Fréttablaðið - 14.04.2010, Síða 39

Fréttablaðið - 14.04.2010, Síða 39
MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 23 Annað kvöld verður Pétur Gunnars- son rithöfundur gestur á rannsókn- arkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischer- sundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng“ og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktar- landi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum,“ segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifn- ar, stöðugt aðstreymi nýrra „upp- lýsinga“ sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfund- urinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburða- rásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) bar- áttu við gleymskuna. Að halda leið- um opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi.“ Pétur Gunnarsson lauk meist- araprófi í heimspeki frá Univer- sité d’Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáld- sagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál. „Líður tíminn alltaf jafn hratt?“ Bláa minnis-bókin eftir James A. Levine er komin út í kilju hjá JPV. Batuk er ung indversk stúlka sem ætti að vera að leika sér, læra og feta fyrstu skrefin út í lífið. Í stað þess er hún lokuð inni í nöt- urlegu búri í fátækrahverfi í Mumbai þar sem hún er neydd til að uppfylla kynlífsþarfir ókunnugra karla. Batuk spinnur upp ævintýri um silfureyga hlébarða í bláu minnisbókina sína um leið og hún segir frá botnlausri grimmd, niðurlægingu og örvæntingu með rödd barnsins sem hefur glatað sakleysi sínu. Bláa minnisbókin er áhrifamikil saga af fórnarlömbum barnamisnotkunar, saga sem nístir hjartað en vegsamar jafnframt vonina og máttinn sem býr í orðunum. Höfundurinn er læknir sem kynntist hlutskipti indverskra götubarna þegar hann var við störf í Mumbai. Sagan er skáldverk en byggir á reynslu Levine, skýrslum hans og rannsóknum. Guðni Kolbeinsson þýddi. Á morgun kemur á markað á Íslandi bókin A Powderkeg in Paradise – Lost Opportunity for Peace in Sri Lanka eftir Jón Óskar Sólnes, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Nor- rænu friðar- eftirlitssveitar innar á Srí Lanka. Í bókinni gerir hann grein fyrir borgarastríðinu á Srí Lanka sem stóð í meira en aldarfjórðung en virðist nú á enda með fullnaðarsigri þarlendra stjórnvalda á Tamíltígrum. A Powderkeg in Paradise kom nýverið út hjá einu stærsta bókaforlagi Indlands en það sætir miklum tíðindum að íslenskur höfundur fái gefið út eftir sig rit um jafn eldfimt efni á svo framandi slóðum. Dómar eru þegar teknir að birtast í fjölmiðlum erlendis og má nefna að M.R. Narayan Swamy, sem hefur verið afkastamikill í skrifum sínum um átökin á Srí Lanka, segir í umsögn sinni, sem víða hefur birst, að Jón Óskar veiti í bók sinni dýrmæta innsýn í friðarferlið á Srí Lanka: „Á 250 leiftrandi og auðlesnum síðum miðlar Jón Óskar Sólnes ríkulegri og persónu- legri þekkingu sinni á átökunum, sem hann aflaði sér sem friðargæsluliði á Srí Lanka, og útskýrir fyrir heiminum hvernig og hvers vegna Tamíltígrar, sem virtust óvígur her, biðu svo illilega lægri hlut.“ Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá dreifingaraðila bókarinnar hér á landi. Swamy bætir því við að bókin sé ómetanleg heimild um framgöngu norrænna friðargæsluliða við að lægja öldurnar á þessum slóðum. Jón Óskar Sólnes var um árabil fréttamaður á Ríkissjónvarpinu en á einnig að baki víðtæka reynslu af friðargæslustörfum, bæði á Balkanskaga og Srí Lanka. Þá var hann um tíma forstöðumaður mannúðarmála hjá stoðtækjaframleið- andanum Össuri. Jón Óskar starfar nú sem fastafulltrúi Samtaka atvinnulífs- ins í Brussel. NÝJAR BÆKUR BÓKMENNTIR Pétur Gunnars- son ræðir hættu gleymskunnar. FRETTABLAÐIÐ/RÓBERT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.