Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 46
38 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. lofttegund, 6. samanburðarteng- ing, 8. ái, 9. rangl, 11. verslun, 12. búpeningur, 14. miklu, 16. í röð, 17. sigað, 18. dá, 20. samtök, 21. engi. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. átt, 4. glýja, 5. lúsaegg, 7. kennslubók, 10. ílát, 13. fugl, 15. án, 16. kerald, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. óson, 6. en, 8. afi, 9. ráf, 11. bt, 12. smali, 14. stóru, 16. áb, 17. att, 18. mók, 20. aa, 21. akur. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. sa, 4. ofbirta, 5. nit, 7. námsbók, 10. fat, 13. lóa, 15. utan, 16. áma, 19. ku. „Besti bitinn í bænum? Það er stórmeistarajafntefli Búllunnar og Bæjarins bestu. Það er bara þannig. Á tímabili lifði ég ekki á öðru en Búlluborgurum.“ Jóhann Alfreð úr uppistandshópnum Mið-Ísland. „Þetta er ein af stóru stundunum,“ segir Gísli Örn Garðarsson en upp- færsla Vesturports og Borgarleik- hússins á hinni sígildu sögu um Faust verður fjörutíu ára afmæl- issýning leikhússins Young Vic í Lundúnum. Leikhúsið er eitt af þeim stóru á Englandi og því er um að ræða feikilegan heiður fyrir Vesturportsfólk. Við taka nú þrot- lausar æfingar á verkinu á ensku og verður enskum tungumálakenn- ara flogið til Íslands til að hafa yfirumsjón með tungumálaæfing- unum. Sýningin verður á fjölum leikhússins í sex vikur og verður sýnt alla daga vikunnar, alls fjöru- tíu og tvær sýningar en frumsýnt verður 1. október. Þessi árangur Vesturports og Borgarleikhússins er ekki síst merkilegur í því ljósi að Young Vic-leikhúsið var stofnað sérstak- lega til að gefa ungu listafólki á Bretlandseyjum tækifæri til að koma listsköpun sinni á fram- færi og vera með það framsækn- asta og frumlegasta sem í gangi er hverju sinni í bresku leikhús- lífi. Meðal þeirra sem hafa stig- ið sín fyrstu skref á fjölum leik- hússins eru stórleikarar á borð við Helen Mirren, Judi Dench, Jude Law, Ian McKellen og Clive Owen og þá má til gamans nefna að hin goðsagnakennda rokkgrúppa The Who hélt vikulega tónleika í húsinu til að æfa fyrir upptökur á meist- arastykki sínu Who‘s Next. David Lan, leikhússtjóri Young Vic, var viðstaddur frumsýningu Faust hér á landi í janúar og heillaðist af verkinu. „Gísli og Vesturport hafa verið stór hluti af Young Vic undanfarin ár. Okkur þykir mikið til þeirra koma og finnst frábært að fá tækifæri til að vinna með þeim. Ekki skemmir heldur fyrir að áhorfendurnir okkar kunna vel að meta sýningarnar þeirra,“ segir Lan en Vesturport setti upp hina margrómuðu Rómeó og Júlíu í leikhúsinu fyrir átta árum sem vakti mikla athygli. „Við erum því himinlifandi að hafa fengið bæði Vesturport og Borgarleikhúsið til liðs við okkur og Faust verður mið- punkturinn á afmælisdagskránni okkar.“ Gísli segir að þegar menn haldi upp á svona stórafmæli vilji þeir vanda vel til verka. Því hvíli mikil ábyrgð á herðum leikhópsins sem stendur að Faust. „Það sem gerir þetta óvænt er að við erum íslensk og það er alveg sama hversu hart við leggjum að okkur í tungumál- inu þá breytir það ekki þeirri stað- reynd að við erum íslensk. Maður hefði kannski haldið að þeir myndu setja saman einhverja sýningu með meiri sögulegri skírskotun en þetta sýnir kannski best hversu mikill heiður þetta er fyrir okkur. Maður er bara eiginlega í skýjun- um.“ freyrgigja@frettabladid.is GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: EINN MESTI HEIÐURINN Á FERLINUM Setja Faust upp í Young Vic Sjónvarpsfréttamaðurinn Ingólf- ur Bjarni Sigfússon fór fyrir viku til Þýskalands og hugðist eyða dágóðri stund í að kynna sér starfsemi sjón- varpsstöðvarinnar ZDF. Hann var varla fyrr búinn að koma sér makindalega fyrir en að eldgosið í Eyjafjallajökli lokaði á allar flugsamgöngur í Evrópu og hann var farinn að flytja fréttir af Íslandi í þýsku sjónvarpi við góðan orð- stír. „Týpískt íslenskt, að lenda í ein- hverju svona,“ segir Ingólfur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ingólf- ur talar reip rennandi þýsku og því átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að bregðast við þessum óskum frá þýsku sjónvarpsstöðinni. „Þeirra maður komst ekki til Íslands fyrr en í gær [í fyrradag og þeir urðu að brúa þetta með einhverjum hætti,“ segir Ingólfur. Sjónvarpsfréttamaðurinn hafði verið á þönum þegar Fréttablaðið náði tali af honum og hafði lítinn tíma fyrir spjall. „Ég vaknaði klukkan fjögur í morg- un og mætti þá í morgunsjónvarpið hjá þeim og ræddi um eldgosið og er núna á leiðinni til Frankfurt til að vera í þýskum spjallþætti hjá ARD sem heit- ir Bechmann,“ útskýrir Ingólfur sem kvartar þó ekki enda námsferðin virki- lega staðið fyrir sínu. „Þetta er alvöru námsferð, maður fær alvöru innsýn í þetta svona.