Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 41
MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 25
Frænka sjónvarpskonunnar Opruh
Winfrey sakar hana um að hafa
logið til um æsku sína og uppvaxt-
arár á bökkum Mississippi-fljóts-
ins. Þetta kemur fram í nýrri bók
slúðurdrottningarinnar Kitty
Kelley um ævi Opruh og æsku.
Frænkan segir að Oprah hafi
ýkt allar sögurnar um fátæktina
sem fjölskylda sjónvarpskonunn-
ar hafi þurft að glíma við. „Miðað
við það sem Oprah hefur sagt þá
var hún í raun og veru ofdekruð,“
segir frænkan sem heitir Kather-
ine Carr Esters. Hún vísar því á
bug að Oprah hafi þurft að klæð-
ast kartöflusekkjum og alið kakka-
lakka sem gæludýr.
Esters segist hafa átt stuttan
fund með Opruh og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum þar sem þau
kröfðu sjónvarpskonuna um skýr-
ingar á þessum sögum. „Hún sagði
að sannleikurinn væri svo leiðin-
legur og að þetta væru þeir hlut-
ir sem fólk vildi heyra um,“ segir
Esters í bókinni. Rithöfundurinn
Kelley segir síðan í viðtali við
EW.com að frænkan hefði hald-
ið því fram að Oprah hefði í raun
verið alin upp sem einbirni og að
hún hefði verið ofdekruð í æsku.
Oprah sökuð um lygar
SÖGÐ LJÚGA Oprah Winfrey er sögð
hafa kryddað sögur úr æsku sinni ansi
hressilega.
Frænka leikarans Roberts Patt-
inson, Diana Nutley, segir hann
hafa hætt öllum samskiptum við
fjölskylduna eftir að hann varð
heimsfrægur. Nutley segir Patt-
inson ekki hafa mætt í jólaboð,
afmælisveislur eða aðrar fjöl-
skyldusamkomur frá því að hann
sló í gegn í hlutverki sínu sem
vampíran Edward Cullen.
„Það er skrítið hvernig frægð-
in getur breytt fólki. Aldrei bjóst
ég við þessu frá honum,“ sagði
frænkan í viðtali við Star Magaz-
ine. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn
sem hún tjáir sig um frænda sinn
því hún hefur einnig rætt einka-
líf hans í fjölmiðlum án hans
samþykkis.
Vill ekki
hitta frænku
OF FRÆGUR? Robert Pattinson er hættur
að heimsækja frænku sína.
NORDICPHOTOS/GETTY
Velska söngkonan Charlotte
Church hefur trúlofast barns-
föður sínum, rugbyleikmannin-
um Gavin Henson. Parið hefur
verið saman frá árinu 2005 og á
saman tvö börn. „Þegar ég kom
út úr sturtunni einn morguninn
beið mín þyrla úti í garði. Hún
flaug með okkur til Cornwall þar
sem við snæddum hádegisverð og
eftir matinn fórum við í göngutúr
meðfram ströndinni. Skyndilega
fór hann að verða hálf væminn,
sem er mjög ólíkt honum, og það
var þá sem hann fór niður á hnén
og bað mín,“ útskýrir söngkonan,
en þau hafa verið trúlofuð í laumi
frá því í febrúar.
Charlotte
lofuð í laumi
TRÚLOFUÐ Söngkonan Charlotte Church
hefur trúlofast barnsföður sínum.
NORDICPHOTOS/GETTY
James Murphy kynnti nýja meðlimi hljómsveit-
arinnar LCD Soundsystem á leynitónleikum
í New York á mánudag. Kapparnir spiluðu ný
lög og Murphy grátbað áhorfendur um að deila
þeim ekki með heiminum, væru þeir búnir að fá
kynningareintök af nýju plötunni, sem kemur út
17. maí.
„Ef þið eruð búin að fá eintak af plötunni og
langar að deila henni með heiminum, ekki gera
það,“ sagði hann og kraup meira að segja á kné
til að undirstrika mál sitt. Áhorfendurnir 1.500
sem mættir voru á svæðið virtust kunna vel að
meta bónina og fögnuðu dátt.
Grátbað um tappa
í tónlistarlekann
GRÁTBAÐ ÁHORF-
ENDUR James
Murphy fór á hnén
á leynitónleikum í
New York.