Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 22
 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR2 Hrefna Halldórsdóttir og Helena Lind Svansdóttir eru að handfjatla örsmáar plöntur sem sáð var til í febrúar. Þær taka smá brúska í einu úr bakka og leysa í sundur. „Það er misjafnt hversu mikið ræt- urnar eru flæktar saman,“ segir Hrefna og fer fimum hönd- um um þessar hárfínu spírur. Þegar hver planta er laus er henni umsvifalaust stung- ið í annan bakka þar sem rýmra er um hana. Þetta er svip- að og þegar systkini fá stærra herbergi eftir að hafa kúldrast þétt saman í upphafi. Síðan eru bakkarn- ir keyrðir á vagni inn á gólf og dreift úr þeim. „Þetta eru fjólur,“ upplýsir Hrefna. „Þær hafa verið að auka vinsældir sínar undanfar- in ár, enda fallegar og henta vel íslenskum aðstæðum. Því er viss- ara að eiga nóg til af þeim þegar kemur fram á vorið.“ Vernharður hefur rekið Storð síðan 1997. Hann segir talsverð- ar áherslubreytingar hafa orðið á þeim tíma á því hvað kúnninn vilji. „Garðaskipulagið hefur breyst,“ bendir hann á. „Áður voru beð meðfram húsum og gangstéttum en nú hafa blómin færst upp á pallinn í alls konar ker og á veggina. Fólk vill hafa þau nær sér.“ Aðalbylt- ingin núna er grænmetisræktun- in að sögn Vernharðs. „Hún jókst gríðarlega mikið í fyrra og ef vel hefur tekist til reikna ég með að áhuginn sé fyrir hendi áfram,“ segir hann og kveðst vera að byrja að sá káli, kryddjurtum, salati og laukum. Hún býst við að salan hrökkvi í gang um miðjan maí ef allt fer eftir áætlun. gun@frettabladid.is BARNASKEMMTUN verður á Minjasafninu á Akureyri á morgun, sumardaginn fyrsta, frá 14 til 16. Ýmislegt verður í boði fyrir alla fjölskylduna, tónlist, leikir, föndur og gjörningur. Vorhugur og vinnugleði Þótt golan sé andköld sem næðir úr norðri þá nær sólin að ylja upp plasthúsin í Gróðrarstöðinni Storð við Dalveginn í Kópavogi þar sem sumarblómin eru að potast upp úr mjúkri moldinni. Það eru mörg handtök sem felast í ræktun sumarblómanna. Vernharður dreifir úr bökkunum á gólfið þar sem plönturnar fá að vaxa og dafna næstu vikurnar. Helena, Vernharður og Hrefna færa plönturnar úr sáningarbökkunum í aðra þar sem þær fá meira pláss. Það heitir að prikla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTI LÍFS NÁM SKEIÐ FYRIR 8-12 ára www.utilifsskoli . is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.