Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 4
4 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI „Ég eyddi stórum hluta af frítíma mínum í leit að peningun- um og fékk upplýsingar um að þeir hefðu farið til Fons. Ég fékk aldrei óyggjandi sannanir fyrir því,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group, um þriggja millj- arða króna millifærslu af reikning- um félagsins inn á reikning Kaup- þings í Lúxemborg í apríl árið 2005. Orðrómur var á kreiki í fjölmiðl- um að Fons hafi nýtt féð til kaupa á danska flugfélaginu Sterling. Tveimur mánuðum síðar sagði stjórn FL Group af sér og íhugaði Ragnhildur að gera það sömuleiðis. „Ég ákvað að gefa þessu séns,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Hún hætti störfum í október sama ár eftir 4 mánuði í forstjórastólnum. Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér í gær kemur fram að engar skýringar, lánaskjöl eða önnur gögn hafi verið til um milli- færsluna, sem var gerð án vitneskju annarra stjórnarmanna. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, hafi gefið þá skýringu að féð í Lúxemborg ætti að nota til skyndi- ákvarðana í fjárfestingum. Það var fært aftur inn á reikning FL Group í júní. - jab STJÓRNSÝSLA Mikil óánægja er í ferðaþjónustunni með orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í sjónvarpsviðtali á BBC í fyrrakvöld um að gosið í Eyjafjallajökli sé aðeins „æfing“ fyrir Kötlugos. „Það er kominn viðbragðshóp- ur ferðaþjónustunnar og stjórn- valda þar sem allir leggjast á eitt um að koma réttum upplýsing- um á framfæri við umheiminn. Vísindamenn hafa látið frá sér fréttatilkynningar í dag um að það sé ekkert sem bendi til þess að Katla sé að fara að gjósa,“ segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. „Það er eins og það sé von á Kötlugosi og það er búið að rigna yfir okkur skilaboðum ferðaþjón- ustufyrirtækja um allt land sem eru óánægð og víða rignir inn afbókunum,“ segir Erna. Í viðtalinu á BBC sagði Ólafur Ragnar að tíminn fyrir Kötlugos væri að nálgast. Það gos verði mun stærra en gosið í Eyjafjallajökli. „Við höfum undirbúið björgunarþjón- ustu og neyðaráætlanir í okkar landi en ég held að það sé tími til kominn fyrir stjórnvöld í Evrópu og flugmálayfirvöld alls staðar í heiminum að hefja undirbúning vegna Kötlugoss,“ sagði forset- inn meðal annars. „Það ríkir ákveðið ástand þar sem menn eru með samhæfð við- brögð sem almannavarnir stýra. Upplýsingar um það sem koma skal og stöðuna núna eiga að koma þaðan og frá sérfræðingum í jarðvísindum. Það eru þeir sem við eigum að treysta á við þessar aðstæður en ekki að við stjórn- málamenn séum að geta okkur til,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra, spurð um ummæli forsetans. Að frumkvæði iðnaðarráð- herra var síðastliðinn föstudag komið á fót samráðshópi iðnað- arráðuneytis, utanríkisráðuneyt- is og ýmissa stofnana og samtaka tengdum ferðaþjónustu. Í vinnu- skjali hópsins með sameiginleg- um skilaboðum vegna ástandsins er sérstaklega minnst á Kötlu. „Það er engin vísbending um eldgos í Kötlu þar sem mæling- ar sýna enga hreyfingu vestan og austan Mýrdalsjökuls,“ er ítrek- að í minnisblaðinu. „Það er mikilvægt að öll umræða um þetta, bæði inn á við og út á við, sé yfirveguð og það sé ekki dregin upp nein dekkri mynd af hlutum en efni standa til,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra. „Ég hélt að við Íslendingar hefðum lært þá lexíu að það þjón- ar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar að reyna að fela eða þagga niður vitneskju um hugsanlegar hættur,“ sagði Ólafur Ragnar á Bylgjunni í gær. gar@frettabladid.is Ummæli Ólafs Ragnars vekja hörð viðbrögð Fullyrðingar forseta Íslands um að gosið í Eyjafjallajökli sé aðeins æfing fyrir Kötlugos vekja hörð viðbrögð í ferðaþjónustunni og hjá stjórnvöldum. Þjónar ekki hagsmunum okkar að þagga niður vitneskju um hættur svarar forsetinn. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON ERNA HAUKSDÓTTIR FORSMEKKURINN Í EYJAFJALLAJÖKLI Forseti Íslands sagði á BBC í fyrrakvöld að kom- inn væri tími á Kötlugos og að það verði miklu meira en gosið í Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 17° 9° 7° 12° 16° 7° 7° 21° 11° 17° 22° 28° 7° 15° 15° 3° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Fremur stíf SA-átt allra syðst annars hægari. 