Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 38
22 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ohhh frá- bært! Ég gat ekki valið verri stað fyrir bílinn að gefa upp öndina. Lík- hús Ferskt kjöt beint frá bónda En AF HVERJU er ég hérna? Það er sorgleg saga. Ég er búinn að týna hundinum mínum! Týna hundinum þínum? Og viltu að ég hjálpi til við að leita að honum? Nja, ég veit alveg hvar hann er... Litli vitleysingur- inn hljóp inn í gatið á Morð-fjall- inu svokallaða! Og hvernig passa ég inn í þá mynd? Nei heyrðu! Bíddu nú aðeins! Á Pierce mótor- hjól?! Þetta er sko vespa. Á Pierce vespu?! Hún er bara lítil og gömul. Ímyndaðu þér hjól með mótor á. Á Pierce hjól með mótor á?! Þetta snýst meira um Pierce en vespuna, ekki satt? Vá, sjá allt þetta nammi! Þú færð ekkert. Ég er að selja það í fjáröflun fyrir skólann. Ó. Hvað kostar nammið? Það kostar þúsund kall kassinn, tveir á 1800 og svo er tíu prósent afsláttur á pöntunum yfir fimm þúsund krónum. Hvað kostar að fá bara að sleikja smá? Umfelgun Hjólbarð ar Jafnvægisstilling Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 Fáðu 20% afslát t af umfelgun og jafn vægis- stillingu, í dag! Tvö verðdæmi: Umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum fólksbíladekkjum á 12-16 tommu stálfelgum: Fullt verð: 6.240 kr. Afmælistilboð: 4.992 kr. Umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum fólksbíladekkjum á 12-16 tommu álfelgum: Fullt verð: 6.945 kr. Afmælistilboð: 5.556 kr. Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. www.schballett.is 4 vikna vornámskeið hefst 24. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Stundum opna ég íslenskar fornbæk-ur og glugga í eitt og annað þar. Þetta er svo geggjuð sýn á Ísland sem þar er sett fram að sannur Íslendingur, búsett- ur við Miðjarðarhaf, kemst ekki hjá því að heillast af. ÞÓ OFTAST segi frá valdabrölti og víga- ferlum er gamansemin aldrei langt undan. Jafnvel á hinstu stundu bregða menn á leik. Hafa til dæmis orð á því að morð- vopnið sem stendur út úr þeim miðj- um sé nú komið í tísku. Höfuð aurasál- ar einnar er síðan enn að telja peninga þegar það flýgur af búknum. Má telja mörg önnur dæmi um gráa gaman- semi í þessari sagnaveröld. ÞEGAR ég hef skemmt mér við þetta gráa gaman grípur heimþrá um sig. Þá á ég það til að lesa fréttir af vefmiðlum til að stemma stigu við því. Ef það dugir ekki til má alltaf kíkja á bloggsíður manna sem telja sig alvitra. ÞESSI skammtur af íslenskum raunveru- leika hefur venjulega dugað sem mótefni við þeim ljóma sem fornkapparnir sveipa landið. HELDUR var mér því brugðið á mánu- dag þegar ég las fréttir dagsins en þá fór ég að rugla veröld sem jafnan er tengd fornköppum við það Ísland sem nú berst í bökkum. ÞÓ ER nokkur munur á. Í stað skóg- gangs sem þekktist til forna er mönn- um nú hótað ómögulegu lífi í landinu það sem eftir er. Í stað drápu, sem er tíma- frekt verk, fara menn utan og hrista inni- haldslausar lofræður fram úr erminni. Í stað þess að leita á náðir Noregskon- ungs verða menn nú að klingja með kóng- um í London til að koma ár sinni fyrir borð í mikilmennskufleyinu. Í staðinn fyrir brandara eftir banahögg höfum við Davíð og Össur sem segja frá andarslit- um bankanna af svo mikilli list og gam- ansemi að það verður hrein skemmtilesn- ing. Í stað Eddu hefði Snorri nú skrifað Greddu. SVO koma innlegg eins og tilvitnun Sigga bank um að laun hans hjá bankanum hefðu verið svo óheyrilega lág miðað við laun þeirra sem hann bar sig saman við. SUMT er svo súrrealískt í þessum nýja sagnaheimi að meira að segja Snorri hefði ekki getað látið sér detta það í hug. Alla vega ekki áður en Árni beiski var búinn að höggva í hausinn á honum. Sturlpungar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.