legt er að dekkjabálið hafi verið
ansi myndarlegt en þó ólíklegt að
nokkur ungur maður hafi viljað
stökkva yfir það eldhaf. - sg
Dekkjabrenna í
tilefni föstu
Búlgarskir karlmenn hlaða dekkjum
í brennu í tilefni af hátíðinni Sirni Zagov-
ezni sem haldin er hátíðleg í febrúar.
NORDICPHOTOS/AFP
Uppfinning gúmmídekkja er gjarnan rakin til skoska
dýralæknisins Johns Boyds Dunlop (1840-1921).
Hávaði frá þykkum tréhjólum á þríhjóli sonar Dun-
lops, varð til þess að dýralæknirinn fékk árið 1876 þá
hugmynd að líma gúmmí utan á þau. Nánar til-
tekið tók hann gúmmíslöngu, límdi utan
á hana gúmmílengjur til stuðnings og
límdi því næst ventil úr fótbolta
drengsins á slönguna. Því næst
límdi hann þetta á tréhjólin og
reyrði með dúk. Að svo búnu
fyllti Dunlop slönguna af lofti
og varð þar með fyrstur til að nota þrýstiloftfylltan
hjólbarða. Dunlop stofnaði síðar fyrirtækið Dunlop
Pneumatic Tyre Company sem framleiddi uppfinn-
inguna. Hún náði góðri útbreiðslu og átti sinn þátt í að
auka vinsældir reiðhjóla og síðar bifreiða.
Dýralæknir fann upp gúmmídekkin
John Boyd Dunlop hannaði gúmmí-
dekk undir þríhjól sonar síns, til að
draga úr hávaða sem það olli.