4 4 1 1 2 -2 -1 -2 -2 -2 -4 7 7 8 7 8 6 7 7 9 12 5 17 -2 -2 -3 0 1 2 4 1 0 0 FÍNT VEÐUR Á MORGUN Sum- ardagurinn fyrsti verður svalur og það lítur út fyrir að vetur og sumar frjósi saman víða á landinu en það þykir boða gott sumar. Á morg- un verður hæg norðaustlæg eða breytileg átt og nokkuð bjart, síst þó sunnanlands þar sem verður dá- lítil slydda. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Nýr skólastjóri FG Kristinn Þorsteinsson hefur verið skip- aður skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Tíu umsóknir bárust um embætti skólameistara og skipaði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra Kristin, sem er aðstoðarskóla- meistari FG, að fenginni umsögn skólanefndar. MENNTAMÁL LÖGREGLUMÁL Maður um fertugt, sem drakk stíflueyði í samkvæmi í Hlíðunum um helgina, liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. Lögregla segir nú allt benda til þess að hann hafi drukkið efnið fyrir slysni og hefur sleppt úr haldi manni sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna málsins. „Rannsókn er enn í gangi en það ekkert sem bendir til að maðurinn hafi verið þvingaður eða neyddur til að drekka þenn- an vökva, heldur eru frekar lík- indi til þess að þarna hafi verið um slys að ræða,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögreglu- þjónn. Hann hafi drukkið vökv- ann í ógáti úr glasi, og talið að um annan vökva væri að ræða. - sh Grunuðum sleppt úr haldi: Drakk líklega stíflueyðinn fyrir slysni LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Maðurinn liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu- deild. Honum er haldið sofandi í öndun- arvél. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA KÖNNUN Einungis 40 prósent íslenskra unglinga þekkja rétt- indi sín, að því er fram kemur í nýrri könnun Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF). „Þetta sýnir kannski að íslenskt samfélag hefur ekki verið mjög upptekið af réttind- um barna eða mannréttindum yfirleitt,“ segir Bergsteinn Jóns- son, verkefnastjóri skóla- og ung- mennastarfs UNICEF. Í könnun- inni kemur einnig fram að tæp 17 prósent íslenskra barna telja líkamlegar refsingar ásættanleg- ar í uppeldi barna. Hlutfallið er lægra í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku en töluvert hærra í Finn- landi. Könnunin var gerð á meðal 12 til 16 ára barna á Norðurlöndum. Niðurstöður hennar verða kynnt- ar í dag á skrifstofu UNICEF. - sbt Ný könnun UNICEF: Íslensk börn þekkja ekki réttindi sín Handritavefur í loftið Vefurinn handrit.org verður opnaður á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í dag. Á vefnum verður hægt að nálgast handritasöfn. MENNING Ragnhildur Geirsdóttir íhugaði að hætta sem forstjóri FL Group þegar stjórn félagsins sagði af sér: Reyndi án árangurs að rekja millifærslu FL-Group RAGNHILDUR OG HANNES Forstjóri FL Group íhugaði að hætta störfum hjá félaginu þegar stjórn félagsins fékk nóg og kvaddi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ragnhildur segir kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að segja upp. Orðrétt segir í yfirlýsingu hennar: „Mér þótti því ekki skynsamlegt fyrir FL Group að kaupa Sterling, allra síst þegar horft var til þess að kominn var verðmiði á félagið upp á tæpa 15 milljarða króna, sem var að mínu mati óskiljanleg verðhækkun á þeim fáu mánuðum sem Sterl- ing var í eigu Fons.“ Starfslokin STJÓRNMÁL Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins verður haldinn í lok júní, samkvæmt ákvörðun miðstjórnar flokksins frá í gær. Þá verður kosinn varafor- maður í stað Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur, sem sagði af sér á laugardaginn. Einnig verð- ur kosið um formann, en enginn hefur þó boðið sig fram á móti Bjarna Benediktssyni. - kóþ Beðið með varaformannskjör: Landsfundur verður í júnílok AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 20.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,4244 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,14 126,74 194,47 195,41 170,27 171,23 22,876 23,01 21,409 21,535 17,665 17,769 1,3568 1,3648 191,99 193,13 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.