Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.04.2010, Blaðsíða 34
18 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 19. apríl hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–4 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00 5–7 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00 8-10 ára » föstudagar klukkan 16:30–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.org Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Náðuð þið þessu? Flækjustig íslenska fjármálakerfis- ins er fyrir löngu orðið alræmt. Og ekki hefur alltaf verið auðvelt fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að hlusta á stjórnendur bankanna reyna að greiða úr því. Grípum aðeins niður í viðtal rannsóknarnefndarinnar við Sigurjón Þ. Árnason: „Ég get alveg sagt hvar traustið er til staðar [...] Það er traust á milli stjórnenda Glitnis og stjórnenda Landsbank- ans, gegnum Lárus og mig og þá. Það er traust í kerfinu frá mér yfir til eigenda Glitnis – það er til staðar. Það er traust frá eigendum Glitnis inn í eigendur, sem maður lítur alltaf á sem Sigga og Hreiðar, og stjórnend- ur KB – þar er traust á milli. Það er traust á milli Landsbankans, einkum og sér í lagi gegnum Halldór og þá, við Seðlabankann. Það er fullkomið vantraust á milli Glitnis og Seðla- bankans, það er fullkomið van- traust á milli KB og Seðlabank- ans og það er síðan vantraust hjá stjórnendum Landsbankans og KB en ég held það sé ákveðið traust á milli eigenda Lands- bankans og KB. Náðuð þið þessu?“ Tillitssemi Það verður seint sagt að náttúruöfl- in á Íslandi séu þekkt fyrir að vera mannskepnunni sérstaklega hliðholl. Þó koma stundir þar sem þau virðast sjá aumur á okkur. Þannig virðist því til dæmis háttað með eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Það hófst fljótlega eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save og hætti daginn sem rannsókn- arskýrslan kom út og sá okkur því fyrir nógu að tala um í millitíðinni. Þetta kallar maður tillitssemi. bergsteinn@frettabladid.is Margt gerir okkur reið á Íslandi í dag. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nefndar fjölmargar ásetn- ings- og vanrækslusyndir sem hafa bitnað á okkur öllum. Sum okkar eiga í vök að verjast og berjast í bökkum, en lífið gengur sinn vanagang hjá öðrum. Öll verðum við fyrir áhrifum af því að trúverðugleiki og traust til stofnana og valdafólks hefur hrunið. Hruninn trúverðugleiki og svíðandi ranglæti hefur fætt af sér réttláta reiði. Reiðin er eðlilegt og heilbrigt viðbragð við óeðlilegu ástandi. Reiðin er frumtil- finning sem vekur okkur og þenur taug- ar og hjarta. Reiðin er ekki góður stað- ur til að vera á, en stundum erum við sett á þannig stað. Fyrir samfélag í kreppu er sinnuleysi og tilfinningadoði hættulegri en reið- in. Sinnuleysið er samfélagsógn. Það er ekki gott að búa í skeytingarlausu og köldu samfélagi þar sem heiðarleiki og velvild eru sniðgengin. Á meðan við erum reið er okkur ekki sama. Reiðin getur gefið kraft til að hefja ferli sem er nauðsynlegt til að breyta því sem er ranglátt og óheilbrigt. Leiðin frá reiði til sáttar er löng. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Við verð- um að fá að nefna það sem lætur hjart- að okkar slá örar í reiði og sorg. Við verðum að fá að vera reið og tjá það. Hlustum á hjartað sem berst í brjósti okkar. Skýrslan er birt. Nú rennur upp tími aðgerða. Það dugar ekki að setja plástur á sár þjóðar sem blæðir vegna ábyrgð- arlausrar framgöngu og brotins trausts. Góðverk koma aldrei í stað réttlætis. Við þurfum að styrkja lýðræðið, bæta samskiptin og efla samfélagsvitundina á landinu okkar. Það sem gerir okkur reið Árni Svanur Daníelsson prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Rannsókn- arskýrslan Skýrslan er birt. Nú rennur upp tími aðgerða. Það dugar ekki að setja plástur á sár þjóð- ar sem blæðir vegna ábyrgðar- lausrar framgöngu og brotins trausts. S kýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir þá mynd sem birzt hefur smátt og smátt í fréttum eftir að bankakerfið hrundi; í bönkunum var orðið til rotið kerfi, þar sem stóru eigendurnir völsuðu um og misnotuðu stöðu sína, á kostnað smærri hluthafa og sparifjáreigenda. Krosseignatengslin í bankakerfinu, en þau setur rannsóknarnefnd- in fram á myndum, sem eru hinum almenna lesanda óskiljanlegar vegna þess hve flókin þau eru, sköpuðu áhættu sem átti sinn þátt í að fella kerfið. Þannig bendir nefndin á að sömu fyrirtækjahóparn- ir hafi skapað áhættu í mörgum bönkum. Skýrasta dæmið hafi verið Baugur Group, sem mynd- aði stóra áhættu í öllum bönk- unum. Baugsfjölskyldan í heild „myndar svo stóra áhættu hjá bankakerfinu að fullyrða má að enginn bankanna hafi haft efni á að gjaldfella lán á aðila tengda þeim, vegna hugsanlegra keðjuverkandi áhrifa,“ segir rannsóknar- nefndin. Hún telur að Baugur og tengd félög hafi af þessum sökum haft tangarhald á bönkunum, sem héldu áfram að lána og lána. Sama máli gegndi um Existu, Björgólfsfeðga og Ólaf Ólafsson, þótt nefndin telji að áhætta þeim tengd hafi verið nokkru minni. Þessi áhætta varð ekki sízt til vegna þess að stærstu lántakendurn- ir voru einnig stærstu eigendur bankanna og höfðu í krafti þeirrar stöðu óeðlileg áhrif á ákvarðanir um útlán. Rannsóknarnefndin nefn- ir sem dæmi að Baugur og FL Group hafi beitt ráðandi stöðu sinni í Glitni til að hafa áhrif á lánveitingar. Lánveitingar til nýrra eigenda og stjórnenda Glitnis hafi aukizt verulega eftir stjórnar- og forstjóra- skipti vorið 2007. „Því bera dæmin um Baugshópinn og Fonshópinn vitni,“ segir nefndin. Þessi niðurstaða setur athugasemdir forsvars- manna þessara fyrirtækja við nýlega stefnu skilanefndar Glitnis gegn þeim og starfsmönnum bankans óneitanlega í nýtt ljós. Í rannsóknarskýrslunni eru sömuleiðis skýrar vísbendingar um að eigendur bankanna hafi misnotað peningamarkaðssjóði þeirra. Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu tugum milljarða króna í peninga- markaðssjóðunum þegar bankarnir féllu. Misserin fyrir hrun höfðu sjóðirnir aukið fjárfestingar sínar í verðbréfum, sem tengdust eig- endum bankanna. Það telur rannsóknarnefndin ekki tilviljun. Eftir að Baugur varð stór hluthafi í Glitni, jukust fjárfestingar hins fræga Sjóðs 9 í bréfum félagsins, þrátt fyrir erfiðleika þess. Sama átti við í tilviki peningamarkaðssjóðs Landsbankans og Samsonar, félags Björgólfsfeðga. Samson gekk að endurfjármögnun vísri hjá sjóðnum, segir rannsóknarnefndin. Eigi að takast að endurreisa heilbrigðan fjármálamarkað á Íslandi, þar sem almenningur telur hlutabréf og verðbréf traustan fjárfest- ingarkost og fyrirtæki geta fjármagnað sig með eðlilegum hætti, er lykilatriði að girða fyrir að þessi leikur geti endurtekið sig. Hluti af því er að hindra að krosseignarhald geti orðið jafnflókið og raun bar vitni. Sömuleiðis þarf að fylgja því fast fram að bankarnir sneiði ekki hjá reglum um áhættustýringu. Reynslan af bankahruninu sýnir ekki sízt að hefðbundnu, varkáru bankamennirnir sem hafa áhyggjur af áhættu og forðast hana eins og þeir geta, eiga framtíðina fyrir sér. Útrásarvíkingarnir gerðu grín að þeim. Rannsóknarskýrslan staðfestir að stórir eigendur völsuðu um bankana á kostnað almennings. Rotið kerfi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.