“ - fgg Ingólfur Bjarni slær í gegn í Þýskalandi „Ég mæli ekki með svona ferðalagi en þetta var bara eina leiðin til að komast heim,“ segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ágúst fenginn til að taka upp auglýsingu með Lionel Messi, besta knattspyrnumanni heims. Auglýs- ingin er fyrir kínverskt fjármálafyrirtæki og var hluti hennar tekinn í Barcelona. Ágúst komst með naumindum þangað áður en flug lagðist af í Evr- ópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og hann lenti í miklum vandræðum með að komast heim til London. Það var þó bót í máli að tökurnar með Messi gengu mjög vel. „Það lá allt flug til London og Englands niðri, allar lestir voru fullar og ekki var hægt að fá bíla- leigubíla í Barcelona. Við tókum því leigubíl sem breska framleiðslufyrirtækið sem ég var að vinna hjá borgaði,“ segir Ágúst. Leigubílnum deildi hann með fimm vinnufélögum sínum og reikningur- inn var þokkalegur; um fjögur þúsund evrur eða tæpar 700 þúsund íslenskar krónur. „Þetta var Mercedes Benz Vito Mini Van sem var bara þokkalega þægilegur fyrstu tíu tímana til Parísar en svo var maður alveg búinn að fá hund- leiða á þessari keyrslu,“ segir Ágúst sem komst heim til sín klukkan fjögur um nótt eftir tuttugu tíma ferðalag. Á mánudag er svo ráðgert að hann haldi til Peking í Kína til að klára gerð auglýsing- arinnar. „Nú er bara spurning hvort ég komist þangað,“ segir Ágúst. - hdm Rándýr leigubíll frá Barcelona HJÁ ÞÝSKA SJÓNVARPINU Ingólfur Bjarni Sigfússon hefur farið á kost- um í umfjöllun sinni um eldgosið á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF. Á BENSÍNSTÖÐ Í FRAKKLANDI Ágúst Jakobsson þurfti að keyra frá Barcelona til London eftir að hafa tekið upp auglýsingu með Lionel Messi. Tökurnar gengu vel en heimferðin var hræðileg að sögn Ágústs. AFMÆLISSÝN- ING YOUNG VIC Gísli Örn Garðarsson segir þetta vera eina af stóru stundunum í sögu Vesturports en samstarfssýn- ing hópsins og Borgarleikhússins um Faust verður fjörutíu ára afmæl- issýning leikhúss- ins Young Vic í London. David Lann, leikhússtjóri Young Vic, er feikilega ánægður með að hafa feng- ið sýninguna á þessum merkilegu tímamótum. Íslensku poppstjörnurnar í The Charlies búa sig nú undir að flytjast búferlum til Los Angeles þar sem þær ætla að taka tónlistar- bransann með trompi. Stúlkurnar nýta sér netið til kynningarstarf- semi og hafa sett upp aðdáenda- síðu á Facebook. Á síðunni geta áhugasamir séð að stúlkurnar hafa komið sér upp nýjum nöfnum fyrir búferlaflutningana. Þannig verður Steinunn Camilla að „Camilla Stones“, Klara Ósk Elíasdóttir heitir „Klara Elias“ og Alma Guðmunds- dóttir kallast „Alma Goodman“. Þær stúlkur í The Charl- ies eru þó ekkert þær einu sem hafa breytt um nafn á leið sinni til Ameríku. Fyrstur var eflaust Peter Ronson eða Pétur Rögnvaldsson sem lék í Journey to the Center of the Earth fyrir allmörgum áratugum. Svala Karítas Björg- vinsdóttir er einnig í þesum hópi. Hún heitir nú Svala Kali sem vísar eflaust til þess að hljómsveitin hennar, Steed Lord, gerir út frá Kaliforníu. Og Spaugstofan hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hún kvaddi á laugardaginn. Einn þeirra sem hefur tekið upp hanskann fyrir fjórmenningana er Egill Helgason en hann segir þá Karl, Pálma, Örn og Sigurð eiga hrós skilið fyrir vandaða þætti. Egill er einn þeirra sem hefur sótt um dagskrárstjóra- stöðu Sjónvarpsins og Spaugstofan á því hauk þar í horni ef fjölmiðlamaðurinn fær starfið. - hdm / fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Sjá nánar á barnahatid.is 21.–25. apríl í 5. sinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 0 0 5 8 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.