Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 28
 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR8 FasteignirTilkynningar Fasteignir Framtíðarstörf við sundlaugar Kópavogsbæjar Um er að ræða þrjár 100% stöður þar sem unnið er á vöktum Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður: • ein staða við baðvörslu kvenna/laugarvörslu og afgreiðslustörf í Sundlauginni Versölum • tvær stöður við baðvörslu kvenna/laugarvörslu og afgreiðslustörf í Sundlaug Kópavogs Viðkomandi þurfa að vera fullra 18 ára og vera reglusamar, vinnusamar og þjónustulundaðar. Aðeins konur koma til greina. Hæfniskröfur • góð sundkunnátta • mikil þjónustulund • mikil samskiptahæfni • vinnusemi Umsækjendur þurfa geta hafið störf fljótlega. Umsóknarfrestur er til 26. apríl. Hér er ekki um sumarafleysingarstörf að ræða. Hægt er að sækja um störfin á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Athugið að starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnar á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitafélaga. Nánari upplýsingar veita forstöðumennirnir: Guðmundur Þ. Harðarson Sundlauginni Versölum, í síma 570 0480, 896 4375, netfang; gudmundurh@kopavogur.is og Jakob Þorsteinsson Sundlaug Kópavogs, í síma 570 0470, 840 2689 , netfang ; jakob@kopavogur.is www.kopavogur.is Sundlaugar Kópavogs KÓPAVOGSBÆR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.